Jöfn og frjáls 9. maí 2007 06:00 Fyrir sekúndubroti af jarðlífssögunni höfðu konur ekki kosningarétt og stuttu áður aðeins fáeinir framámenn. Lýðræðið er þannig ekki náttúrulögmál, heldur viðkvæm áunnin réttindi, seinleg í framkvæmd, kostnaðarsöm og oft ósanngjörn fyrir marga. Allskyns gallar skjóta upp kollinum, til dæmis þegar ponsulítill flokkur kemst sífellt í oddaaðstöðu og fær völd langt umfram umboð. Samt er fátt eins spennandi og kjördagur. Eins og manneskja af annarri kynslóð er ég í hátíðarskapi frá morgni til kvölds, fer í skárri fötin og set á mig púður og varalit fyrir ferðalagið á kjörstað. Stemning sameiningar og náungakærleiks lyftir mér um stund á hærra plan, næstum eins og í vel heppnaðri landssöfnun fyrir góðu málefni. Mér tekst jafnvel að gleyma því að sumir hinna við kjörklefann hugsa sér mögulega að kjósa aðra flokka en ég. Svipaður hátíðarandi blæs lífi í vordaginn þegar Evróvisjónkeppnin fer fram þó ég sé ekki nógu mikill aðdáandi til að hafa séð hana samfellda síðustu áratugina. Þennan dag er samt upplagt að æsa upp keppnisskapið með því að raula íslenska lagið, bjóða hávaðasömum gestum með börn í Evróvisjonpartý, grilla eitthvað virkilega flókið og missa í látunum af sjálfri keppninni nema kannski eigin framlagi og fáeinum glefsum af annarra. Þegar maður hefur treyst á þessa tvo tyllidaga - kosningar og Evróvisjón - á vori síns tilbreytingarsnauða lífs, er auðvitað glæpsamlegt að svippa þeim saman í einn. Sama daginn þarf maður nú að punta sig, kjósa, taka á móti gestum, grilla baki brotnu og vera með hnút í maganum út af allskyns úrslitum. Þetta hljómar nú ekki mikið svona í einni setningu en getur verið virkilega lýjandi í framkvæmd. Svona eins og ef jólum og páskum væri steypt saman og fólk yrði að vinda sér beint úr pökkunum í páskaeggið. En þó svo - eða vegna þess - að Ségoléne Royal hafi ekki náð alla leið, Hillary Clinton eigi langan veg fyrir höndum, launamisrétti kynjanna sé enn eins og arfi í þjóðmenningunni og íslenskar konur verði í hæsta lagi millistjórnendur - þá getum við á laugardaginn nýtt gullið tækifæri til að kjósa fyrstu konuna sem forsætisráðherra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun
Fyrir sekúndubroti af jarðlífssögunni höfðu konur ekki kosningarétt og stuttu áður aðeins fáeinir framámenn. Lýðræðið er þannig ekki náttúrulögmál, heldur viðkvæm áunnin réttindi, seinleg í framkvæmd, kostnaðarsöm og oft ósanngjörn fyrir marga. Allskyns gallar skjóta upp kollinum, til dæmis þegar ponsulítill flokkur kemst sífellt í oddaaðstöðu og fær völd langt umfram umboð. Samt er fátt eins spennandi og kjördagur. Eins og manneskja af annarri kynslóð er ég í hátíðarskapi frá morgni til kvölds, fer í skárri fötin og set á mig púður og varalit fyrir ferðalagið á kjörstað. Stemning sameiningar og náungakærleiks lyftir mér um stund á hærra plan, næstum eins og í vel heppnaðri landssöfnun fyrir góðu málefni. Mér tekst jafnvel að gleyma því að sumir hinna við kjörklefann hugsa sér mögulega að kjósa aðra flokka en ég. Svipaður hátíðarandi blæs lífi í vordaginn þegar Evróvisjónkeppnin fer fram þó ég sé ekki nógu mikill aðdáandi til að hafa séð hana samfellda síðustu áratugina. Þennan dag er samt upplagt að æsa upp keppnisskapið með því að raula íslenska lagið, bjóða hávaðasömum gestum með börn í Evróvisjonpartý, grilla eitthvað virkilega flókið og missa í látunum af sjálfri keppninni nema kannski eigin framlagi og fáeinum glefsum af annarra. Þegar maður hefur treyst á þessa tvo tyllidaga - kosningar og Evróvisjón - á vori síns tilbreytingarsnauða lífs, er auðvitað glæpsamlegt að svippa þeim saman í einn. Sama daginn þarf maður nú að punta sig, kjósa, taka á móti gestum, grilla baki brotnu og vera með hnút í maganum út af allskyns úrslitum. Þetta hljómar nú ekki mikið svona í einni setningu en getur verið virkilega lýjandi í framkvæmd. Svona eins og ef jólum og páskum væri steypt saman og fólk yrði að vinda sér beint úr pökkunum í páskaeggið. En þó svo - eða vegna þess - að Ségoléne Royal hafi ekki náð alla leið, Hillary Clinton eigi langan veg fyrir höndum, launamisrétti kynjanna sé enn eins og arfi í þjóðmenningunni og íslenskar konur verði í hæsta lagi millistjórnendur - þá getum við á laugardaginn nýtt gullið tækifæri til að kjósa fyrstu konuna sem forsætisráðherra á Íslandi.