Að tyfta eigin frambjóðendur Einar K. Guðfinnsson skrifar 15. apríl 2007 05:00 Lífið er svo margbreytilegt, af því það kemur manni sífellt á óvart. Sumt er fyrirsjáanlegt í lífinu, en stöðugt koma upp ný tilvik og það eykur fjölbreytnina. Þetta hefur gerst núna, þegar Samfylkingin birti áherslur í efnahagsmálum, með mikilli kynningu þar sem einn reyndasti hagfræðingur okkar og efnahagsráðgjafi ótölulegra ríkisstjórna, kynnti áherslur í nýju riti Samfylkingarinnar um stöðu og horfur í efnhagsmálum. Leiðarstefið er “aukið almennt aðhald í efnahagsstjórninni”. Þetta er skýrt og þýðir í raun minni útgjöld, nema vitaskuld að ætlunin sé að hækka skatta, sem aldrei hefur þó komið fram í beinum tillögum flokksins. Raunar er sérstaklega tekið fram í umfjöllun um tillögurnar, að skattar eigi ekki að hækka. Það er því ljóst að krafan um aukið aðhald, felur í sér fyrirheit um lægri útgjöld. Þetta er áhugavert. Það sem er svo athyglisvert við þessa stefnumótun, sem flokkurinn kynnir undir merkjum sínum, er sú staðreynd að hún er algjörlega á skjön við málflutning frambjóðenda flokksins þessi dægrin. Við sjáum til dæmis í Norðvesturkjördæmi breiðsíður og opnuviðtöl við frambjóðendur þar sem þeir lofa öllu fögru í stórum málaflokkum. Það er greinilegt að hugmyndirnar um aukið almennt efnahagsaðhald hafa ekki borist þeim til eyrna. Milljarðaloforð í samgöngumálum eru borin fram með álíka áreynslu og þegar vatn er drukkið. Félagar þeirra í öðrum landsbyggðarkjördæmum, virðast litlir eftirbátar að þessu leyti, samkvæmt frásögnum fjölmiðla og blaðagreinum. Á fundum eru kynntar áherslur í fjárfrekum málaflokkum þar sem án hiks er lagt til að stórauka útgjöld ríkisins, svo nemur milljörðum og milljarðatugum. Í eldhúsdagsumræðunni við þinglok mætti þingmaður flokksins til leiks með langan, digran og rándýran loforðalista. Sjálfur varaformaður flokksins eru svo heppinn að á sömu dagblaðsopnu og greint er frá hinni nýju aðhaldsstefnu flokksins í efnahagsmálum, kynnir hann milljarða loforðalista í átta tölusettum liðum, sem er augljóslega gjörsamlega á skjön við hina nýju efnahagssgtefnu flokksins. Hér hefur það því gerst, sem er mikið nýmæli í stjórnmálum, að flokkur hefur sett fram stefnu, sem augljóslega er ætlað að tyfta málflutning frambjóðendanna. Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Lífið er svo margbreytilegt, af því það kemur manni sífellt á óvart. Sumt er fyrirsjáanlegt í lífinu, en stöðugt koma upp ný tilvik og það eykur fjölbreytnina. Þetta hefur gerst núna, þegar Samfylkingin birti áherslur í efnahagsmálum, með mikilli kynningu þar sem einn reyndasti hagfræðingur okkar og efnahagsráðgjafi ótölulegra ríkisstjórna, kynnti áherslur í nýju riti Samfylkingarinnar um stöðu og horfur í efnhagsmálum. Leiðarstefið er “aukið almennt aðhald í efnahagsstjórninni”. Þetta er skýrt og þýðir í raun minni útgjöld, nema vitaskuld að ætlunin sé að hækka skatta, sem aldrei hefur þó komið fram í beinum tillögum flokksins. Raunar er sérstaklega tekið fram í umfjöllun um tillögurnar, að skattar eigi ekki að hækka. Það er því ljóst að krafan um aukið aðhald, felur í sér fyrirheit um lægri útgjöld. Þetta er áhugavert. Það sem er svo athyglisvert við þessa stefnumótun, sem flokkurinn kynnir undir merkjum sínum, er sú staðreynd að hún er algjörlega á skjön við málflutning frambjóðenda flokksins þessi dægrin. Við sjáum til dæmis í Norðvesturkjördæmi breiðsíður og opnuviðtöl við frambjóðendur þar sem þeir lofa öllu fögru í stórum málaflokkum. Það er greinilegt að hugmyndirnar um aukið almennt efnahagsaðhald hafa ekki borist þeim til eyrna. Milljarðaloforð í samgöngumálum eru borin fram með álíka áreynslu og þegar vatn er drukkið. Félagar þeirra í öðrum landsbyggðarkjördæmum, virðast litlir eftirbátar að þessu leyti, samkvæmt frásögnum fjölmiðla og blaðagreinum. Á fundum eru kynntar áherslur í fjárfrekum málaflokkum þar sem án hiks er lagt til að stórauka útgjöld ríkisins, svo nemur milljörðum og milljarðatugum. Í eldhúsdagsumræðunni við þinglok mætti þingmaður flokksins til leiks með langan, digran og rándýran loforðalista. Sjálfur varaformaður flokksins eru svo heppinn að á sömu dagblaðsopnu og greint er frá hinni nýju aðhaldsstefnu flokksins í efnahagsmálum, kynnir hann milljarða loforðalista í átta tölusettum liðum, sem er augljóslega gjörsamlega á skjön við hina nýju efnahagssgtefnu flokksins. Hér hefur það því gerst, sem er mikið nýmæli í stjórnmálum, að flokkur hefur sett fram stefnu, sem augljóslega er ætlað að tyfta málflutning frambjóðendanna. Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar