Andri Ottesen hefur tekið við framkvæmdastjórastöðu Klaks nýsköpunarmiðstöðvar af Jóni Helga Egilssyni, sem tók við framkvæmdastjórn Seed Forum í Bandaríkjunum á dögunum.
Andri hefur kennt við Háskólann á Bifröst, Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og Háskóla Íslands. Hann var deildarstjóri fjárlagagerðar til atvinnumála í fjármálaráðuneytinu í sex ár, markaðsstjóri Hugrúnar ehf. og stjórnarformaður fjölda fyrirtækja.
Andri er með doktorsmenntun í rekstrarhagfræði frá International School of Management í París, MA-gráðu frá Otaru-viðskiptaskólanum í Japan, MBA-gráðu frá California State University og BA-gráðu í alþjóðaviðskiptum og erlendum málum frá sama skóla.