,,En nú tókst henni það" 4. apríl 2007 00:01 Þegar ég var ritstjóri Mannlífs hringdi til mín kona sem hafði verið misnotuð af bróður sínum frá 6 til 14 ára aldurs. Oftast þegar konur sem orðið hafa fyrir þess háttar ofbeldi birtast í fjölmiðlum eru þær sterkar og fastar fyrir en þessi var það ekki. Hún var geðveik og leið svo illa að hún hafði nokkrum sinnum reynt að fyrirfara sér. Erindið var að fá birta eftir sig grein um misnotkunina og áhrif hennar og ef fjölmiðlar eiga ekki að segja slíkar sögur frá hverju eiga þeir þá að segja? Ég flaug út á land að hitta hana og bætti við greinina örfáum atriðum sem vantaði. Annars var hún vel skrifuð og ég var stolt af að birta hana. Að ósk konunnar kom nafn hennar hvergi fram eða hvar hún ólst upp. Engin leið var að þekkja hana af myndunum. Nokkru síðar hringdi konan og gekk úr skugga um að blaðið væri komið upp í prentsmiðju, þakkaði síðan fyrir sig og kvaddi. Fáeinum dögum síðar hringdi mágkona hennar til að segja mér að hún hefði svipt sig lífi. Þannig fór það og sorgin lómar enn yfir mér og lætur mig ekki í friði. Og eins og dauði hennar hefði ekki verið nógu mikið áfall kærði yngsti bróðir hennar mig til siðanefndar BÍ fyrir að hafa gert fjölskyldu hans það að birta sögu systur hans - jafnveikrar manneskju. Fyrir mér fólst fréttin einmitt í því, kynferðisofbeldi er banvænt. Það eina sem ég hefði átt að hafa áhyggjur af var hvort allt var satt sem kom fram í greininni en það staðfesti bróðirinn í kærunni. Þegar ég mætti fyrir siðanefnd benti ég á að konan hefði oft reynt að svipta sig lífi og spurði hvar Mannlíf hefði þá verið. Einn nefndarmanna var fljótur til svars: ,,Já, en nú tókst henni það." Ég fékk þyngsta dóm siðanefndar en sá sem nauðgaði litlu systur sinni gengur laus og á aldrei eftir að taka út refsingu sína, enda er sú sem ætti að sækja hann til saka dáin. Tveimur árum síðar veitti BÍ mér verðlaun fyrir nákvæmlega það sama og mér hafði áður verið hegnt fyrir, að segja sögu konu sem hafði verið misnotuð sem barn. Menn sögðu að ég hefði fengið uppreisn æru. Samt hefur mér aldrei liðið þannig. Þegar ég á síst von á finn ég goggað í hvirfilinn á mér. Verst kveður að því eftir að hafa séð fjallað um misnotkun í fjölmiðlum, svo sem þegar kvikmyndagerðarmenn sögðu frá því að einn Breiðavíkurmanna hefði ekki treyst sér aftur með þeim vestur og svipt sig lífi. Auðvitað ætti ég bara að gleðjast yfir svona frjálslegri umræðu. Ekki hefði að minnsta kosti hvarflað að mér sumarið 2003 að svona mikið myndi breytast á aðeins fjórum árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun
Þegar ég var ritstjóri Mannlífs hringdi til mín kona sem hafði verið misnotuð af bróður sínum frá 6 til 14 ára aldurs. Oftast þegar konur sem orðið hafa fyrir þess háttar ofbeldi birtast í fjölmiðlum eru þær sterkar og fastar fyrir en þessi var það ekki. Hún var geðveik og leið svo illa að hún hafði nokkrum sinnum reynt að fyrirfara sér. Erindið var að fá birta eftir sig grein um misnotkunina og áhrif hennar og ef fjölmiðlar eiga ekki að segja slíkar sögur frá hverju eiga þeir þá að segja? Ég flaug út á land að hitta hana og bætti við greinina örfáum atriðum sem vantaði. Annars var hún vel skrifuð og ég var stolt af að birta hana. Að ósk konunnar kom nafn hennar hvergi fram eða hvar hún ólst upp. Engin leið var að þekkja hana af myndunum. Nokkru síðar hringdi konan og gekk úr skugga um að blaðið væri komið upp í prentsmiðju, þakkaði síðan fyrir sig og kvaddi. Fáeinum dögum síðar hringdi mágkona hennar til að segja mér að hún hefði svipt sig lífi. Þannig fór það og sorgin lómar enn yfir mér og lætur mig ekki í friði. Og eins og dauði hennar hefði ekki verið nógu mikið áfall kærði yngsti bróðir hennar mig til siðanefndar BÍ fyrir að hafa gert fjölskyldu hans það að birta sögu systur hans - jafnveikrar manneskju. Fyrir mér fólst fréttin einmitt í því, kynferðisofbeldi er banvænt. Það eina sem ég hefði átt að hafa áhyggjur af var hvort allt var satt sem kom fram í greininni en það staðfesti bróðirinn í kærunni. Þegar ég mætti fyrir siðanefnd benti ég á að konan hefði oft reynt að svipta sig lífi og spurði hvar Mannlíf hefði þá verið. Einn nefndarmanna var fljótur til svars: ,,Já, en nú tókst henni það." Ég fékk þyngsta dóm siðanefndar en sá sem nauðgaði litlu systur sinni gengur laus og á aldrei eftir að taka út refsingu sína, enda er sú sem ætti að sækja hann til saka dáin. Tveimur árum síðar veitti BÍ mér verðlaun fyrir nákvæmlega það sama og mér hafði áður verið hegnt fyrir, að segja sögu konu sem hafði verið misnotuð sem barn. Menn sögðu að ég hefði fengið uppreisn æru. Samt hefur mér aldrei liðið þannig. Þegar ég á síst von á finn ég goggað í hvirfilinn á mér. Verst kveður að því eftir að hafa séð fjallað um misnotkun í fjölmiðlum, svo sem þegar kvikmyndagerðarmenn sögðu frá því að einn Breiðavíkurmanna hefði ekki treyst sér aftur með þeim vestur og svipt sig lífi. Auðvitað ætti ég bara að gleðjast yfir svona frjálslegri umræðu. Ekki hefði að minnsta kosti hvarflað að mér sumarið 2003 að svona mikið myndi breytast á aðeins fjórum árum.