Gunni Helga fastur í ljótustu borg Póllands 31. mars 2007 10:30 Gunnar Helgason er að setja upp söngleikinn Spin í Chorzow sem er sögð vera ljótasta borg Póllands „Mér var sagt af pólskri starfstúlku í mötuneyti Þjóðleikhússins að Chorzow væri ljótasta borg Póllands,“ segir leikstjórinn Gunnar Helgason en hann er að setja upp finnska söngleikinn SPIN í Rozrywki-leikhúsinu. Gunnar uppgötvaði reyndar á meðan hann ræddi við Fréttablaðið að úrið hans væri stopp. Sem skýri að einhverju leyti þær deilur sem upp komu eftir æfingu hópsins um morgunin. „Þau vildu ekki vinna lengur og töldu heppilegra að æfa aftur eftir general-prufuna,“ útskýrir Gunnar sem var þó viss um að þetta myndi hafast þótt á ýmsu hefði gengið við æfingar. Gunnar segir að allt ferlið hafi tekið helmingi lengri tíma af ýmsum ástæðum. „ En þó fyrst og fremst af því að ég tala enga pólsku og þeir enga ensku þannig að það hefur alltaf þurft túlk á æfingar,“ útskýrir Gunnar sem viðurkennir að hann hafi þó lært ótal mörg pólsk blótsyrði. „Ég hef sem betur fer ekki þurft að nota þau ýkja mikið.“ Spin var fyrst sett upp í Svenska Theater í Helsinki sem er þjóðleikhús sænskumælandi Finna. „Þjóðleikhússtjórinn þar er metnaðarfullur og hann var búinn að bíða eftir verki sem hann gæti flutt út. Og greip þetta,“ útskýrir Gunni. Síðan var framleiðendum og leikhússtjórum boðið á frumsýninguna og boltinn byrjaði að rúlla. Og verkið á eftir að fara víðar, jafnvel til Bretlands. Frá Chorzow fer Gunnar síðan til smáborgarinnar Jaroslav í Rússlandi. „Rússarnir gætu hins vegar orðið erfiðir. Þeir eru rosalega stolt þjóð og segjast ekki vilja söngleiki, það sé ekki rússneskst listform, Söngleikir hafa flestir gengið ákaflega illa í rússneska leikhúsgesti og sýningum verið hætt eftir mánuð. Allt sem er vestrænt finnst þeim ekki töff heldur vilja þeir bara rússneskt á sínar fjalir,“ útskýrir Gunnar. Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Mér var sagt af pólskri starfstúlku í mötuneyti Þjóðleikhússins að Chorzow væri ljótasta borg Póllands,“ segir leikstjórinn Gunnar Helgason en hann er að setja upp finnska söngleikinn SPIN í Rozrywki-leikhúsinu. Gunnar uppgötvaði reyndar á meðan hann ræddi við Fréttablaðið að úrið hans væri stopp. Sem skýri að einhverju leyti þær deilur sem upp komu eftir æfingu hópsins um morgunin. „Þau vildu ekki vinna lengur og töldu heppilegra að æfa aftur eftir general-prufuna,“ útskýrir Gunnar sem var þó viss um að þetta myndi hafast þótt á ýmsu hefði gengið við æfingar. Gunnar segir að allt ferlið hafi tekið helmingi lengri tíma af ýmsum ástæðum. „ En þó fyrst og fremst af því að ég tala enga pólsku og þeir enga ensku þannig að það hefur alltaf þurft túlk á æfingar,“ útskýrir Gunnar sem viðurkennir að hann hafi þó lært ótal mörg pólsk blótsyrði. „Ég hef sem betur fer ekki þurft að nota þau ýkja mikið.“ Spin var fyrst sett upp í Svenska Theater í Helsinki sem er þjóðleikhús sænskumælandi Finna. „Þjóðleikhússtjórinn þar er metnaðarfullur og hann var búinn að bíða eftir verki sem hann gæti flutt út. Og greip þetta,“ útskýrir Gunni. Síðan var framleiðendum og leikhússtjórum boðið á frumsýninguna og boltinn byrjaði að rúlla. Og verkið á eftir að fara víðar, jafnvel til Bretlands. Frá Chorzow fer Gunnar síðan til smáborgarinnar Jaroslav í Rússlandi. „Rússarnir gætu hins vegar orðið erfiðir. Þeir eru rosalega stolt þjóð og segjast ekki vilja söngleiki, það sé ekki rússneskst listform, Söngleikir hafa flestir gengið ákaflega illa í rússneska leikhúsgesti og sýningum verið hætt eftir mánuð. Allt sem er vestrænt finnst þeim ekki töff heldur vilja þeir bara rússneskt á sínar fjalir,“ útskýrir Gunnar.
Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira