Eldfjallagarður á Reykjanesi? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 23. mars 2007 05:00 Reykjanesskaginn er um 1.700 ferkílómetrar að flatarmáli og er þar að finna margvíslegar menjar um eldvirkni undanfarinna 200.000 ára. Úthafshryggir og plötuskil ganga hvergi í heiminum upp á land á stóra, byggða eyju sem hefur myndast á þeim, nema á Íslandi. Reykjanesskaginn, allt norðaustur fyrir Þingvelli, landsvæðið hjá Eldgjá, Lakagígum og Langasjó og svo Ódáðahraun, Askja, Mývatn og Krafla eru lykillandsvæði í þessu tilliti. Eina stóra landsvæðið með öflugum plötuskilum eins og hér, er að finna á austurhorni Afríku, t.d. í Eritreu, en þar er þó meginland að klofna og því nokkur munur á. Á Reykjanesskaganum er þannig til orðið stórt og sérstætt, náttúrulegt útisafn um plötuskilaeldvirkni og jarðhnik, þ.e klofnun jarðskorpu og sig. Þessa sérstöðu Reykjanesskagans í námunda við helsta þéttbýli landsins á að nýta af skynsemi. Það má til dæmis gera með því að hlífa sumum jarðhitasvæðum við nýtingu og halda þeim óvirkjuðum, vernda gosmyndanir betur en gert hefur verið lengst af og hanna eldfjallagarð sem getur nýst mörgu fólki til fræðslu, jafnt leikum sem lærðum. Um hann hafa hugmyndir verið á kreiki í meira en áratug. Eldfjallagarðar, söfn eða upplýsingamiðstöðvar, eru til víða um heim. Sums staðar tengjast þeir sögunni, annars staðar er um mjög tækni- og vélvæddar miðstöðvar að ræða (sbr. Vulcania í Frakklandi) og enn annars staðar er fyrst og fremst náttúran sjálf látin „tala við" gestinn. Þannig háttar t.d. til í eldfjallagarði á austustu (og nýjustu) Hawaii-eyjunni þar sem samvaxnar, risastórar klasahraundyngjur eru enn eldvirkar ofan á heitum reit en fjarri plötuskilum. Ýmiss konar menjar basalteldvirkni eru þar mikilfenglegar og í meira en áratug hefur eldgos glatt augu gesta. Skýrir það að hluta heimsóknartölur upp á 3-4 milljónir gesta á ári en garðurinn er um 80 ára og sá þekktasti í heimi. Basalteldvirkni og dyngjugos eru vel þekkt t.d. á Galapagoseyjum, Reunion og víðar. Á Íslandi hafa dyngjugos verið algeng (stök gos og smáar dyngjur miðað við risana á Hawaii eða Galapagos) en hér auðga plötuskila-sprungueldgos myndina og einnig þróaðar megineldstöðvar af meginlandsgerð (sbr. Öræfajökul) eða með öskju (sbr. Grímsvötn), sem hinar eyjarnar státa ekki af. Af þessu leiðir að eldfjallagarðar eru ekki síður vænlegir hér en t.d. á Hawaii þótt þar komi til sérleg veðursæld, mikill ferðamannafjöldi og fjármagn sem ekki er hægt að líkja saman við það sem hér gerist. Lakagígar „Úthafshryggir og plötuskil ganga hvergi í heiminum upp á land á stóra, byggða eyju sem hefur myndast á þeim, nema á Íslandi, segir meðal annars í greininni.“Nú hefur verið hafin alvöruumræða um eldfjallagarð á Reykjanesskaga. Gott er það. Slíkir þemagarðar eru stórir og fjölbreyttir, þarfnast litlu fleiri vega eða stíga en við þekkjum á nesinu en þeim mun meiri leiðbeininga, les- og myndefnis og merkinga. Auk þess bjóða bæirnir aðstöðu og við sögu koma fræðslutilboð á borð við Eldgjá í Svartsengi, fyrirhugaða fræðslusýningu (Orkuverið jörð) í nýja orkuverinu á Reykjanesi og það sem Orkuveita Reykjavíkur mun sýna á Hengilssvæðinu. Orkuverin sjálf eru auk þess hluti þemagarðs. Ef af eldfjallagarði verður á skaganum mætti síðar þróa sams konar garða á öðrum lykilsvæðum í landinu. Grunnhugmynd þemagarðs er hringleiðir þar sem menn aka, hjóla eða ganga fyrirfram gefna leið og skoða fyrirbæri undir beinni leiðsögn eða sjálfsleiðsögn (prentefni, DVD, smáspilarar, þ.e. i-pod með efni, eða smáskjáir). Ég hef t.d. rissað upp þrjá slíka hringi á Reykjanesskaga. Einn er á Reykjanes-Grindavíkursvæðinu, annar á miðbiki skagans og sá þriðji á Hengils-Þingvallasvæðinu. Auk þess tók ég frá ítarsvæði: Brennisteinsfjöll-Þríhnjúka, Trölladyngju-Sog-Keili og svæði við Búrfell-Kaldá-Helgafell. Auðvitað er hér ekki um að ræða hönnun, heldur hugmyndir til þess að sýna mætti landsvæðisins (pótensíal). Útfærsla á til þess bærum eldfjallagarði er ferli sem krefst athugana og yfirlegu, auk samvinnu margra aðila. Þannig mætti skipta skaganum í svæði sem til samans eru á við digra kennslubók varðandi plötuskrið, eldvirkni á landi og í sjó, jarðskorpuhreyfingar og jarðhita - með viðráðanlegum kostnaði. Fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og samtök geta sem best unnið að þessu í sameiningu. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Reykjanesskaginn er um 1.700 ferkílómetrar að flatarmáli og er þar að finna margvíslegar menjar um eldvirkni undanfarinna 200.000 ára. Úthafshryggir og plötuskil ganga hvergi í heiminum upp á land á stóra, byggða eyju sem hefur myndast á þeim, nema á Íslandi. Reykjanesskaginn, allt norðaustur fyrir Þingvelli, landsvæðið hjá Eldgjá, Lakagígum og Langasjó og svo Ódáðahraun, Askja, Mývatn og Krafla eru lykillandsvæði í þessu tilliti. Eina stóra landsvæðið með öflugum plötuskilum eins og hér, er að finna á austurhorni Afríku, t.d. í Eritreu, en þar er þó meginland að klofna og því nokkur munur á. Á Reykjanesskaganum er þannig til orðið stórt og sérstætt, náttúrulegt útisafn um plötuskilaeldvirkni og jarðhnik, þ.e klofnun jarðskorpu og sig. Þessa sérstöðu Reykjanesskagans í námunda við helsta þéttbýli landsins á að nýta af skynsemi. Það má til dæmis gera með því að hlífa sumum jarðhitasvæðum við nýtingu og halda þeim óvirkjuðum, vernda gosmyndanir betur en gert hefur verið lengst af og hanna eldfjallagarð sem getur nýst mörgu fólki til fræðslu, jafnt leikum sem lærðum. Um hann hafa hugmyndir verið á kreiki í meira en áratug. Eldfjallagarðar, söfn eða upplýsingamiðstöðvar, eru til víða um heim. Sums staðar tengjast þeir sögunni, annars staðar er um mjög tækni- og vélvæddar miðstöðvar að ræða (sbr. Vulcania í Frakklandi) og enn annars staðar er fyrst og fremst náttúran sjálf látin „tala við" gestinn. Þannig háttar t.d. til í eldfjallagarði á austustu (og nýjustu) Hawaii-eyjunni þar sem samvaxnar, risastórar klasahraundyngjur eru enn eldvirkar ofan á heitum reit en fjarri plötuskilum. Ýmiss konar menjar basalteldvirkni eru þar mikilfenglegar og í meira en áratug hefur eldgos glatt augu gesta. Skýrir það að hluta heimsóknartölur upp á 3-4 milljónir gesta á ári en garðurinn er um 80 ára og sá þekktasti í heimi. Basalteldvirkni og dyngjugos eru vel þekkt t.d. á Galapagoseyjum, Reunion og víðar. Á Íslandi hafa dyngjugos verið algeng (stök gos og smáar dyngjur miðað við risana á Hawaii eða Galapagos) en hér auðga plötuskila-sprungueldgos myndina og einnig þróaðar megineldstöðvar af meginlandsgerð (sbr. Öræfajökul) eða með öskju (sbr. Grímsvötn), sem hinar eyjarnar státa ekki af. Af þessu leiðir að eldfjallagarðar eru ekki síður vænlegir hér en t.d. á Hawaii þótt þar komi til sérleg veðursæld, mikill ferðamannafjöldi og fjármagn sem ekki er hægt að líkja saman við það sem hér gerist. Lakagígar „Úthafshryggir og plötuskil ganga hvergi í heiminum upp á land á stóra, byggða eyju sem hefur myndast á þeim, nema á Íslandi, segir meðal annars í greininni.“Nú hefur verið hafin alvöruumræða um eldfjallagarð á Reykjanesskaga. Gott er það. Slíkir þemagarðar eru stórir og fjölbreyttir, þarfnast litlu fleiri vega eða stíga en við þekkjum á nesinu en þeim mun meiri leiðbeininga, les- og myndefnis og merkinga. Auk þess bjóða bæirnir aðstöðu og við sögu koma fræðslutilboð á borð við Eldgjá í Svartsengi, fyrirhugaða fræðslusýningu (Orkuverið jörð) í nýja orkuverinu á Reykjanesi og það sem Orkuveita Reykjavíkur mun sýna á Hengilssvæðinu. Orkuverin sjálf eru auk þess hluti þemagarðs. Ef af eldfjallagarði verður á skaganum mætti síðar þróa sams konar garða á öðrum lykilsvæðum í landinu. Grunnhugmynd þemagarðs er hringleiðir þar sem menn aka, hjóla eða ganga fyrirfram gefna leið og skoða fyrirbæri undir beinni leiðsögn eða sjálfsleiðsögn (prentefni, DVD, smáspilarar, þ.e. i-pod með efni, eða smáskjáir). Ég hef t.d. rissað upp þrjá slíka hringi á Reykjanesskaga. Einn er á Reykjanes-Grindavíkursvæðinu, annar á miðbiki skagans og sá þriðji á Hengils-Þingvallasvæðinu. Auk þess tók ég frá ítarsvæði: Brennisteinsfjöll-Þríhnjúka, Trölladyngju-Sog-Keili og svæði við Búrfell-Kaldá-Helgafell. Auðvitað er hér ekki um að ræða hönnun, heldur hugmyndir til þess að sýna mætti landsvæðisins (pótensíal). Útfærsla á til þess bærum eldfjallagarði er ferli sem krefst athugana og yfirlegu, auk samvinnu margra aðila. Þannig mætti skipta skaganum í svæði sem til samans eru á við digra kennslubók varðandi plötuskrið, eldvirkni á landi og í sjó, jarðskorpuhreyfingar og jarðhita - með viðráðanlegum kostnaði. Fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og samtök geta sem best unnið að þessu í sameiningu. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og rithöfundur.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar