Stórhátíð í bíóhúsum 5. apríl 2007 10:30 Mr. Bean vinnur ferð til Suður-Frakklands þegar kvikmyndahátíðin í Cannes stendur sem hæst. Páskarnir eru á góðri leið með að verða stórhátíð fyrir kvikmyndahúsagesti. Og á því verður engin breyting að þessu sinni því alls verða fjórar kvikmyndir frumsýndar fyrir páska. Sambíóin taka til sýninga nýjustu kvikmyndina um Mr. Bean. Þetta hugarfóstur breska leikarans Rowans Atkinson hefur áður birst á hvíta tjaldinu en hann hefur skemmt sjónvarpsáhorfendum um allan heim með barnslegri og umfram allt klaufalegri einlægni sinni. Að þessu sinni heldur Mr. Bean til Cannes í frí sem hann vann hjá kirkjusöfnuði sínum og svo skemmtilega vill til að kvikmyndahátíðin fræga stendur akkúrat yfir á þessum tíma. Og varla þarf að taka fram að Mr. Bean setur sinn svip á hátíðina. Auk Atkinsons fer Willem Dafoe með eitt aðalhlutverkanna. Sambíóin taka einnig til sýninga hina kolsvörtu kómedíu Because I Said So sem skartar hinni síungu Diane Keaton í aðalhlutverki. Keaton leikur Daphne Wilder, sem hefur komið þremur dætrum sínum til manns. En það sem hún veit ekki er að afkvæmin eru orðin langþreytt á afskiptasemi móðurinnar. Með önnur helstu hlutverk fara þau Piper Perabo og Tom Everett Scott. Páskamyndin fyrir börnin er síðan teiknimyndin Úti er ævintýri en hún er gerð af sömu aðilum og færðu heimsbyggðinni græna skrýmslið Skrekk. Að þessu sinni hefur ævintýrið um Öskubusku verið fært í stílinn. Töframaðurinn sem ræður ríkjum í Ævintýraveröldinni er farinn í langþráð frí og nýtir stjúpmamman illa sér tækifærið og rænir völdum og íbúarnir, með Öskubusku fremsta í flokki, ákveða að ráðast gegn kvalara sínum. Að endingu er vert að minnast á stórmyndina Sunshine sem heimsfrumsýnd verður í Regnboganum og Smárabíói. Þetta er nýjasta mynd leikstjórans Dannys Boyle sem skaust upp á stjörnuhimininn með kvikmyndinni Trainspotting. Að þessu sinni veltir leikstjórinn fyrir sér hvað myndi gerast ef sjálf sólin myndi brenna upp. Myndin gerist árið 2057 en þá er hópur vísindamanna sendur út í geim til að koma í veg fyrir að sólin brenni upp. Mest lesið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Páskarnir eru á góðri leið með að verða stórhátíð fyrir kvikmyndahúsagesti. Og á því verður engin breyting að þessu sinni því alls verða fjórar kvikmyndir frumsýndar fyrir páska. Sambíóin taka til sýninga nýjustu kvikmyndina um Mr. Bean. Þetta hugarfóstur breska leikarans Rowans Atkinson hefur áður birst á hvíta tjaldinu en hann hefur skemmt sjónvarpsáhorfendum um allan heim með barnslegri og umfram allt klaufalegri einlægni sinni. Að þessu sinni heldur Mr. Bean til Cannes í frí sem hann vann hjá kirkjusöfnuði sínum og svo skemmtilega vill til að kvikmyndahátíðin fræga stendur akkúrat yfir á þessum tíma. Og varla þarf að taka fram að Mr. Bean setur sinn svip á hátíðina. Auk Atkinsons fer Willem Dafoe með eitt aðalhlutverkanna. Sambíóin taka einnig til sýninga hina kolsvörtu kómedíu Because I Said So sem skartar hinni síungu Diane Keaton í aðalhlutverki. Keaton leikur Daphne Wilder, sem hefur komið þremur dætrum sínum til manns. En það sem hún veit ekki er að afkvæmin eru orðin langþreytt á afskiptasemi móðurinnar. Með önnur helstu hlutverk fara þau Piper Perabo og Tom Everett Scott. Páskamyndin fyrir börnin er síðan teiknimyndin Úti er ævintýri en hún er gerð af sömu aðilum og færðu heimsbyggðinni græna skrýmslið Skrekk. Að þessu sinni hefur ævintýrið um Öskubusku verið fært í stílinn. Töframaðurinn sem ræður ríkjum í Ævintýraveröldinni er farinn í langþráð frí og nýtir stjúpmamman illa sér tækifærið og rænir völdum og íbúarnir, með Öskubusku fremsta í flokki, ákveða að ráðast gegn kvalara sínum. Að endingu er vert að minnast á stórmyndina Sunshine sem heimsfrumsýnd verður í Regnboganum og Smárabíói. Þetta er nýjasta mynd leikstjórans Dannys Boyle sem skaust upp á stjörnuhimininn með kvikmyndinni Trainspotting. Að þessu sinni veltir leikstjórinn fyrir sér hvað myndi gerast ef sjálf sólin myndi brenna upp. Myndin gerist árið 2057 en þá er hópur vísindamanna sendur út í geim til að koma í veg fyrir að sólin brenni upp.
Mest lesið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið