Hugmyndir Svía um nútímann 8. júní 2007 00:01 Það er viss passi í kringum hina árlegu fegurðarsamkeppni Ungfrú Ísland að henni sé mótmælt, einkum af ljótu og bitru femínistunum sem enginn vildi sofa hjá. Alltaf eru aðstandendur keppninnar jafn gáttaðir á gagnrýninni, enda frjálst val ungu stúlknanna með vaselínsmurðu skelfingarbrosin að taka þátt í viðkomandi skrokkasýningu. Sem er alveg rétt. Ekki fá þær pening fyrir. Í mesta lagi þrjátíu kíló af nælonsokkum, ef þær eru nógu vinsælar. Titillinn vinsælasta stúlkan sannar að þetta snýst ekki bara um að þegja og vera sæt. Aðstandendur keppninnar leggja áherslu á að alltaf sé dæmt út frá bæði útliti og persónuleika, og ekki bara sem sárabót fyrir stelpurnar sem komu ekki nógu vel út úr læramælingunum en eru samt geðveikt hressar. Það virðist skipta suma máli að einnig sé dæmt út frá ágæti persónuleika, en ég get ekki séð að slíkt sé neitt minna umdeilanlegt en útlitsfegurð. Allavega hefði ég átt í mesta basli með þann hluta dómgæslunnar í Ungfrú Ísland, enda jákvæðni, bjartsýni og köllun til hjálparstarfs í Afríku ekki efst á mínum lista yfir mannkosti. Sumir femínistar vilja hér sem annars staðar fara „sænsku leiðina". „Sænska leiðin" þýðir nokkurn veginn alltaf „sænsku leiðindin", enda leiðir Svía aldrei órannsakanlegar. Nema mögulega í fegurðarbransanum. Svíar hafa sumsé neitað að senda fulltrúa sinn í Ungfrú Alheim, þar sem þeir telja alþjóðlegu keppnina ekki vera í takt við nútímann. Þar sé enn lögð of mikil áhersla á niðurlægjandi og yfirborðskennt bikinístripl. Í Svíþjóð hafa verið þróaðar aðrar og nútímalegri aðferðir. Ungfrú Svíþjóð verður ekki lengur kjörin með hefðbundnum hætti heldur er sótt um titilinn eins og hvert annað starf og aukin áhersla lögð á andlegt atgervi og menntun, enda þarf fegurðardrottningin að vera verðugur fulltrúi lands og þjóðar. Fulltrúi lands og þjóðar? Munaðarleysingjahæli og kokkteilboð? Eigum við ekki svoleiðis? Það er orðum aukið að kalla forsetakosningarnar fegurðarsamkeppni (enda hefði Ástþór þá rústað Ólafi) - ætli þær séu ekki meira í ætt við kosninguna um vinsælustu stúlkuna. Förum íslensku leiðina. Ungfrú Ísland beri loks nafn með rentu og sé einfaldlega kjörin forseti. Með sprota og kórónu. Í sokkabuxum frá Oroblu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Svava Tómasdóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Það er viss passi í kringum hina árlegu fegurðarsamkeppni Ungfrú Ísland að henni sé mótmælt, einkum af ljótu og bitru femínistunum sem enginn vildi sofa hjá. Alltaf eru aðstandendur keppninnar jafn gáttaðir á gagnrýninni, enda frjálst val ungu stúlknanna með vaselínsmurðu skelfingarbrosin að taka þátt í viðkomandi skrokkasýningu. Sem er alveg rétt. Ekki fá þær pening fyrir. Í mesta lagi þrjátíu kíló af nælonsokkum, ef þær eru nógu vinsælar. Titillinn vinsælasta stúlkan sannar að þetta snýst ekki bara um að þegja og vera sæt. Aðstandendur keppninnar leggja áherslu á að alltaf sé dæmt út frá bæði útliti og persónuleika, og ekki bara sem sárabót fyrir stelpurnar sem komu ekki nógu vel út úr læramælingunum en eru samt geðveikt hressar. Það virðist skipta suma máli að einnig sé dæmt út frá ágæti persónuleika, en ég get ekki séð að slíkt sé neitt minna umdeilanlegt en útlitsfegurð. Allavega hefði ég átt í mesta basli með þann hluta dómgæslunnar í Ungfrú Ísland, enda jákvæðni, bjartsýni og köllun til hjálparstarfs í Afríku ekki efst á mínum lista yfir mannkosti. Sumir femínistar vilja hér sem annars staðar fara „sænsku leiðina". „Sænska leiðin" þýðir nokkurn veginn alltaf „sænsku leiðindin", enda leiðir Svía aldrei órannsakanlegar. Nema mögulega í fegurðarbransanum. Svíar hafa sumsé neitað að senda fulltrúa sinn í Ungfrú Alheim, þar sem þeir telja alþjóðlegu keppnina ekki vera í takt við nútímann. Þar sé enn lögð of mikil áhersla á niðurlægjandi og yfirborðskennt bikinístripl. Í Svíþjóð hafa verið þróaðar aðrar og nútímalegri aðferðir. Ungfrú Svíþjóð verður ekki lengur kjörin með hefðbundnum hætti heldur er sótt um titilinn eins og hvert annað starf og aukin áhersla lögð á andlegt atgervi og menntun, enda þarf fegurðardrottningin að vera verðugur fulltrúi lands og þjóðar. Fulltrúi lands og þjóðar? Munaðarleysingjahæli og kokkteilboð? Eigum við ekki svoleiðis? Það er orðum aukið að kalla forsetakosningarnar fegurðarsamkeppni (enda hefði Ástþór þá rústað Ólafi) - ætli þær séu ekki meira í ætt við kosninguna um vinsælustu stúlkuna. Förum íslensku leiðina. Ungfrú Ísland beri loks nafn með rentu og sé einfaldlega kjörin forseti. Með sprota og kórónu. Í sokkabuxum frá Oroblu.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun