Stórt skref stigið í samrunaferlinu 4. apríl 2007 00:01 Jukka Ruuska, forstjóri OMX Nordic Exchange, Árni Mathiesen fjármálaráðherra og í hvarfi Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, samhentir á pendúlstreng nýju Kauphallarbjöllunnar sem eftirleiðis verður notuð við hátíðleg tækifæri í Kauphöllinni. MYND/Anton Félögin 25 sem hér eru skráð í Kauphöll fóru inn á samnorrænan lista OMX-kauphallasamstæðunnar við opnun markaðarins á mánudag og verða eftirleiðis kynnt með sænskum, finnskum og dönskum félögum á aðalmarkaði Nordic Exchange. Við þessi tímamót var Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra fenginn til að hringja nýrri kauphallarbjöllu sem send var til landsins í tilefni af fullri þátttöku kauphallarinnar hér í OMX-samstarfinu. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, kvaðst reyndar hafa átt von á minni grip, sem slegið væri á með hamri. „En fékk svo tilkynningu um 25 kílóa pakka á pósthúsinu,“ sagði hann glaðbeittur áður en hringdur var inn nýr viðskiptadagur á slaginu tíu. Hann segir þó ekki standa til að slá inn hvern dag með þessum hætti heldur verði bjallan notuð við hátíðlegt tækifæri. „Þetta er fyrsta stóra skrefið í samþættingunni og við vonumst til þess að okkur takist á þessu ári, meira og minna, að ljúka samættingunni við norræna markaðinn,“ segir Þórður og kveður samstarfið við OMX-samstæðuna hafa gengið mjög vel. Sérstaklega hafi verið gaman að finna undrun OMX yfir hraða og sveigjanleika í ákvarðanatöku hér, sem sé meiri en annars staðar í samstæðunni, og hafi á vissan hátt einkennt útrás íslenskra fyrirtækja. „Við fylgjum þessu eftir innan OMX og viljum endilega að þau taki þar upp eitthvað af þessum ágætu siðum okkar.“ Jukka Ruuska, forstjóri OMX Nordic Exchange sem hér var staddur í tilaefni af tímamótunum, sagði íslenska markaðinn um margt einstæðan fyrir vöxt sinn síðustu ár og benti á að íslensk félög yrðu nálægt tíund af stórfélögum á norræna listanum. Glymur í Kauphöllinni Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra var fenginn til að hringja inn fyrsta viðskiptadaginn með íslenskum fyrirtækjum á aðalmarkaði Nordic Exchange.Markaðurinn/Anton Hann er bersýnilega ánægður með starfsaðferðir íslensku kauphallarinnar og hrósar samstarfinu. „Mér líkar vel við þessa vafningalausu nálgun sem laus er við allt kjaftæði þegar kemur að verkum,“ segir hann og hlær. Hann segir mikinn feng að því að fá Kauphöllina hér inn í OMX-samstarfið, því þótt landið sé smátt sé viðskiptalífið með því umsvifamesta í hlutfalli við stærð þjóðarinnar sem sjáist. „Áður en íslensku fyrirtækin 25 bættust inn í aðallista Nordic Exchange vorum við þar með um 20 stórfyrirtæki, en núna bætist þar næstum tugur við. Þetta er í raun sláandi. Annað dæmi er íslensku bankarnir og fjármálastofnanir sem eru mikilvirkir þátttakendur í norrænu viðskiptalífi.“ Stærstu verkefni OMX um þessar mundir segir Jukka Ruuska snúa að því að ljúka að fullu samþættingarferli kauphalla og fá úr þeirri vinnu fullan ávinning. Þar fyrir utan er OMX að ljúka við aðra útgáfu miðlunarhugbúnaðar síns. Til lengri tíma litið segir hann svo horft til frekari vaxtar samstæðunnar með stofnun fleiri svæðisbundinna markaða. „Þar horfum við sérstaklega til Mið- og Austur-Evrópu og af þeim sökum hef ég dvalið langdvölum í löndum á borð við Búlgaríu og Slóveníu,“ segir hann og kveður spennandi tíma fyrir dyrum. Héðan og þaðan Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Sjá meira
Félögin 25 sem hér eru skráð í Kauphöll fóru inn á samnorrænan lista OMX-kauphallasamstæðunnar við opnun markaðarins á mánudag og verða eftirleiðis kynnt með sænskum, finnskum og dönskum félögum á aðalmarkaði Nordic Exchange. Við þessi tímamót var Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra fenginn til að hringja nýrri kauphallarbjöllu sem send var til landsins í tilefni af fullri þátttöku kauphallarinnar hér í OMX-samstarfinu. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, kvaðst reyndar hafa átt von á minni grip, sem slegið væri á með hamri. „En fékk svo tilkynningu um 25 kílóa pakka á pósthúsinu,“ sagði hann glaðbeittur áður en hringdur var inn nýr viðskiptadagur á slaginu tíu. Hann segir þó ekki standa til að slá inn hvern dag með þessum hætti heldur verði bjallan notuð við hátíðlegt tækifæri. „Þetta er fyrsta stóra skrefið í samþættingunni og við vonumst til þess að okkur takist á þessu ári, meira og minna, að ljúka samættingunni við norræna markaðinn,“ segir Þórður og kveður samstarfið við OMX-samstæðuna hafa gengið mjög vel. Sérstaklega hafi verið gaman að finna undrun OMX yfir hraða og sveigjanleika í ákvarðanatöku hér, sem sé meiri en annars staðar í samstæðunni, og hafi á vissan hátt einkennt útrás íslenskra fyrirtækja. „Við fylgjum þessu eftir innan OMX og viljum endilega að þau taki þar upp eitthvað af þessum ágætu siðum okkar.“ Jukka Ruuska, forstjóri OMX Nordic Exchange sem hér var staddur í tilaefni af tímamótunum, sagði íslenska markaðinn um margt einstæðan fyrir vöxt sinn síðustu ár og benti á að íslensk félög yrðu nálægt tíund af stórfélögum á norræna listanum. Glymur í Kauphöllinni Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra var fenginn til að hringja inn fyrsta viðskiptadaginn með íslenskum fyrirtækjum á aðalmarkaði Nordic Exchange.Markaðurinn/Anton Hann er bersýnilega ánægður með starfsaðferðir íslensku kauphallarinnar og hrósar samstarfinu. „Mér líkar vel við þessa vafningalausu nálgun sem laus er við allt kjaftæði þegar kemur að verkum,“ segir hann og hlær. Hann segir mikinn feng að því að fá Kauphöllina hér inn í OMX-samstarfið, því þótt landið sé smátt sé viðskiptalífið með því umsvifamesta í hlutfalli við stærð þjóðarinnar sem sjáist. „Áður en íslensku fyrirtækin 25 bættust inn í aðallista Nordic Exchange vorum við þar með um 20 stórfyrirtæki, en núna bætist þar næstum tugur við. Þetta er í raun sláandi. Annað dæmi er íslensku bankarnir og fjármálastofnanir sem eru mikilvirkir þátttakendur í norrænu viðskiptalífi.“ Stærstu verkefni OMX um þessar mundir segir Jukka Ruuska snúa að því að ljúka að fullu samþættingarferli kauphalla og fá úr þeirri vinnu fullan ávinning. Þar fyrir utan er OMX að ljúka við aðra útgáfu miðlunarhugbúnaðar síns. Til lengri tíma litið segir hann svo horft til frekari vaxtar samstæðunnar með stofnun fleiri svæðisbundinna markaða. „Þar horfum við sérstaklega til Mið- og Austur-Evrópu og af þeim sökum hef ég dvalið langdvölum í löndum á borð við Búlgaríu og Slóveníu,“ segir hann og kveður spennandi tíma fyrir dyrum.
Héðan og þaðan Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Sjá meira