Á fjármálamarkaði hafa einhverjir haft af því áhyggjur að fjármagnsflótti brjótist út ef Vinstri græn komist til valda. Þessi ótti á rætur í fremur glannalegum yfirlýsingum um hverju sé fórnandi til að ná fram meiri jöfnuði í samfélaginu, þar sem flutningi banka úr landi hefur verið til fórnandi.
Hræðslumönnum til huggunar má benda á að hugsanlegt er að hægt sé að koma forystumönnum Vinstri grænna í skilning um grundvallarlögmál hagfræðinnar. Þannig eru tvö börn þingmanna flokksins mjög frambærilegir hagfræðingar sem vinna hjá Kaupþingi, stærsta banka landsins; sonur Jóns Bjarnasonar og dóttir Ögmundar Jónassonar.
Leiðsögn til feðranna er því fyrir hendi, en spurning hvort þarna séu dúfur úr hrafnseggi og þar með lítils skilnings að vænta.