Hörð barátta á netinu 2. maí 2007 00:01 Fortune | Tæknigaukar í Bandaríkjunum eru sagðir hafa rekið upp stór augu þegar netfyrirtækið Yahoo keypti 80 prósenta hlut í litlu netfyrirtæki í New York, Right Media, sem sérhæfir sig í gerð netauglýsinga og markaðssetningu á netinu, fyrir litlar 680 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 43,8 milljarða íslenskra króna. Þetta þýðir ennfremur að markaðsverðmæti fyrirtækisins hefur margfaldast á fáum mánuðum og hleypur nú á tugum milljarða króna. Bandaríska viðskiptatímaritið Fortunes segir verðmiða sem þennan vissulega út í bláinn en bætir því við að þetta virðist vera stefnan sem netrisarnir séu að taka vestanhafs; þeir greiði hvaða verð sem er til að koma í veg fyrir að samkeppnisaðilinn nái forskoti á netmarkaðnum. Í tilfelli Yahoo er samkeppnisaðilinn netfyrirtækið Google, sem á dögunum velti gosdrykkjarisanum Coca Cola úr toppsætinu sem verðmætasta fyrirtæki í heimi. Hlutabréfin að klárast Economist | Þeir sem hug hafa á því að fjárfesta í hlutabréfum í Bandaríkjunum verða að gera það eins fljótt og auðið er, annars eiga þeir á hættu að engin bréf verði eftir á hlutabréfamarkaðnum. Þetta er ekki vegna mikils áhuga annarra fjárfesta vestanhafs heldur vegna viðamikilla kaupa fyrirtækja á eigin bréfum. Breska vikuritið Economist greinir frá því í nýjasta tölublaði sínu að uppkaup fyrirtækja á eigin bréfum nemi að meðaltali sex prósentum á ársgrundvelli og hafi aldrei verið meiri. Þessi miklu uppkaup eru gerð í skjóli methagnaðar fyrirtækjanna. Afleiðingarnar eru hins vegar þær að grynnkar á sjóðum félaganna. Helstu hlutabréfavísitölur vestanhafs hafa ekki farið varhluta af þessum uppkaupum fyrirtækjanna því nokkrar þeirra, ekki síst Dow Jones, hafa slegið hvert metið á fætur öðru. Héðan og þaðan Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Sjá meira
Fortune | Tæknigaukar í Bandaríkjunum eru sagðir hafa rekið upp stór augu þegar netfyrirtækið Yahoo keypti 80 prósenta hlut í litlu netfyrirtæki í New York, Right Media, sem sérhæfir sig í gerð netauglýsinga og markaðssetningu á netinu, fyrir litlar 680 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 43,8 milljarða íslenskra króna. Þetta þýðir ennfremur að markaðsverðmæti fyrirtækisins hefur margfaldast á fáum mánuðum og hleypur nú á tugum milljarða króna. Bandaríska viðskiptatímaritið Fortunes segir verðmiða sem þennan vissulega út í bláinn en bætir því við að þetta virðist vera stefnan sem netrisarnir séu að taka vestanhafs; þeir greiði hvaða verð sem er til að koma í veg fyrir að samkeppnisaðilinn nái forskoti á netmarkaðnum. Í tilfelli Yahoo er samkeppnisaðilinn netfyrirtækið Google, sem á dögunum velti gosdrykkjarisanum Coca Cola úr toppsætinu sem verðmætasta fyrirtæki í heimi. Hlutabréfin að klárast Economist | Þeir sem hug hafa á því að fjárfesta í hlutabréfum í Bandaríkjunum verða að gera það eins fljótt og auðið er, annars eiga þeir á hættu að engin bréf verði eftir á hlutabréfamarkaðnum. Þetta er ekki vegna mikils áhuga annarra fjárfesta vestanhafs heldur vegna viðamikilla kaupa fyrirtækja á eigin bréfum. Breska vikuritið Economist greinir frá því í nýjasta tölublaði sínu að uppkaup fyrirtækja á eigin bréfum nemi að meðaltali sex prósentum á ársgrundvelli og hafi aldrei verið meiri. Þessi miklu uppkaup eru gerð í skjóli methagnaðar fyrirtækjanna. Afleiðingarnar eru hins vegar þær að grynnkar á sjóðum félaganna. Helstu hlutabréfavísitölur vestanhafs hafa ekki farið varhluta af þessum uppkaupum fyrirtækjanna því nokkrar þeirra, ekki síst Dow Jones, hafa slegið hvert metið á fætur öðru.
Héðan og þaðan Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Sjá meira