Glíman við sjálfan Ódysseif 22. mars 2007 09:30 Sigurður A. Magnússon Ræðir um þýðingar sínar á stórvirki Joyce. MYND/Hörður Sigurður A. Magnússon heldur erindi um þýðingar sýnar á verkum James Joyce í fyrirlestraröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, „Þýðing öndvegisverka". Erindið fjallar að hluta til um þýðingu Sigurðar á þremur verkum eftir Joyce, Í Dyflinni, Æskumynd listamannsins og Ódysseifi (Ulysses), en megininntak þess er baráttan við að snúa Ulysses á læsilega íslensku. Þetta mikla verk hefur verið kallað fjölþættasta og fyndnasta skáldverk síðustu aldar, enda hefur ekkert verk heimsbókmenntanna hlotið eins víðtæka umfjöllun. Árið 1992 gerðist það í fyrsta sinn að William Shakespeare vék fyrir yngri keppinauti en þá var James Joyce kominn í efsta sæti þeirra höfunda heimsbókmenntanna sem fjallað er um í heilum bókum og Shakespeare í öðru sæti. Bróðurparturinn af þessum lærðu bókum, sem skipta orðið þúsundum, fjallar einmitt um Ódysseif. Erindið flytur Sigurður í stofu 101 í Lögbergi kl. 16.30 í dag. Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Sigurður A. Magnússon heldur erindi um þýðingar sýnar á verkum James Joyce í fyrirlestraröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, „Þýðing öndvegisverka". Erindið fjallar að hluta til um þýðingu Sigurðar á þremur verkum eftir Joyce, Í Dyflinni, Æskumynd listamannsins og Ódysseifi (Ulysses), en megininntak þess er baráttan við að snúa Ulysses á læsilega íslensku. Þetta mikla verk hefur verið kallað fjölþættasta og fyndnasta skáldverk síðustu aldar, enda hefur ekkert verk heimsbókmenntanna hlotið eins víðtæka umfjöllun. Árið 1992 gerðist það í fyrsta sinn að William Shakespeare vék fyrir yngri keppinauti en þá var James Joyce kominn í efsta sæti þeirra höfunda heimsbókmenntanna sem fjallað er um í heilum bókum og Shakespeare í öðru sæti. Bróðurparturinn af þessum lærðu bókum, sem skipta orðið þúsundum, fjallar einmitt um Ódysseif. Erindið flytur Sigurður í stofu 101 í Lögbergi kl. 16.30 í dag.
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira