Peningaskápurinn... 18. maí 2007 16:21 Valgerður til Ítalíu?Ráðherrar Framsóknar sinna enn störfum sínum samviskusamlega þrátt fyrir að vera sárir út í Sjálfstæðisflokkinn fyrir að stíga í vænginn við Samfylkinguna. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra lét sig því ekki vanta á ítalska viðskiptadaginn sem Ítalsk-íslenska viðskiptaráðið stóð fyrir í gær. Valgerður ávarpaði fundargesti en þurfti frá að hverfa fljótlega eftir að hafa það þar sem fleiri ráðherraskyldur biðu hennar.Fundarstjórinn Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja og formaður Ítalsk-íslenska viðskiptaráðsins, kvaddi Valgerði með fögrum orðum og mátti á honum heyra að hann sæi á eftir ráðherranum fráfarandi. Hvatti hann Valgerði til að feta í fótspor sín og prófa að búa á Ítalíu. Valgerður tók vel í hugmyndina. Sagði hún aldrei að vita nema hún tæki Guðjón á orðinu, hún hefði í það minnsta kannski tíma til þess núna.Mikilvægast að láta sig dreymaÁ fundinum tók til máls margt fólk sem samanlagt hefur víðtæka reynslu af viðskiptum Íslands og Ítalíu á milli. Allt virtist það sammála um að möguleikarnir í viðskiptum milli landanna séu töluvert fleiri en þegar hafa verið nýttir. Meðal þeirra voru Rosa Anna Coniglio Papalia, sendiherra Ítalíu á Íslandi. Hvatti hún meðal annars íslenska fjárfesta til að beina sjónum sínum frekar að þeim 58 milljóna manna mikla neytendamarkaði sem Ítalía er Þá fjallaði Guðrún Sigurðardóttir hjá Islandtours Lecco um kúnstina við að markaðssetja Ísland fyrir Ítali og Eygló Ólafsdóttir, útflutningsstjóri hjá ítalska matvælaframleiðandanum Saclà, um líkindin og ólíkindin með Íslendingum og Ítölum. Í lok fundarins hreif Thor Vilhjálmsson, rithöfundur og forseti Dante-félagsinsi með sér. Minnti hann á að ekkert væri mikilvægara í þessum heimi en að láta sig dreyma. Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Valgerður til Ítalíu?Ráðherrar Framsóknar sinna enn störfum sínum samviskusamlega þrátt fyrir að vera sárir út í Sjálfstæðisflokkinn fyrir að stíga í vænginn við Samfylkinguna. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra lét sig því ekki vanta á ítalska viðskiptadaginn sem Ítalsk-íslenska viðskiptaráðið stóð fyrir í gær. Valgerður ávarpaði fundargesti en þurfti frá að hverfa fljótlega eftir að hafa það þar sem fleiri ráðherraskyldur biðu hennar.Fundarstjórinn Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja og formaður Ítalsk-íslenska viðskiptaráðsins, kvaddi Valgerði með fögrum orðum og mátti á honum heyra að hann sæi á eftir ráðherranum fráfarandi. Hvatti hann Valgerði til að feta í fótspor sín og prófa að búa á Ítalíu. Valgerður tók vel í hugmyndina. Sagði hún aldrei að vita nema hún tæki Guðjón á orðinu, hún hefði í það minnsta kannski tíma til þess núna.Mikilvægast að láta sig dreymaÁ fundinum tók til máls margt fólk sem samanlagt hefur víðtæka reynslu af viðskiptum Íslands og Ítalíu á milli. Allt virtist það sammála um að möguleikarnir í viðskiptum milli landanna séu töluvert fleiri en þegar hafa verið nýttir. Meðal þeirra voru Rosa Anna Coniglio Papalia, sendiherra Ítalíu á Íslandi. Hvatti hún meðal annars íslenska fjárfesta til að beina sjónum sínum frekar að þeim 58 milljóna manna mikla neytendamarkaði sem Ítalía er Þá fjallaði Guðrún Sigurðardóttir hjá Islandtours Lecco um kúnstina við að markaðssetja Ísland fyrir Ítali og Eygló Ólafsdóttir, útflutningsstjóri hjá ítalska matvælaframleiðandanum Saclà, um líkindin og ólíkindin með Íslendingum og Ítölum. Í lok fundarins hreif Thor Vilhjálmsson, rithöfundur og forseti Dante-félagsinsi með sér. Minnti hann á að ekkert væri mikilvægara í þessum heimi en að láta sig dreyma.
Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira