Þægindi á sporgöngu 21. mars 2007 00:01 Maður getur huggað sig við það að kuldinn þessa dagana teygir sig langt suður eftir Evrópu. Við erum merkileg mannskepnan og þegar kuldinn nístir þá er stutt í að hugga sig við að aðrir hafi það álíka skítt. Ég hef markvisst reynt að vinna gegn þeirri áráttu að taka viðmið mín frá öðrum. Mér hefur tekist það sæmilega enda þótt ég finni stöku sinnum fyrir kenndum eins og öfund og þórðargleði. Það tekur tíma að útrýma þeirri ranghugmynd að velgengi eins sé á minn kostnað. Sem part af þessari markvissu sjálfskoðun minni hef ég reynt að taka þátt í velgengni annarra. Með því einfaldlega að njóta hennar sjálfur. Þetta er skynsamleg stefnumörkun. Lógíkín er einföld. Maður byrjar á að velja þá sem manni finnast klárastir á markaði. Þeir eru nokkrir hér á landi sem betur fer. Trikkið er svo að kaupa eitthvað í félögum þeirra. Vegna þess að fleiri en ég sjá að þetta er klárt lið, þá myndast yfirleitt yfirverð á félögunum. Mér er frekar illa við yfirverð. Þetta klára lið hefur þann kost að vera svakalega vinnusamt líka. Þeir sitja því með sínu fólki og pæla sig rænulausa, leita tækifæra og greina þau. Svo er lagt í hann og byrjað að kaupa í félögum. Þá fer ég af stað og kaupi líka. Kannski á aðeins hærra verði en þeir, en það munar ekki neinu þegar horft er til þess að þeir hafa fjárfest gríðarlega í greiningunni, meðan ég lá upp í sófa og las skáldsögu. Verandi mikill tónlistarunnandi, þá skiptir hljómburður í græjum mig máli. Ég á frænda sem er græjufíkill. Þegar hann keypti sínar græjur, þá lá hann yfir fagtímaritum og fór inn á spjallþræði græjufíkla, þangað til hann fann græjurnar sem gáfu besta hljóminn miðað við verð. Ég fylgdist með þessu úr fjarlægð og keypti síðan eins græjur og hann. Ég er alsæll með kaupin og hljóminn. Svona á maður líka að hugsa í fjárfestingum. Þeir sem fremstir fara blotna í fæturna, en við sporgöngumenn göngum þurrum fótum. Þess vegna sit ég nú og kætist yfir því að Kaupþing sé komið með heimild til að eignast meira í Storebrand. Ætli þeir muni ekki á endanum kaupa bréfin mín líka. Þeir keyptu af mér Singer-bréfin og bréfin í JP Nordiska. Bakkavör keypti af mér bréf í Geest og svo mætti lengi telja. Þannig get ég tekið fullan þátt í gleði annarra og notið ávaxtanna dyggðum prýddur. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Maður getur huggað sig við það að kuldinn þessa dagana teygir sig langt suður eftir Evrópu. Við erum merkileg mannskepnan og þegar kuldinn nístir þá er stutt í að hugga sig við að aðrir hafi það álíka skítt. Ég hef markvisst reynt að vinna gegn þeirri áráttu að taka viðmið mín frá öðrum. Mér hefur tekist það sæmilega enda þótt ég finni stöku sinnum fyrir kenndum eins og öfund og þórðargleði. Það tekur tíma að útrýma þeirri ranghugmynd að velgengi eins sé á minn kostnað. Sem part af þessari markvissu sjálfskoðun minni hef ég reynt að taka þátt í velgengni annarra. Með því einfaldlega að njóta hennar sjálfur. Þetta er skynsamleg stefnumörkun. Lógíkín er einföld. Maður byrjar á að velja þá sem manni finnast klárastir á markaði. Þeir eru nokkrir hér á landi sem betur fer. Trikkið er svo að kaupa eitthvað í félögum þeirra. Vegna þess að fleiri en ég sjá að þetta er klárt lið, þá myndast yfirleitt yfirverð á félögunum. Mér er frekar illa við yfirverð. Þetta klára lið hefur þann kost að vera svakalega vinnusamt líka. Þeir sitja því með sínu fólki og pæla sig rænulausa, leita tækifæra og greina þau. Svo er lagt í hann og byrjað að kaupa í félögum. Þá fer ég af stað og kaupi líka. Kannski á aðeins hærra verði en þeir, en það munar ekki neinu þegar horft er til þess að þeir hafa fjárfest gríðarlega í greiningunni, meðan ég lá upp í sófa og las skáldsögu. Verandi mikill tónlistarunnandi, þá skiptir hljómburður í græjum mig máli. Ég á frænda sem er græjufíkill. Þegar hann keypti sínar græjur, þá lá hann yfir fagtímaritum og fór inn á spjallþræði græjufíkla, þangað til hann fann græjurnar sem gáfu besta hljóminn miðað við verð. Ég fylgdist með þessu úr fjarlægð og keypti síðan eins græjur og hann. Ég er alsæll með kaupin og hljóminn. Svona á maður líka að hugsa í fjárfestingum. Þeir sem fremstir fara blotna í fæturna, en við sporgöngumenn göngum þurrum fótum. Þess vegna sit ég nú og kætist yfir því að Kaupþing sé komið með heimild til að eignast meira í Storebrand. Ætli þeir muni ekki á endanum kaupa bréfin mín líka. Þeir keyptu af mér Singer-bréfin og bréfin í JP Nordiska. Bakkavör keypti af mér bréf í Geest og svo mætti lengi telja. Þannig get ég tekið fullan þátt í gleði annarra og notið ávaxtanna dyggðum prýddur. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun