Hagfræðingurinn sem missti allt 16. maí 2007 00:01 Telegraph | Breskir fjölmiðlar hafa reglulega birt harðorðar greinar um fjárfestingasjóði. Mikill uppgangur hefur verið hjá sjóðunum í Bretlandi upp á síðkastið og virðist á stundum, ef marka má fjölmiðlaumræðuna, sem þeir ætli að gleypa allt kvikt. Enn einn skammturinn um sjóðina birtist í breska blaðinu Telegraph á mánudag. Þar segir af breska hagfræðingnum John Maynard Keynes, einum helsta hagfræðingi síðustu aldar. Keynes stjórnaði tveimur fjárfestingasjóðum allt frá 1928. Annar þeirra var í nafni vina hans en hinn í nafni hins virta King's College í Cambridge í Bretlandi. Engar fregnir fóru af fyrri sjóðnum en sá seinni skilaði góðri ávöxtun, um 13,2 prósentum að meðaltali á ári, allt fram til ársins 1945. Sjálfur kom Keynes ekki vel undan vetri þrátt fyrir þekkingu sína á hagfræði því hann tapaði öllu sparifénu í kreppunni miklu árið 1929. Ósagt skal látið hvort þessi reynsla hafi skilað sér í því að um það leyti sem kreppan skall á og sparifé hans gufaði upp setti Keynes fram fyrstu kenningarnar um framboð og eftirspurn fjármagns í hagkerfinu. Endurkoma forstjórannaFortune | Nokkurra ára hneisu forstjóra bandarískra stórfyrirtækja er lokið. Eða svo segir bandaríska viðskiptatímaritið Fortune í nýjasta tölublaði sínu. Þar er bent á að í kjölfar þess að netbólan sprakk og gengi hlutabréfa í velflestum fyrirtækjum hrundi með tilheyrandi látum fyrir tæpum sex árum hafi forstjórar vestanhafs látið sem minnst fyrir sér fara og helst ekki viljað tjá sig um eitt eða neitt. Ekki bættu fangelsisdómar yfir æðstu stjórnendum Enron, WorldCom og fleiri fyrirtækja úr skák.Þetta hefur leitt til þess að margir fara varlega í viðskiptum sínum með hlutabréf, ekki síst hinn óbrotni almenningur, sem enn líti forstjóra stærstu fyrirtækja landsins hornauga. Í tímaritinu segir að gengi fyrirtækja í Bandaríkjunum hafi verið ævintýri líkast upp á síðkastið og bendi flest, ekki síst afkomutölur þeirra, til þess að hneisan sé að baki. Engu að síður segir að niðurlægingartímarnir hafi reynt svo mjög á forstjórana að þeir reyni, enn sem komið er, að komast hjá því að stæra sig af árangrinum og vilji helst af öllu halda sig til hlés. Héðan og þaðan Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Telegraph | Breskir fjölmiðlar hafa reglulega birt harðorðar greinar um fjárfestingasjóði. Mikill uppgangur hefur verið hjá sjóðunum í Bretlandi upp á síðkastið og virðist á stundum, ef marka má fjölmiðlaumræðuna, sem þeir ætli að gleypa allt kvikt. Enn einn skammturinn um sjóðina birtist í breska blaðinu Telegraph á mánudag. Þar segir af breska hagfræðingnum John Maynard Keynes, einum helsta hagfræðingi síðustu aldar. Keynes stjórnaði tveimur fjárfestingasjóðum allt frá 1928. Annar þeirra var í nafni vina hans en hinn í nafni hins virta King's College í Cambridge í Bretlandi. Engar fregnir fóru af fyrri sjóðnum en sá seinni skilaði góðri ávöxtun, um 13,2 prósentum að meðaltali á ári, allt fram til ársins 1945. Sjálfur kom Keynes ekki vel undan vetri þrátt fyrir þekkingu sína á hagfræði því hann tapaði öllu sparifénu í kreppunni miklu árið 1929. Ósagt skal látið hvort þessi reynsla hafi skilað sér í því að um það leyti sem kreppan skall á og sparifé hans gufaði upp setti Keynes fram fyrstu kenningarnar um framboð og eftirspurn fjármagns í hagkerfinu. Endurkoma forstjórannaFortune | Nokkurra ára hneisu forstjóra bandarískra stórfyrirtækja er lokið. Eða svo segir bandaríska viðskiptatímaritið Fortune í nýjasta tölublaði sínu. Þar er bent á að í kjölfar þess að netbólan sprakk og gengi hlutabréfa í velflestum fyrirtækjum hrundi með tilheyrandi látum fyrir tæpum sex árum hafi forstjórar vestanhafs látið sem minnst fyrir sér fara og helst ekki viljað tjá sig um eitt eða neitt. Ekki bættu fangelsisdómar yfir æðstu stjórnendum Enron, WorldCom og fleiri fyrirtækja úr skák.Þetta hefur leitt til þess að margir fara varlega í viðskiptum sínum með hlutabréf, ekki síst hinn óbrotni almenningur, sem enn líti forstjóra stærstu fyrirtækja landsins hornauga. Í tímaritinu segir að gengi fyrirtækja í Bandaríkjunum hafi verið ævintýri líkast upp á síðkastið og bendi flest, ekki síst afkomutölur þeirra, til þess að hneisan sé að baki. Engu að síður segir að niðurlægingartímarnir hafi reynt svo mjög á forstjórana að þeir reyni, enn sem komið er, að komast hjá því að stæra sig af árangrinum og vilji helst af öllu halda sig til hlés.
Héðan og þaðan Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira