Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari 9. mars 2007 05:00 Sigurjón Þórðarson skrifar - Það er ætíð áhyggjuefni þegar stjórnmálamenn fylgja einhverri hugmyndafræði í blindni burtséð frá því hvað bitur reynsla og skynsemi segir. Síðasta öld geymir því miður alltof mörg dæmi um mikla stjórnmálaleiðtoga sem leiddu þjóðir í hörmungar og fjötra vegna einstefnulegs hugmyndafræðilegs rétttrúnaðar. Heilu samfélögin voru undirlögð og látin snúast í kringum rétttrúnaðinn, hvort sem það voru listir eða vísindi þeirra tíma. Gott dæmi um undirspil vafasamra vísinda og einstrengingslegrar hugmyndafræði er hvernig líffræðikenningar sovéska líffræðingsins Trofim Lysenko óðu uppi í samfélagi kommúnista og rústuðu lífsafkomu bænda. Illugi Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, birti grein á sunnudaginn var, 4. mars, þar sem skýrt kemur fram sú skoðun að séreignarréttur á nýtingu náttúruauðlinda og þar með talið fiskistofna sé einhver grunnforsenda þess að vel takist að nýta fiskveiðiauðlindina með heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Þessu er slegið fram og einungis vitnað í einhverja hugmyndafræði en ekki neina reynslu íslensku þjóðarinnar sem hefur búið við meint draumakerfi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þar sem aðgangur að auðlindinni hefur verið leigður og seldur eins og um hverja aðra séreign væri að ræða. Það er auðvitað ekki tilviljun að Illugi Gunnarsson sem fylgir hugmyndafræðilegri stefnu í blindni nefnir ekki nein dæmi fullyrðingum sínum til stuðnings þar sem reynsla Íslendinga af draumakerfinu er mjög bitur. Það hefur ekkert gengið með meinta uppbyggingu þorskstofnsins sem hvílir á mjög vafasamri líffræði svo ekki sé meira sagt. Þorskveiðin nú er helmingi minni en fyrir daga kvótakerfisins en samt sem áður vill helsti ráðgjafi ríkisstjórnarinnar og sérfræðingur Hafró meina að óbreytt stefna gæti aukið líkur á að þorskstofninn við Ísland dæi út. Ég þarf vart að taka það fram að ég er langt frá því að vera sammála þessu mati. Stærstu og öflugustu fyrirtækin, s.s. Grandi, eru metin verðmætari ef þau eru brotin upp og seld í bútum þrátt fyrir að hafa farið í gegnum ótal sameiningar og meinta hagræðingu. Á síðasta áratug hafa skuldir útvegsins þrefaldast, og nálgast nú óðfluga 300 milljarða. Skuldaaukningin er ekki tilkomin vegna fjárfestinga í greininni heldur hafa milljarðar runnið út úr sjávarútveginum í stríðum straumi bæði vegna sölu og leigu aflaheimilda. Sú upphæð sem runnið hefur út úr greininni svarar til a.m.k. tveggja Kárahnjúkastíflna. Þetta gerist á sama tíma og tekjur greinarinnar hafa nánast staðið í stað í krónum talið. Sjávarútvegurinn er nú veikari en áður þar sem fyrirtækin eru skuldug og kemur það berlega fram í kjörum sjómanna, og fiskvinnslufólks sömuleiðis því að engir kjarasamningar gilda um sjómenn sem sækja sjó á minnstu bátunum. Einna verst er þó að kerfið kemur nánast algerlega í veg fyrir nýliðun í sjávarútvegi og getur það seint talist vænlegt fyrir framþróun atvinnuvegar að honum berist ekki nýtt og ferskt blóð. Íslenska kvótakerfið er misheppnuð tilraun sem komið hefur verið á á grundvelli hag- og hugmyndafræði sem Illugi Gunnarsson kynnti í áðurnefndri grein. Það gengur mögulega upp ef horft er á það eingöngu út frá lagatæknilegum og stjórnsýslulegum sjónarhóli en er að sama skapi algerlega misheppnað stjórntæki til þess að stýra fiskveiðum á ólíkum veiðisvæðum. Það verður ekki meira af fiski á Vestfjarðamiðum þó svo að handfæraveiðum verði hætt í Eyjafirði eða á Austfjörðum um aldur og ævi. Kerfið særir einnig réttlætiskennd Íslendinga og hefur kippt fótunum undan sjávarbyggðum landsins hringinn í kringum landið. Hugmyndafræðin um að einhver einkaeign náttúruauðlinda þjóða sé frumforsenda fyrir hagkvæmri nýtingu er mögulega barnaleg óskhyggja og ýkjur. Norðmönnum hefur gengið afskaplega vel að nýta olíuauð þjóðarinnar til þess að byggja upp norskt samfélag og ekki veit ég til þess að Norðmönnum hafi dottið í hug að gefa olíulindirnar til þess að þær nýttust sem best en eflaust hefði Illugi farið þannig að í blindri trú á sínar kennisetningar. Það er gríðarlega mikilvægt að snúa sem fyrst af þeirri leið sem stjórnarflokkarnir hafa farið í nýtingu og afhendingu auðlinda og eigna Íslendinga. Til þess er Frjálslynda flokknum best treyst-andi en hann hefur verið í fararbroddi skynsamlegrar og ábyrgrar stefnu í fiskveiðistjórn sem tryggir hag almennings en ekki sérhagsmuna. Höfundur er alþingismaður. Það er gríðarlega mikilvægt að snúa sem fyrst af þeirri leið sem stjórnarflokkarnir hafa farið í nýtingu og afhendingu auðlinda og eigna Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Sigurjón Þórðarson skrifar - Það er ætíð áhyggjuefni þegar stjórnmálamenn fylgja einhverri hugmyndafræði í blindni burtséð frá því hvað bitur reynsla og skynsemi segir. Síðasta öld geymir því miður alltof mörg dæmi um mikla stjórnmálaleiðtoga sem leiddu þjóðir í hörmungar og fjötra vegna einstefnulegs hugmyndafræðilegs rétttrúnaðar. Heilu samfélögin voru undirlögð og látin snúast í kringum rétttrúnaðinn, hvort sem það voru listir eða vísindi þeirra tíma. Gott dæmi um undirspil vafasamra vísinda og einstrengingslegrar hugmyndafræði er hvernig líffræðikenningar sovéska líffræðingsins Trofim Lysenko óðu uppi í samfélagi kommúnista og rústuðu lífsafkomu bænda. Illugi Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, birti grein á sunnudaginn var, 4. mars, þar sem skýrt kemur fram sú skoðun að séreignarréttur á nýtingu náttúruauðlinda og þar með talið fiskistofna sé einhver grunnforsenda þess að vel takist að nýta fiskveiðiauðlindina með heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Þessu er slegið fram og einungis vitnað í einhverja hugmyndafræði en ekki neina reynslu íslensku þjóðarinnar sem hefur búið við meint draumakerfi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þar sem aðgangur að auðlindinni hefur verið leigður og seldur eins og um hverja aðra séreign væri að ræða. Það er auðvitað ekki tilviljun að Illugi Gunnarsson sem fylgir hugmyndafræðilegri stefnu í blindni nefnir ekki nein dæmi fullyrðingum sínum til stuðnings þar sem reynsla Íslendinga af draumakerfinu er mjög bitur. Það hefur ekkert gengið með meinta uppbyggingu þorskstofnsins sem hvílir á mjög vafasamri líffræði svo ekki sé meira sagt. Þorskveiðin nú er helmingi minni en fyrir daga kvótakerfisins en samt sem áður vill helsti ráðgjafi ríkisstjórnarinnar og sérfræðingur Hafró meina að óbreytt stefna gæti aukið líkur á að þorskstofninn við Ísland dæi út. Ég þarf vart að taka það fram að ég er langt frá því að vera sammála þessu mati. Stærstu og öflugustu fyrirtækin, s.s. Grandi, eru metin verðmætari ef þau eru brotin upp og seld í bútum þrátt fyrir að hafa farið í gegnum ótal sameiningar og meinta hagræðingu. Á síðasta áratug hafa skuldir útvegsins þrefaldast, og nálgast nú óðfluga 300 milljarða. Skuldaaukningin er ekki tilkomin vegna fjárfestinga í greininni heldur hafa milljarðar runnið út úr sjávarútveginum í stríðum straumi bæði vegna sölu og leigu aflaheimilda. Sú upphæð sem runnið hefur út úr greininni svarar til a.m.k. tveggja Kárahnjúkastíflna. Þetta gerist á sama tíma og tekjur greinarinnar hafa nánast staðið í stað í krónum talið. Sjávarútvegurinn er nú veikari en áður þar sem fyrirtækin eru skuldug og kemur það berlega fram í kjörum sjómanna, og fiskvinnslufólks sömuleiðis því að engir kjarasamningar gilda um sjómenn sem sækja sjó á minnstu bátunum. Einna verst er þó að kerfið kemur nánast algerlega í veg fyrir nýliðun í sjávarútvegi og getur það seint talist vænlegt fyrir framþróun atvinnuvegar að honum berist ekki nýtt og ferskt blóð. Íslenska kvótakerfið er misheppnuð tilraun sem komið hefur verið á á grundvelli hag- og hugmyndafræði sem Illugi Gunnarsson kynnti í áðurnefndri grein. Það gengur mögulega upp ef horft er á það eingöngu út frá lagatæknilegum og stjórnsýslulegum sjónarhóli en er að sama skapi algerlega misheppnað stjórntæki til þess að stýra fiskveiðum á ólíkum veiðisvæðum. Það verður ekki meira af fiski á Vestfjarðamiðum þó svo að handfæraveiðum verði hætt í Eyjafirði eða á Austfjörðum um aldur og ævi. Kerfið særir einnig réttlætiskennd Íslendinga og hefur kippt fótunum undan sjávarbyggðum landsins hringinn í kringum landið. Hugmyndafræðin um að einhver einkaeign náttúruauðlinda þjóða sé frumforsenda fyrir hagkvæmri nýtingu er mögulega barnaleg óskhyggja og ýkjur. Norðmönnum hefur gengið afskaplega vel að nýta olíuauð þjóðarinnar til þess að byggja upp norskt samfélag og ekki veit ég til þess að Norðmönnum hafi dottið í hug að gefa olíulindirnar til þess að þær nýttust sem best en eflaust hefði Illugi farið þannig að í blindri trú á sínar kennisetningar. Það er gríðarlega mikilvægt að snúa sem fyrst af þeirri leið sem stjórnarflokkarnir hafa farið í nýtingu og afhendingu auðlinda og eigna Íslendinga. Til þess er Frjálslynda flokknum best treyst-andi en hann hefur verið í fararbroddi skynsamlegrar og ábyrgrar stefnu í fiskveiðistjórn sem tryggir hag almennings en ekki sérhagsmuna. Höfundur er alþingismaður. Það er gríðarlega mikilvægt að snúa sem fyrst af þeirri leið sem stjórnarflokkarnir hafa farið í nýtingu og afhendingu auðlinda og eigna Íslendinga.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun