Leikur að læra... líka í MBA-námi 18. apríl 2007 00:01 Siggeir Vilhjálmsson, Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir og Atli Björn Bragason, nemendur í MBA-námi við Háskóla Íslands, spá í næsta leik. MYND/Heiða Nemendur í rekstrarstjórnun MBA-náms í Háskóla Íslands hafa á þessari önn sökkt sér ofan í tölvuleiki af sömu ákefð og leikjaglaðir unglingar. Skemmtun er þó ekki aðalhugmyndin að baki þeirra leikjum. Hún fylgir frekar með í kaupunum, í einhverjum tilfellum að minnsta kosti. Tilefnið er samkeppni hópa á milli í rekstrarstjórnun í MBA-námi í Háskóla Íslands. „Það skemmtilegasta við að nota leiki við kennslu er að það virkar svo hvetjandi á nemendur,“ segir Ingjaldur Hannibalsson, prófessor í rekstrarstjórnun við Háskóla Íslands. „Þar að auki eykur það samstillingu milli hópmeðlima að vinna að sameiginlegu markmiði.“ Leikir eru títt notaðir í bandarískum háskólum við kennslu í rekstrarstjórnun, að sögn Ingjalds. Hönnuður leiksins sem notaður er í Háskóla Íslands byrjaði að þróa hugmyndina þegar hann var kennari við Stanford-háskóla. Eftir að hafa séð hversu vel hún reyndist stofnaði hann fyrirtæki sem hann rekur nú undir nafninu Littlefield Technologies og tileinkað er leikjum til kennslu. Þúsundir nemenda víðs vegar um heim hafa nýtt sér kosti leikjanna. Á heimasíðu fyrirtækisins er verksmiðjuhermir sem nemendurnir nýta. Þeir keppa í hópum um hver nær bestum árangri við stýringu framleiðslumagns og birgðastýringu miðað við breytilega eftirspurn. Allt er þetta spurning um að hámarka hagnað með sem minnstum tilkostnaði. „Þetta er mun meira hvetjandi aðferð en að reikna dæmi upp úr kennslubók. Þar að auki er engin ein leið rétt í rekstrarstjórnun. Það hversu vel nemendur ná að stýra ferlinu í leiknum sýnir þeim svart á hvítu hversu góðir rekstrarstjórnendur þeir eru,“ segir Ingjaldur. Nemendur sem blaðamaður Markaðurins hitti voru Ingjaldi sammála um ágæti leiksins. Sögðu þeir aðferðirnar sambærilegar við þær sem notaðar eru í alvöru rekstri. Verkefnið snerist um að nýta fjármagn með þeim hætti að úr því næðist sem mest arðsemi. Þeir viðurkenndu að grimm samkeppni hefði ríkt hópa á milli á meðan á leikjunum stóð og mikil leynd ríkt um leikaðferðir. Þannig er það líka í raunheimum eins og nemendurnir þekkja enda búa langflestir MBA-nema yfir töluverðri starfsreynslu. Héðan og þaðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Nemendur í rekstrarstjórnun MBA-náms í Háskóla Íslands hafa á þessari önn sökkt sér ofan í tölvuleiki af sömu ákefð og leikjaglaðir unglingar. Skemmtun er þó ekki aðalhugmyndin að baki þeirra leikjum. Hún fylgir frekar með í kaupunum, í einhverjum tilfellum að minnsta kosti. Tilefnið er samkeppni hópa á milli í rekstrarstjórnun í MBA-námi í Háskóla Íslands. „Það skemmtilegasta við að nota leiki við kennslu er að það virkar svo hvetjandi á nemendur,“ segir Ingjaldur Hannibalsson, prófessor í rekstrarstjórnun við Háskóla Íslands. „Þar að auki eykur það samstillingu milli hópmeðlima að vinna að sameiginlegu markmiði.“ Leikir eru títt notaðir í bandarískum háskólum við kennslu í rekstrarstjórnun, að sögn Ingjalds. Hönnuður leiksins sem notaður er í Háskóla Íslands byrjaði að þróa hugmyndina þegar hann var kennari við Stanford-háskóla. Eftir að hafa séð hversu vel hún reyndist stofnaði hann fyrirtæki sem hann rekur nú undir nafninu Littlefield Technologies og tileinkað er leikjum til kennslu. Þúsundir nemenda víðs vegar um heim hafa nýtt sér kosti leikjanna. Á heimasíðu fyrirtækisins er verksmiðjuhermir sem nemendurnir nýta. Þeir keppa í hópum um hver nær bestum árangri við stýringu framleiðslumagns og birgðastýringu miðað við breytilega eftirspurn. Allt er þetta spurning um að hámarka hagnað með sem minnstum tilkostnaði. „Þetta er mun meira hvetjandi aðferð en að reikna dæmi upp úr kennslubók. Þar að auki er engin ein leið rétt í rekstrarstjórnun. Það hversu vel nemendur ná að stýra ferlinu í leiknum sýnir þeim svart á hvítu hversu góðir rekstrarstjórnendur þeir eru,“ segir Ingjaldur. Nemendur sem blaðamaður Markaðurins hitti voru Ingjaldi sammála um ágæti leiksins. Sögðu þeir aðferðirnar sambærilegar við þær sem notaðar eru í alvöru rekstri. Verkefnið snerist um að nýta fjármagn með þeim hætti að úr því næðist sem mest arðsemi. Þeir viðurkenndu að grimm samkeppni hefði ríkt hópa á milli á meðan á leikjunum stóð og mikil leynd ríkt um leikaðferðir. Þannig er það líka í raunheimum eins og nemendurnir þekkja enda búa langflestir MBA-nema yfir töluverðri starfsreynslu.
Héðan og þaðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira