Menningar-verðmæti 26. apríl 2007 00:01 Það er einfalt að vera vitur eftir á. Látinn vinur eða ættingi kallar á söknuð þótt maður hafi kannski sjaldan nennt að heimsækja hann í lifanda lífi, náttúra verður að ómetanlegri náttúruperlu þegar búið er að byggja stíflu ofan á hana og brunnir kofar sem enginn pældi í eru allt í einu orðnir svakaleg menningarverðmæti sem verður að endurbyggja í upphaflegri mynd vegna sögulegs gildis. Hornið sem brann var orðið eins og rotin tönn í andliti Reykjavíkur. Rúnturinn silast framhjá og einu sinni sá ég ógæfumann míga þarna á rafmagnskassa um hábjartan dag. Fyrst tönnin brann úr er upplagt að setja nýja tönn í og hún þarf ekki endilega að vera alveg eins og sú gamla. Þar sem ég stóð uppi á Arnarhóli og leit yfir rústirnar sá ég fyrir mér glæsilegan glerskála sem teygði sig yfir allt þetta svæði. Í senn kaffihús og tónleikastaður, gríðarleg lífæð í hjarta borgarinnar. Kannski væri þó bílabíó betri hugmynd því við nennum svo sjaldan úr bílunum. Rúnturinn jókst til muna eftir að það kom eitthvað til að skoða - þ.e.a.s. brunarústirnar - svo kannski er hugmynd að brenna kofa reglulega fyrir almenning. Í Liverpool eru æskuheimili Bítlanna í eigu borgarinnar og þúsundir manna góna vikulega á gluggana þar sem fyrir ekki svo löngu síðan mátti sjá tvo stráka bregða fyrir glamrandi á gítara. Þar kveiktu menn ekki strax á menningarverðmætunum og Cavern-klúbburinn goðsagnakenndi var nánast rústir einar þegar framsýnir menn endurbyggðu hann á 9. áratugnum. Ég fór að gráta þegar ég stóð fyrir framan endurbyggt sviðið - það kalla ég menningarverðmæti. Trampe greifi var ekki í Bítlunum en örþjóðin verður að sætta sig við það sem hún hefur. Gáfulegt væri að hlúa strax að menningarverðmætum framtíðar. Þannig ætti íbúð Megasar á Þórsgötu strax að fara á minjaskrá og líka fyrrverandi íbúð Bubba á Eiðistorgi. Einnig þarf að athuga staði sem tengjast Björk, Eiði Smára og Sigur Rós. Eða hvað munu framtíðaríbúar lýðveldisins annars telja menningarverðmæti? Kannski Smáralind og Kringluna? Þarf ekki strax að friðlýsa þau mannvirki? Þetta eru jú þeir staðir sem almenningur elskar einna mest og fjölmennir í árið um kring. Verum nú vitur fram í tímann, ekki bara eftir á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Það er einfalt að vera vitur eftir á. Látinn vinur eða ættingi kallar á söknuð þótt maður hafi kannski sjaldan nennt að heimsækja hann í lifanda lífi, náttúra verður að ómetanlegri náttúruperlu þegar búið er að byggja stíflu ofan á hana og brunnir kofar sem enginn pældi í eru allt í einu orðnir svakaleg menningarverðmæti sem verður að endurbyggja í upphaflegri mynd vegna sögulegs gildis. Hornið sem brann var orðið eins og rotin tönn í andliti Reykjavíkur. Rúnturinn silast framhjá og einu sinni sá ég ógæfumann míga þarna á rafmagnskassa um hábjartan dag. Fyrst tönnin brann úr er upplagt að setja nýja tönn í og hún þarf ekki endilega að vera alveg eins og sú gamla. Þar sem ég stóð uppi á Arnarhóli og leit yfir rústirnar sá ég fyrir mér glæsilegan glerskála sem teygði sig yfir allt þetta svæði. Í senn kaffihús og tónleikastaður, gríðarleg lífæð í hjarta borgarinnar. Kannski væri þó bílabíó betri hugmynd því við nennum svo sjaldan úr bílunum. Rúnturinn jókst til muna eftir að það kom eitthvað til að skoða - þ.e.a.s. brunarústirnar - svo kannski er hugmynd að brenna kofa reglulega fyrir almenning. Í Liverpool eru æskuheimili Bítlanna í eigu borgarinnar og þúsundir manna góna vikulega á gluggana þar sem fyrir ekki svo löngu síðan mátti sjá tvo stráka bregða fyrir glamrandi á gítara. Þar kveiktu menn ekki strax á menningarverðmætunum og Cavern-klúbburinn goðsagnakenndi var nánast rústir einar þegar framsýnir menn endurbyggðu hann á 9. áratugnum. Ég fór að gráta þegar ég stóð fyrir framan endurbyggt sviðið - það kalla ég menningarverðmæti. Trampe greifi var ekki í Bítlunum en örþjóðin verður að sætta sig við það sem hún hefur. Gáfulegt væri að hlúa strax að menningarverðmætum framtíðar. Þannig ætti íbúð Megasar á Þórsgötu strax að fara á minjaskrá og líka fyrrverandi íbúð Bubba á Eiðistorgi. Einnig þarf að athuga staði sem tengjast Björk, Eiði Smára og Sigur Rós. Eða hvað munu framtíðaríbúar lýðveldisins annars telja menningarverðmæti? Kannski Smáralind og Kringluna? Þarf ekki strax að friðlýsa þau mannvirki? Þetta eru jú þeir staðir sem almenningur elskar einna mest og fjölmennir í árið um kring. Verum nú vitur fram í tímann, ekki bara eftir á.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun