Hverfulleikinn á biðstofunni 24. maí 2007 00:01 Á læknabiðstofum kemur yfir mann nagandi tilfinningin um fallvaltleika lífsins. Ekki það að maður eigi endilega von á slæmum tíðindum hjá lækninum heldur eru það gömlu glansblöðin sem þarna liggja í hrúgum sem minna á þá einföldu staðareynd að það sem skiptir öllu máli í dag skiptir engu máli á morgun. Kannski er það viljandi gert hjá læknum að hafa gömul en ekki ný glansblöð á borðunum, einmitt til að undirbúa sjúklingana og koma þeim í rétt hugarástand. Kannski er auðveldara að segja sjúklingi frá æxli hafi hann nýlokið við að lesa viðtal við Kalla Bjarna sem segist vera í „fangelsi frægðarinnar". Líklega yrðu tíðindin mun óbærilegri ef sjúklingurinn hefði verið að lesa flúnkunýtt viðtal við Jógvan um bjarta framtíð hans í poppinu og yfirþyrmandi kvenhylli. Tilfinningunni er auðvelt að gleyma í dagsins önn en þegar hún glottir framan í mann úr gömlu glansblöðunum er engrar undankomu auðið. Daglegt líf okkar er sem síða í glænýjasta glansblaðinu. Ekki ýkja spennandi síða kannski, meira svona eins og uppfyllingarefni sem fáir nenna að lesa. Okkur finnst núið eilíft, að allt verði alltaf eins og það er. Að hamingjan brosi alltaf við okkur eða við munum endalaust vera sveitt í bælinu að bylta okkur yfir nýjasta vísareikningnum. Svo er ekki. Það kemur alltaf nýr vísareikningur. Nema maður hætti að nota kort. Líklega er auðveldara að hætta á heróíni. Krafan um að „lifa lífinu lifandi" ætti að vera sú sem maður hefur mest á bakvið eyrað. Henni er þó hvergi haldið á lofti nema stundum í auglýsingaherferðum. „Þú átt bara eitt líf - notaðu það!" stendur með auglýsingu á jeppa. Fulltrúar eilífðarinnar hafa ekki einu sinni fyrir því að mótmæla þessari fullyrðingu, enda kannski ekki hægt að kaupa jeppa á himnum. Glansblöðin eru stútfull af hverfulleika lífsins. Sjáið viðtalið við valdamesta mann Íslands: Jón Ólafsson. Árni Þór, prinsinn á Skjá einum er eftirsóttasti piparsveinn landsins. Heitur Teitur - sjarmörinn í Sjáðu á Stöð 2. Fyrir nú utan öll viðtölin við þennan og hinn vongóða listamanninn á „barmi heimsfrægðar", veiku börnin og andstreymið og hinar árlegu greinar um „vændi á Íslandi" (pottþétt söluhæsta tölublað ársins). Og ekki má gleyma Andreu Róberts og Friðriki Weisshappel: Ást að eilífu! Í gulnandi eilífð í hrúgunni á biðstofunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun
Á læknabiðstofum kemur yfir mann nagandi tilfinningin um fallvaltleika lífsins. Ekki það að maður eigi endilega von á slæmum tíðindum hjá lækninum heldur eru það gömlu glansblöðin sem þarna liggja í hrúgum sem minna á þá einföldu staðareynd að það sem skiptir öllu máli í dag skiptir engu máli á morgun. Kannski er það viljandi gert hjá læknum að hafa gömul en ekki ný glansblöð á borðunum, einmitt til að undirbúa sjúklingana og koma þeim í rétt hugarástand. Kannski er auðveldara að segja sjúklingi frá æxli hafi hann nýlokið við að lesa viðtal við Kalla Bjarna sem segist vera í „fangelsi frægðarinnar". Líklega yrðu tíðindin mun óbærilegri ef sjúklingurinn hefði verið að lesa flúnkunýtt viðtal við Jógvan um bjarta framtíð hans í poppinu og yfirþyrmandi kvenhylli. Tilfinningunni er auðvelt að gleyma í dagsins önn en þegar hún glottir framan í mann úr gömlu glansblöðunum er engrar undankomu auðið. Daglegt líf okkar er sem síða í glænýjasta glansblaðinu. Ekki ýkja spennandi síða kannski, meira svona eins og uppfyllingarefni sem fáir nenna að lesa. Okkur finnst núið eilíft, að allt verði alltaf eins og það er. Að hamingjan brosi alltaf við okkur eða við munum endalaust vera sveitt í bælinu að bylta okkur yfir nýjasta vísareikningnum. Svo er ekki. Það kemur alltaf nýr vísareikningur. Nema maður hætti að nota kort. Líklega er auðveldara að hætta á heróíni. Krafan um að „lifa lífinu lifandi" ætti að vera sú sem maður hefur mest á bakvið eyrað. Henni er þó hvergi haldið á lofti nema stundum í auglýsingaherferðum. „Þú átt bara eitt líf - notaðu það!" stendur með auglýsingu á jeppa. Fulltrúar eilífðarinnar hafa ekki einu sinni fyrir því að mótmæla þessari fullyrðingu, enda kannski ekki hægt að kaupa jeppa á himnum. Glansblöðin eru stútfull af hverfulleika lífsins. Sjáið viðtalið við valdamesta mann Íslands: Jón Ólafsson. Árni Þór, prinsinn á Skjá einum er eftirsóttasti piparsveinn landsins. Heitur Teitur - sjarmörinn í Sjáðu á Stöð 2. Fyrir nú utan öll viðtölin við þennan og hinn vongóða listamanninn á „barmi heimsfrægðar", veiku börnin og andstreymið og hinar árlegu greinar um „vændi á Íslandi" (pottþétt söluhæsta tölublað ársins). Og ekki má gleyma Andreu Róberts og Friðriki Weisshappel: Ást að eilífu! Í gulnandi eilífð í hrúgunni á biðstofunum.