Töfraorð og orðaleikfimi 6. júní 2007 06:00 Í umræðu um sjávarútvegsmál er oft á tíðum haldið á lofti ýmsum bábiljum um meinta hagræðingu kvótakerfisins í sjávarútvegi og uppbyggingu fiskistofna. Það er gert reglulega til að réttlæta eyðingu hinna dreifðu byggða og láta landsmenn sætta sig við óréttlætið og sóunina sem fylgir íslenska kvótakerfinu. Þessu halda á lofti ýmsir sem taldir eru til hinna málsmetandi sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum og fá þeir jafnvel að brynna landsmönnum af visku sinni í hinum ýmsu fréttaskýringaþáttum. Hverjar eru staðreyndir málsins? Verðmæti útfluttra sjávarafurða er um 10% lægra nú en það var fyrir áratug og á þessu tímabili hafa orðið miklar verðhækkanir á sjávarafurðum. Ekki hefur þó allt lækkað, skuldir sjávarútvegsins hafa hækkað margfalt. Ekki er að sjá að skuldaaukningin hafi orðið vegna fjárfestinga í greininni þar sem tekjurnar hafa minnkað. Togaraflotinn hefur elst og eru nú 40% skipanna eldri en þrítug sem er mikil breyting frá því fyrir um áratug þegar einungis 2% skipa fylltu þann virðulega aldur. Upphaflegt markmið kerfisins var að byggja upp þorskstofninn og ef mark má taka á mælingum Hafró er ekki að sjá að það hafi tekist. Nú ráðleggur Hafró að veitt verði þrisvar sinnum minna en gert var fyrir daga kvótakerfisins sem átti að byggja upp þorskstofninn. Það er vitlaust gefið. Það er orðið löngu tímabært að taka núverandi kerfi til rækilegrar endurskoðunar og kemur það mjög á óvart að nýlegur stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks og samstarfsflokks hans taki ekki til þess máls sem veldur óstöðugleika og sóun í sjávarútveginum. Töfraorðinu hagræðingu fylgir galdraorðið hagvöxtur sem lysthafendur sveifla í kringum sig þegar þeir egna fyrir kvótann. Frjálslyndi flokkurinn er hins vegar ekki í neinum innantómum orðaleik, Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt fram ábyrgar tillögur til breytinga á stjórnun fiskveiða og nú ríður á að stjórnvöld taki þær til málefnalegrar umræðu. Gefum útgerðarmönnum frí frá orðaleikfimi og tölum saman á mannamáli um það sem máli skiptir.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í umræðu um sjávarútvegsmál er oft á tíðum haldið á lofti ýmsum bábiljum um meinta hagræðingu kvótakerfisins í sjávarútvegi og uppbyggingu fiskistofna. Það er gert reglulega til að réttlæta eyðingu hinna dreifðu byggða og láta landsmenn sætta sig við óréttlætið og sóunina sem fylgir íslenska kvótakerfinu. Þessu halda á lofti ýmsir sem taldir eru til hinna málsmetandi sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum og fá þeir jafnvel að brynna landsmönnum af visku sinni í hinum ýmsu fréttaskýringaþáttum. Hverjar eru staðreyndir málsins? Verðmæti útfluttra sjávarafurða er um 10% lægra nú en það var fyrir áratug og á þessu tímabili hafa orðið miklar verðhækkanir á sjávarafurðum. Ekki hefur þó allt lækkað, skuldir sjávarútvegsins hafa hækkað margfalt. Ekki er að sjá að skuldaaukningin hafi orðið vegna fjárfestinga í greininni þar sem tekjurnar hafa minnkað. Togaraflotinn hefur elst og eru nú 40% skipanna eldri en þrítug sem er mikil breyting frá því fyrir um áratug þegar einungis 2% skipa fylltu þann virðulega aldur. Upphaflegt markmið kerfisins var að byggja upp þorskstofninn og ef mark má taka á mælingum Hafró er ekki að sjá að það hafi tekist. Nú ráðleggur Hafró að veitt verði þrisvar sinnum minna en gert var fyrir daga kvótakerfisins sem átti að byggja upp þorskstofninn. Það er vitlaust gefið. Það er orðið löngu tímabært að taka núverandi kerfi til rækilegrar endurskoðunar og kemur það mjög á óvart að nýlegur stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks og samstarfsflokks hans taki ekki til þess máls sem veldur óstöðugleika og sóun í sjávarútveginum. Töfraorðinu hagræðingu fylgir galdraorðið hagvöxtur sem lysthafendur sveifla í kringum sig þegar þeir egna fyrir kvótann. Frjálslyndi flokkurinn er hins vegar ekki í neinum innantómum orðaleik, Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt fram ábyrgar tillögur til breytinga á stjórnun fiskveiða og nú ríður á að stjórnvöld taki þær til málefnalegrar umræðu. Gefum útgerðarmönnum frí frá orðaleikfimi og tölum saman á mannamáli um það sem máli skiptir.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun