Misráðin Simpson-talsetning 16. apríl 2007 10:15 Steinn Ármann er ekki par hrifinn af því að verið sé að talsetja Simpsons-fjölskylduna. „Ég held að þetta verði eitthvað hálf útvatnað og það er ekki gáfulegt að láta misgóða íslenska leikara klæmast á þessu,“ segir Steinn Ármann Magnússon, spurður um hvernig honum lítist á íslenska talsetningu Simpsons-kvikmyndarinnar. Hann er mikill aðdáandi sjónvarpsþáttanna en Radíusbræðurnir góðkunnu fóru aldrei leynt með að húmor þeirra hefði mótast af áhorfi á ævintýri Hómers og fjölskyldu. „Mér finnst þættirnir nú ekki vera það mikið barnaefni að þetta sé nauðsynlegt,“ bætir Steinn við. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í vikunni þá verður kvikmynd um gulu fjölskylduna frá Springfield heimsfrumsýnd á Íslandi í sumar. Og til stendur að talsetja myndina. Þetta hefur hins vegar mælst misjafnlega vel fyrir hjá aðdáendum Simpsons-fjölskyldunnar og víða á netinu má sjá netverja segja sitt álit á þessu. Á íslensku Vafalítið verður forvitnilegt að heyra hvernig hið víðfræga orðatiltæki „eat my shorts“ kemur til með að hljóma á íslensku. Steinn Ármann viðurkennir þó að hann hafi verið prófaður fyrir hlutverk fjölskylduföðurins misgáfulega en ekki fengið. „Það breytir því ekki að mér finnst þetta óþarfi,“ segir hann. Steinn segir að raddir þeirra persóna sem birtast í þættinum séu afrakstur áratugalangrar persónusköpunar. Það séu ekki síst þær sem hafi gert þáttinn að því sem hann er enda séu þeir ekkert sérstaklega vel teiknaðir. „Simpsons er ekkert Disney,“ lýsir Steinn yfir. Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Ég held að þetta verði eitthvað hálf útvatnað og það er ekki gáfulegt að láta misgóða íslenska leikara klæmast á þessu,“ segir Steinn Ármann Magnússon, spurður um hvernig honum lítist á íslenska talsetningu Simpsons-kvikmyndarinnar. Hann er mikill aðdáandi sjónvarpsþáttanna en Radíusbræðurnir góðkunnu fóru aldrei leynt með að húmor þeirra hefði mótast af áhorfi á ævintýri Hómers og fjölskyldu. „Mér finnst þættirnir nú ekki vera það mikið barnaefni að þetta sé nauðsynlegt,“ bætir Steinn við. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í vikunni þá verður kvikmynd um gulu fjölskylduna frá Springfield heimsfrumsýnd á Íslandi í sumar. Og til stendur að talsetja myndina. Þetta hefur hins vegar mælst misjafnlega vel fyrir hjá aðdáendum Simpsons-fjölskyldunnar og víða á netinu má sjá netverja segja sitt álit á þessu. Á íslensku Vafalítið verður forvitnilegt að heyra hvernig hið víðfræga orðatiltæki „eat my shorts“ kemur til með að hljóma á íslensku. Steinn Ármann viðurkennir þó að hann hafi verið prófaður fyrir hlutverk fjölskylduföðurins misgáfulega en ekki fengið. „Það breytir því ekki að mér finnst þetta óþarfi,“ segir hann. Steinn segir að raddir þeirra persóna sem birtast í þættinum séu afrakstur áratugalangrar persónusköpunar. Það séu ekki síst þær sem hafi gert þáttinn að því sem hann er enda séu þeir ekkert sérstaklega vel teiknaðir. „Simpsons er ekkert Disney,“ lýsir Steinn yfir.
Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira