Þegar múrinn féll 3. maí 2007 06:30 Listahjónin Dreyman og Christa Maria eru undir eftirliti hjá Stasi þegar fall Berlínarmúrsins virðist vera á næsta leiti. Græna ljósið tekur til sýningar um helgina þýsku myndina Líf hinna eða Das Leben der Anderen en hún hlaut Óskarsverðlaun sem besta erlenda myndin fyrr á árinu. Að venju býður Græna ljósið félögum í kvikmyndaklúbbnum sínum frítt á myndina um opnunarhelgina en þeir fá sendan miðakvóta á föstudaginn sem þeir geta notað á midi.is. Líf hinna gerist á árunum 1984 til 1991 í Austur-Berlín. Stjórnvöld Austur-Þýskalands finna fyrir einhverjum losarabrag í alþýðulýðveldinu og ákveða að hefja stóra njósnaherferð á hendur borgurum landsins. Tilgangurinn er að vita allt um líf hinna. Öryggislögreglunni illræmdu Stasi er falið að sjá um verkefnið og er talið að yfir njósnað hafi verið um 200 þúsund borgara með einum eða öðrum hætti á þessum tíma. Hershöfðingjanum Gerd Wiesler er falið að fylgjast með leikritaskáldinu Georg Dreyman og eiginkonu hans, leikkonunni Christa-Maria Sieland. Í fyrstu virðist leikritaskáldið vera föðurlandsvinur en það breytist fljótt þegar hann kemst á snoðir um að eiginkonu hans hafi verið þröngvað í kynlífssamband við ráðherra í ríkisstjórninni. Og ekki batnar ástandið þegar góðvinur hans fremur sjálfsmorð eftir að hafa verið á „svörtum lista“ stjórnvalda. Dreyman ákveður því að skrifa grein í Der Spiegel þar sem hann hyggst svipta hulunni af því ömurlega lífi sem þegnarnir búa við austan megin múrsins. Ulrich Muhe, Sebastian Koch og Martina Gedeck sem leika aðalhlutverkin í myndinni en henni er leikstýrt af Florian Henckel von Donnersmarck. Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Græna ljósið tekur til sýningar um helgina þýsku myndina Líf hinna eða Das Leben der Anderen en hún hlaut Óskarsverðlaun sem besta erlenda myndin fyrr á árinu. Að venju býður Græna ljósið félögum í kvikmyndaklúbbnum sínum frítt á myndina um opnunarhelgina en þeir fá sendan miðakvóta á föstudaginn sem þeir geta notað á midi.is. Líf hinna gerist á árunum 1984 til 1991 í Austur-Berlín. Stjórnvöld Austur-Þýskalands finna fyrir einhverjum losarabrag í alþýðulýðveldinu og ákveða að hefja stóra njósnaherferð á hendur borgurum landsins. Tilgangurinn er að vita allt um líf hinna. Öryggislögreglunni illræmdu Stasi er falið að sjá um verkefnið og er talið að yfir njósnað hafi verið um 200 þúsund borgara með einum eða öðrum hætti á þessum tíma. Hershöfðingjanum Gerd Wiesler er falið að fylgjast með leikritaskáldinu Georg Dreyman og eiginkonu hans, leikkonunni Christa-Maria Sieland. Í fyrstu virðist leikritaskáldið vera föðurlandsvinur en það breytist fljótt þegar hann kemst á snoðir um að eiginkonu hans hafi verið þröngvað í kynlífssamband við ráðherra í ríkisstjórninni. Og ekki batnar ástandið þegar góðvinur hans fremur sjálfsmorð eftir að hafa verið á „svörtum lista“ stjórnvalda. Dreyman ákveður því að skrifa grein í Der Spiegel þar sem hann hyggst svipta hulunni af því ömurlega lífi sem þegnarnir búa við austan megin múrsins. Ulrich Muhe, Sebastian Koch og Martina Gedeck sem leika aðalhlutverkin í myndinni en henni er leikstýrt af Florian Henckel von Donnersmarck.
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira