Af innrásum og útrásum 27. mars 2007 09:45 Viðar Eggertsson, formaður leiklistarsambands Íslands „Það er gaman að Alþjóðaleiklistardaginn beri upp í marsmánuði því hann hefur löngum verið öflugur leikhúsmánuður hér á landi. Nú um helgina voru yfir tuttugu verk á fjölunum hjá atvinnuleikhúsum landsins.“ MYND/Heiða Leiklistarsamband Íslands er regnhlífasamtök sviðs-listafólks sem í dag fagnar Alþjóðaleiklistardeginum. Viðar Eggertsson er formaður sambandsins en hann útskýrir að félagar þar innanborðs skipti þúsundum enda starfi margir að sviðslistum hér á landi, hvort heldur áhugamenn eða fagfólk. Undanfarna daga hafa bæði atvinnuleikhús og leikhópar víða um land staðið fyrir dagskrá í tilefni þessa dags en í kvöld gengst Leiklistarsambandið fyrir leiklistarþingi í Þjóðleikhúskjallaranum þar sem leikhúsfólki gefst kærkomið tækifæri til þess að staldra við, skoða stöðuna og horfa til framtíðar að sögn Viðars. Yfirskrift kvöldsins er „Innrás/útrás“ en Viðar útskýrir að bæði sé íslenskt leikhúsfólk sífellt að drekka í sig áhrif annars staðar frá og flytja í auknum mæli út sína eigin þekkingu og sköpun. „Fjarlægðirnar hafa minnkað og það er auðveldara fyrir okkur, þessa eyþjóð, og okkar listamenn að sækja til annarra og læra af þeim. Það verður sífellt auðveldara að stækka okkar svæði og sýna öðrum hvað við kunnum og getum.“ Þingið býður fjórum gestum í pontu, þar af tveimur erlendum gestum, Richard Gough, sem er í forsvari fyrir sviðslistamiðstöðina í Aberystwyth í Wales og mun ræða um mikilvægi þess að upplifa ólíka menningarheima en Elena Krüskemper, sem lengi hefur starfað sem listrænn stjórnandi leiklistarhátíðarinnar í Bonn, mun í erindi sínu fjalla um starf sitt og leit að áhugaverðu sviðslistafólki. Krüskemper hefur verið ráðinn sem listrænn stjórnandi fyrstu alþjóðlegu leiklistarhátíðarinnar hér á landi sem haldin verður að ári en aukinheldur vinnur þverfagleg þriggja manna nefnd að skipulagningu hennar. Reynsla Íslendinga af listrænni útrás verður einnig til umræðu á þinginu en þar ræðir Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, um starf hans á erlendri grund og leikarinn Ingvar E. Sigurðsson, sem starfað hefur með leikhópnum Vesturporti og haslað sér völl erlendis sem bæði sviðs- og kvikmyndaleikari, fjallar um sína reynslu og kallar erindi sitt „Að mont-rassast í útlöndum“. Leiklistarsambandið horfir sífellt lengra því Viðar bendir á að í bígerð sé stofnun sviðslistamiðstöðvar þar sem faglega verður unnið að framgangi íslenskra sviðs-lista erlendis. „Það hefur verið keppikefli okkar að koma slíkri miðstöð á laggirnar hið fyrsta en nú stendur sú vinna yfir í menntamálaráðuneytinu og við gerum okkur vonir um að hún komist á laggirnar fyrir lok næsta árs.“ Þingið er öllum opið og hefst kl. 19 í kvöld. Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Leiklistarsamband Íslands er regnhlífasamtök sviðs-listafólks sem í dag fagnar Alþjóðaleiklistardeginum. Viðar Eggertsson er formaður sambandsins en hann útskýrir að félagar þar innanborðs skipti þúsundum enda starfi margir að sviðslistum hér á landi, hvort heldur áhugamenn eða fagfólk. Undanfarna daga hafa bæði atvinnuleikhús og leikhópar víða um land staðið fyrir dagskrá í tilefni þessa dags en í kvöld gengst Leiklistarsambandið fyrir leiklistarþingi í Þjóðleikhúskjallaranum þar sem leikhúsfólki gefst kærkomið tækifæri til þess að staldra við, skoða stöðuna og horfa til framtíðar að sögn Viðars. Yfirskrift kvöldsins er „Innrás/útrás“ en Viðar útskýrir að bæði sé íslenskt leikhúsfólk sífellt að drekka í sig áhrif annars staðar frá og flytja í auknum mæli út sína eigin þekkingu og sköpun. „Fjarlægðirnar hafa minnkað og það er auðveldara fyrir okkur, þessa eyþjóð, og okkar listamenn að sækja til annarra og læra af þeim. Það verður sífellt auðveldara að stækka okkar svæði og sýna öðrum hvað við kunnum og getum.“ Þingið býður fjórum gestum í pontu, þar af tveimur erlendum gestum, Richard Gough, sem er í forsvari fyrir sviðslistamiðstöðina í Aberystwyth í Wales og mun ræða um mikilvægi þess að upplifa ólíka menningarheima en Elena Krüskemper, sem lengi hefur starfað sem listrænn stjórnandi leiklistarhátíðarinnar í Bonn, mun í erindi sínu fjalla um starf sitt og leit að áhugaverðu sviðslistafólki. Krüskemper hefur verið ráðinn sem listrænn stjórnandi fyrstu alþjóðlegu leiklistarhátíðarinnar hér á landi sem haldin verður að ári en aukinheldur vinnur þverfagleg þriggja manna nefnd að skipulagningu hennar. Reynsla Íslendinga af listrænni útrás verður einnig til umræðu á þinginu en þar ræðir Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, um starf hans á erlendri grund og leikarinn Ingvar E. Sigurðsson, sem starfað hefur með leikhópnum Vesturporti og haslað sér völl erlendis sem bæði sviðs- og kvikmyndaleikari, fjallar um sína reynslu og kallar erindi sitt „Að mont-rassast í útlöndum“. Leiklistarsambandið horfir sífellt lengra því Viðar bendir á að í bígerð sé stofnun sviðslistamiðstöðvar þar sem faglega verður unnið að framgangi íslenskra sviðs-lista erlendis. „Það hefur verið keppikefli okkar að koma slíkri miðstöð á laggirnar hið fyrsta en nú stendur sú vinna yfir í menntamálaráðuneytinu og við gerum okkur vonir um að hún komist á laggirnar fyrir lok næsta árs.“ Þingið er öllum opið og hefst kl. 19 í kvöld.
Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira