Vilja að fallið verði frá einum ákærulið 24. febrúar 2007 08:00 Fjölmörg sönnunargögn í málinu voru borin undir Jón Gerald Sullenberger (til vinstri) og fór hann yfir þau með verjanda sínum, Brynjari Níelssyni. MYND/GVA Verjendur tveggja ákærðu í Baugsmálinu skoruðu í gær á settan ríkissaksóknara í málinu að falla frá átjánda ákærulið ákærunnar, þar sem kærandi í málinu hafi gefið skýringar sem samrýmist ekki ákæru. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, lagði fram bókun frá honum og Jakobi R. Möller, verjanda Tryggva Jónssonar, þar sem þessi áskorun kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þá var fram haldið aðalmeðferð í þeim hluta Baugsmálsins sem nú er fyrir dómi. Í þeim ákærulið sem um ræðir eru þeir Jón Ásgeir og Tryggvi ákærðir fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið fé úr Baugi til Fjárfestingafélagsins Gaums, fjölskyldufyrirtækis Jóns Ásgeirs, til að fjármagna eignarhlutdeild Gaums í skemmtibátnum Thee Viking. Jón Gerald Sullenberger, einn ákærðu í málinu, lagði upphaflega fram kæru hjá lögreglu, en hann gaf skýrslu fyrir dómi á fimmtudag sem sakborningur, og kom fyrir dóminn aftur í gær sem sakborningur og vitni. Gestur vísaði í orð hans fyrir dómi þar sem hann sagði að Gaumur hafi aldrei átt hlut í bátum á Flórída, heldur hafi Jón Ásgeir og faðir hans, Jóhannes Jónsson, átt hluti á móti sér. Með þessu sagði Gestur botninn fallinn úr ákæruliðnum, og rétt að skora á sækjanda í málinu að falla frá honum. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, sagði ákæruna byggja á fleiru en framburði Jóns Geralds og ekki yrði fallið frá þessum ákærulið. Gestur spurði Jón Gerald út úr sem vitni í málinu, meðal annars um greiðslur frá Baugi til Nordica, fyrirtækis Jóns Geralds. Jón Ásgeir og Tryggvi halda því fram að Baugur hafi innt af hendi mánaðarlegar greiðslur til Nordica, en Jón Gerald segir fyrirtækið aðeins hafa fengið álagningu af vörum. Gestur benti á að Nordica hafi stefnt Baugi til að greiða 825 þúsund dali hér á landi vegna vanefnda á samningum árið 2003. Sú upphæð sé hærri en Nordica geti mögulega hafa haft út úr viðskiptum við Baug á árunum 1999 til 2002, sem hafi ekki getað verið hærri en um 600 þúsund dalir. Jón Gerald segir upphæðina sem stefnt var vegna hafa verið reiknaða út af endurskoðanda sínum. Gestur sagði ekki heila brú í tölunum frá Jóni Geraldi, og svaraði Jón Gerald því til að þeir yrðu þá bara sammála um að vera ósammála. Fréttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Verjendur tveggja ákærðu í Baugsmálinu skoruðu í gær á settan ríkissaksóknara í málinu að falla frá átjánda ákærulið ákærunnar, þar sem kærandi í málinu hafi gefið skýringar sem samrýmist ekki ákæru. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, lagði fram bókun frá honum og Jakobi R. Möller, verjanda Tryggva Jónssonar, þar sem þessi áskorun kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þá var fram haldið aðalmeðferð í þeim hluta Baugsmálsins sem nú er fyrir dómi. Í þeim ákærulið sem um ræðir eru þeir Jón Ásgeir og Tryggvi ákærðir fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið fé úr Baugi til Fjárfestingafélagsins Gaums, fjölskyldufyrirtækis Jóns Ásgeirs, til að fjármagna eignarhlutdeild Gaums í skemmtibátnum Thee Viking. Jón Gerald Sullenberger, einn ákærðu í málinu, lagði upphaflega fram kæru hjá lögreglu, en hann gaf skýrslu fyrir dómi á fimmtudag sem sakborningur, og kom fyrir dóminn aftur í gær sem sakborningur og vitni. Gestur vísaði í orð hans fyrir dómi þar sem hann sagði að Gaumur hafi aldrei átt hlut í bátum á Flórída, heldur hafi Jón Ásgeir og faðir hans, Jóhannes Jónsson, átt hluti á móti sér. Með þessu sagði Gestur botninn fallinn úr ákæruliðnum, og rétt að skora á sækjanda í málinu að falla frá honum. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, sagði ákæruna byggja á fleiru en framburði Jóns Geralds og ekki yrði fallið frá þessum ákærulið. Gestur spurði Jón Gerald út úr sem vitni í málinu, meðal annars um greiðslur frá Baugi til Nordica, fyrirtækis Jóns Geralds. Jón Ásgeir og Tryggvi halda því fram að Baugur hafi innt af hendi mánaðarlegar greiðslur til Nordica, en Jón Gerald segir fyrirtækið aðeins hafa fengið álagningu af vörum. Gestur benti á að Nordica hafi stefnt Baugi til að greiða 825 þúsund dali hér á landi vegna vanefnda á samningum árið 2003. Sú upphæð sé hærri en Nordica geti mögulega hafa haft út úr viðskiptum við Baug á árunum 1999 til 2002, sem hafi ekki getað verið hærri en um 600 þúsund dalir. Jón Gerald segir upphæðina sem stefnt var vegna hafa verið reiknaða út af endurskoðanda sínum. Gestur sagði ekki heila brú í tölunum frá Jóni Geraldi, og svaraði Jón Gerald því til að þeir yrðu þá bara sammála um að vera ósammála.
Fréttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira