Þægindi á sporgöngu 21. mars 2007 00:01 Maður getur huggað sig við það að kuldinn þessa dagana teygir sig langt suður eftir Evrópu. Við erum merkileg mannskepnan og þegar kuldinn nístir þá er stutt í að hugga sig við að aðrir hafi það álíka skítt. Ég hef markvisst reynt að vinna gegn þeirri áráttu að taka viðmið mín frá öðrum. Mér hefur tekist það sæmilega enda þótt ég finni stöku sinnum fyrir kenndum eins og öfund og þórðargleði. Það tekur tíma að útrýma þeirri ranghugmynd að velgengi eins sé á minn kostnað. Sem part af þessari markvissu sjálfskoðun minni hef ég reynt að taka þátt í velgengni annarra. Með því einfaldlega að njóta hennar sjálfur. Þetta er skynsamleg stefnumörkun. Lógíkín er einföld. Maður byrjar á að velja þá sem manni finnast klárastir á markaði. Þeir eru nokkrir hér á landi sem betur fer. Trikkið er svo að kaupa eitthvað í félögum þeirra. Vegna þess að fleiri en ég sjá að þetta er klárt lið, þá myndast yfirleitt yfirverð á félögunum. Mér er frekar illa við yfirverð. Þetta klára lið hefur þann kost að vera svakalega vinnusamt líka. Þeir sitja því með sínu fólki og pæla sig rænulausa, leita tækifæra og greina þau. Svo er lagt í hann og byrjað að kaupa í félögum. Þá fer ég af stað og kaupi líka. Kannski á aðeins hærra verði en þeir, en það munar ekki neinu þegar horft er til þess að þeir hafa fjárfest gríðarlega í greiningunni, meðan ég lá upp í sófa og las skáldsögu. Verandi mikill tónlistarunnandi, þá skiptir hljómburður í græjum mig máli. Ég á frænda sem er græjufíkill. Þegar hann keypti sínar græjur, þá lá hann yfir fagtímaritum og fór inn á spjallþræði græjufíkla, þangað til hann fann græjurnar sem gáfu besta hljóminn miðað við verð. Ég fylgdist með þessu úr fjarlægð og keypti síðan eins græjur og hann. Ég er alsæll með kaupin og hljóminn. Svona á maður líka að hugsa í fjárfestingum. Þeir sem fremstir fara blotna í fæturna, en við sporgöngumenn göngum þurrum fótum. Þess vegna sit ég nú og kætist yfir því að Kaupþing sé komið með heimild til að eignast meira í Storebrand. Ætli þeir muni ekki á endanum kaupa bréfin mín líka. Þeir keyptu af mér Singer-bréfin og bréfin í JP Nordiska. Bakkavör keypti af mér bréf í Geest og svo mætti lengi telja. Þannig get ég tekið fullan þátt í gleði annarra og notið ávaxtanna dyggðum prýddur. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Maður getur huggað sig við það að kuldinn þessa dagana teygir sig langt suður eftir Evrópu. Við erum merkileg mannskepnan og þegar kuldinn nístir þá er stutt í að hugga sig við að aðrir hafi það álíka skítt. Ég hef markvisst reynt að vinna gegn þeirri áráttu að taka viðmið mín frá öðrum. Mér hefur tekist það sæmilega enda þótt ég finni stöku sinnum fyrir kenndum eins og öfund og þórðargleði. Það tekur tíma að útrýma þeirri ranghugmynd að velgengi eins sé á minn kostnað. Sem part af þessari markvissu sjálfskoðun minni hef ég reynt að taka þátt í velgengni annarra. Með því einfaldlega að njóta hennar sjálfur. Þetta er skynsamleg stefnumörkun. Lógíkín er einföld. Maður byrjar á að velja þá sem manni finnast klárastir á markaði. Þeir eru nokkrir hér á landi sem betur fer. Trikkið er svo að kaupa eitthvað í félögum þeirra. Vegna þess að fleiri en ég sjá að þetta er klárt lið, þá myndast yfirleitt yfirverð á félögunum. Mér er frekar illa við yfirverð. Þetta klára lið hefur þann kost að vera svakalega vinnusamt líka. Þeir sitja því með sínu fólki og pæla sig rænulausa, leita tækifæra og greina þau. Svo er lagt í hann og byrjað að kaupa í félögum. Þá fer ég af stað og kaupi líka. Kannski á aðeins hærra verði en þeir, en það munar ekki neinu þegar horft er til þess að þeir hafa fjárfest gríðarlega í greiningunni, meðan ég lá upp í sófa og las skáldsögu. Verandi mikill tónlistarunnandi, þá skiptir hljómburður í græjum mig máli. Ég á frænda sem er græjufíkill. Þegar hann keypti sínar græjur, þá lá hann yfir fagtímaritum og fór inn á spjallþræði græjufíkla, þangað til hann fann græjurnar sem gáfu besta hljóminn miðað við verð. Ég fylgdist með þessu úr fjarlægð og keypti síðan eins græjur og hann. Ég er alsæll með kaupin og hljóminn. Svona á maður líka að hugsa í fjárfestingum. Þeir sem fremstir fara blotna í fæturna, en við sporgöngumenn göngum þurrum fótum. Þess vegna sit ég nú og kætist yfir því að Kaupþing sé komið með heimild til að eignast meira í Storebrand. Ætli þeir muni ekki á endanum kaupa bréfin mín líka. Þeir keyptu af mér Singer-bréfin og bréfin í JP Nordiska. Bakkavör keypti af mér bréf í Geest og svo mætti lengi telja. Þannig get ég tekið fullan þátt í gleði annarra og notið ávaxtanna dyggðum prýddur. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira