Ellert skallar kirkjuna Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 4. maí 2007 06:00 Ekki veit ég hve oft Ellert B.Schram skallaði í mark á fótboltaferli sínum en löngunin til að skora hefur fylgt honum yfir á annan vettvang eins og vænta má um keppnismann. Hann hefur oft skrifað greinar sem hafa hitt í mark en pistill hans hér í blaðinu laugardaginn 28. apríl, Jafnir gagnvart Guði?, geigaði. Þar þrumar hann í íslensku þjóðkirkjuna, spyr hvort hún sé stödd á miðöldum, í heimi afturhalds, fordóma og fávísi og sakar hana um að útskúfa fólki og ganga erinda ranglætis og ójafnaðar. Tilefni skotahrinunnar var niðurstaða prestastefnu á Húsavík sem studdi ályktun kenninganefndar um staðfesta samvist samkynhneigðra og opinbera blessun þeim til handa. Ný kirkjuleg athöfn, hliðstæð hjónavígslu en sniðin að þörfum samkynhneigðra, hefur verið viðhöfð til reynslu innan sænsku kirkjunnar um eins til tveggja ára skeið. Íslenskað form hennar var kynnt á Húsavík til frekari umræðu í sumar en verður lagt fyrir Kirkjuþing næsta haust til samþykktar. Sama form, þrír valmöguleikar, var kynnt á almennum fundi í Reykjavíkurprófastsdæmum seint í vetur við jákvæðar undirtektir. Þetta ferli mun allt vera samkvæmt vinnureglum þjóðkirkjunnar og er ætlað að stuðla að víðtækri lýðræðislegri umræðu meðal lærðra og leikra áður en komist er að niðurstöðu um þetta vandmeðfarna mál. Reyksprengja inn í samkundunaNokkur hópur guðfræðinga sættir sig ekki við þetta lýðræðislega verklag og bar fram tillögu um að ríkisstjórnin yrði hvött til þess að taka fram fyrir hendurnar á biskupi og yfirstjórn kirkjunnar með setningu nýrra hjúskaparlaga. Þar með var friðurinn úti. Á sama tíma og íslenska þjóðkirkjan hefur skipað sér í hóp trúfélaga í heiminum sem lengst hafa gengið til móts við kröfur samkynhneigðra, viðurkennt rétt þeirra til fjölskyldustofnunar og á ekki nema hálfs árs vinnu eftir til þess að geta boðið upp á opinberar blessunar- eða vígsluathafnir, var reyksprengju varpað inn í samkunduna. Almenningur sér ekki til að greina rétt frá röngu, fréttamenn bregðast upplýsingaskyldu sinni og uppgjafafótboltakappi dúndrar í kirkjuna. Hræsni vandlætaransNú vill svo til að fram á haustið 2006 var Ellert B. Schram forseti Íþrótasambands Íslands og gegndi því embætti um 16 ára skeið. Ef hann hefði haft raunverulegan áhuga á því að bæta stöðu samkynhneigðra þá var honum í lófa lagið að gera það innan vébanda ÍSÍ. Sendimaður alþjóðlegra samtaka samkynhneigðra afreksmanna í íþróttum, Out Proud Olympians, hefur skýrt frá því í fjölmiðlum að í engum félagsskap sé hómófóbían á hærra stigi en innan íþróttahreyfingarinnar. Þar hefur fátt verið gert til þess að vinna gegn fordómum. Um misréttið sem konur í íþróttum búa við verður ekki rætt að sinni. Aðeins vakin athygli á hrænsni vandlætarans. Skalli, skalla sjálfan þig. Allir jafnir fyrir guðiTalsverður fjöldi samkynhneigðra er virkur innan kirkjunnar og tekur þátt í öllu hennar starfi og athöfnum, prestar, tónlistarfólk, sjálfboðaliðar og almennir kirkjugestir. Boðskapur Páls til safnaðarins er leiðarljósið: „Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona.“ „Þér eruð allir Guðs börn.“ Það sem deilt er um er skilgreiningin á hjónabandinu, sem frá bernskuskeiði mannsins hefur verið sáttmáli karls og konu um gagnkvæma ábyrgð og viðhald eigin ættar og tegundarinnar. Sá skilningur er sameiginlegur helstu trúarbrögðum heims og veraldarvaldið hefur víðast verið sama sinnis. Það þarf enga kirkjuvígslu til að fullgilda hjónaband. Frá því fyrir ári eru þrjú form jafnrétthárrar sambúðar tryggð að íslenskum lögum hvort sem menn telja sig standa frammi fyrir guði eða mönnum: 1) Hjónaband karls og konu, stofnað í kirkju eða hjá sýslumanni. 2) Óvígð sambúð, skráð hjá hagstofunni. 3) Samvist samkynhneigðra para, staðfest af sýslumanni, blessuð af presti sé þess óskað. Frá og með næsta Kirkjuþingi getur þjóðkirkjan að líkindum boðið opinbera blessunarathöfn sem kann að þróast í löggjörning. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Jóhannesdóttir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Ekki veit ég hve oft Ellert B.Schram skallaði í mark á fótboltaferli sínum en löngunin til að skora hefur fylgt honum yfir á annan vettvang eins og vænta má um keppnismann. Hann hefur oft skrifað greinar sem hafa hitt í mark en pistill hans hér í blaðinu laugardaginn 28. apríl, Jafnir gagnvart Guði?, geigaði. Þar þrumar hann í íslensku þjóðkirkjuna, spyr hvort hún sé stödd á miðöldum, í heimi afturhalds, fordóma og fávísi og sakar hana um að útskúfa fólki og ganga erinda ranglætis og ójafnaðar. Tilefni skotahrinunnar var niðurstaða prestastefnu á Húsavík sem studdi ályktun kenninganefndar um staðfesta samvist samkynhneigðra og opinbera blessun þeim til handa. Ný kirkjuleg athöfn, hliðstæð hjónavígslu en sniðin að þörfum samkynhneigðra, hefur verið viðhöfð til reynslu innan sænsku kirkjunnar um eins til tveggja ára skeið. Íslenskað form hennar var kynnt á Húsavík til frekari umræðu í sumar en verður lagt fyrir Kirkjuþing næsta haust til samþykktar. Sama form, þrír valmöguleikar, var kynnt á almennum fundi í Reykjavíkurprófastsdæmum seint í vetur við jákvæðar undirtektir. Þetta ferli mun allt vera samkvæmt vinnureglum þjóðkirkjunnar og er ætlað að stuðla að víðtækri lýðræðislegri umræðu meðal lærðra og leikra áður en komist er að niðurstöðu um þetta vandmeðfarna mál. Reyksprengja inn í samkundunaNokkur hópur guðfræðinga sættir sig ekki við þetta lýðræðislega verklag og bar fram tillögu um að ríkisstjórnin yrði hvött til þess að taka fram fyrir hendurnar á biskupi og yfirstjórn kirkjunnar með setningu nýrra hjúskaparlaga. Þar með var friðurinn úti. Á sama tíma og íslenska þjóðkirkjan hefur skipað sér í hóp trúfélaga í heiminum sem lengst hafa gengið til móts við kröfur samkynhneigðra, viðurkennt rétt þeirra til fjölskyldustofnunar og á ekki nema hálfs árs vinnu eftir til þess að geta boðið upp á opinberar blessunar- eða vígsluathafnir, var reyksprengju varpað inn í samkunduna. Almenningur sér ekki til að greina rétt frá röngu, fréttamenn bregðast upplýsingaskyldu sinni og uppgjafafótboltakappi dúndrar í kirkjuna. Hræsni vandlætaransNú vill svo til að fram á haustið 2006 var Ellert B. Schram forseti Íþrótasambands Íslands og gegndi því embætti um 16 ára skeið. Ef hann hefði haft raunverulegan áhuga á því að bæta stöðu samkynhneigðra þá var honum í lófa lagið að gera það innan vébanda ÍSÍ. Sendimaður alþjóðlegra samtaka samkynhneigðra afreksmanna í íþróttum, Out Proud Olympians, hefur skýrt frá því í fjölmiðlum að í engum félagsskap sé hómófóbían á hærra stigi en innan íþróttahreyfingarinnar. Þar hefur fátt verið gert til þess að vinna gegn fordómum. Um misréttið sem konur í íþróttum búa við verður ekki rætt að sinni. Aðeins vakin athygli á hrænsni vandlætarans. Skalli, skalla sjálfan þig. Allir jafnir fyrir guðiTalsverður fjöldi samkynhneigðra er virkur innan kirkjunnar og tekur þátt í öllu hennar starfi og athöfnum, prestar, tónlistarfólk, sjálfboðaliðar og almennir kirkjugestir. Boðskapur Páls til safnaðarins er leiðarljósið: „Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona.“ „Þér eruð allir Guðs börn.“ Það sem deilt er um er skilgreiningin á hjónabandinu, sem frá bernskuskeiði mannsins hefur verið sáttmáli karls og konu um gagnkvæma ábyrgð og viðhald eigin ættar og tegundarinnar. Sá skilningur er sameiginlegur helstu trúarbrögðum heims og veraldarvaldið hefur víðast verið sama sinnis. Það þarf enga kirkjuvígslu til að fullgilda hjónaband. Frá því fyrir ári eru þrjú form jafnrétthárrar sambúðar tryggð að íslenskum lögum hvort sem menn telja sig standa frammi fyrir guði eða mönnum: 1) Hjónaband karls og konu, stofnað í kirkju eða hjá sýslumanni. 2) Óvígð sambúð, skráð hjá hagstofunni. 3) Samvist samkynhneigðra para, staðfest af sýslumanni, blessuð af presti sé þess óskað. Frá og með næsta Kirkjuþingi getur þjóðkirkjan að líkindum boðið opinbera blessunarathöfn sem kann að þróast í löggjörning. Höfundur er rithöfundur.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun