Vilja að fallið verði frá einum ákærulið 24. febrúar 2007 08:00 Fjölmörg sönnunargögn í málinu voru borin undir Jón Gerald Sullenberger (til vinstri) og fór hann yfir þau með verjanda sínum, Brynjari Níelssyni. MYND/GVA Verjendur tveggja ákærðu í Baugsmálinu skoruðu í gær á settan ríkissaksóknara í málinu að falla frá átjánda ákærulið ákærunnar, þar sem kærandi í málinu hafi gefið skýringar sem samrýmist ekki ákæru. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, lagði fram bókun frá honum og Jakobi R. Möller, verjanda Tryggva Jónssonar, þar sem þessi áskorun kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þá var fram haldið aðalmeðferð í þeim hluta Baugsmálsins sem nú er fyrir dómi. Í þeim ákærulið sem um ræðir eru þeir Jón Ásgeir og Tryggvi ákærðir fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið fé úr Baugi til Fjárfestingafélagsins Gaums, fjölskyldufyrirtækis Jóns Ásgeirs, til að fjármagna eignarhlutdeild Gaums í skemmtibátnum Thee Viking. Jón Gerald Sullenberger, einn ákærðu í málinu, lagði upphaflega fram kæru hjá lögreglu, en hann gaf skýrslu fyrir dómi á fimmtudag sem sakborningur, og kom fyrir dóminn aftur í gær sem sakborningur og vitni. Gestur vísaði í orð hans fyrir dómi þar sem hann sagði að Gaumur hafi aldrei átt hlut í bátum á Flórída, heldur hafi Jón Ásgeir og faðir hans, Jóhannes Jónsson, átt hluti á móti sér. Með þessu sagði Gestur botninn fallinn úr ákæruliðnum, og rétt að skora á sækjanda í málinu að falla frá honum. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, sagði ákæruna byggja á fleiru en framburði Jóns Geralds og ekki yrði fallið frá þessum ákærulið. Gestur spurði Jón Gerald út úr sem vitni í málinu, meðal annars um greiðslur frá Baugi til Nordica, fyrirtækis Jóns Geralds. Jón Ásgeir og Tryggvi halda því fram að Baugur hafi innt af hendi mánaðarlegar greiðslur til Nordica, en Jón Gerald segir fyrirtækið aðeins hafa fengið álagningu af vörum. Gestur benti á að Nordica hafi stefnt Baugi til að greiða 825 þúsund dali hér á landi vegna vanefnda á samningum árið 2003. Sú upphæð sé hærri en Nordica geti mögulega hafa haft út úr viðskiptum við Baug á árunum 1999 til 2002, sem hafi ekki getað verið hærri en um 600 þúsund dalir. Jón Gerald segir upphæðina sem stefnt var vegna hafa verið reiknaða út af endurskoðanda sínum. Gestur sagði ekki heila brú í tölunum frá Jóni Geraldi, og svaraði Jón Gerald því til að þeir yrðu þá bara sammála um að vera ósammála. Fréttir Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Verjendur tveggja ákærðu í Baugsmálinu skoruðu í gær á settan ríkissaksóknara í málinu að falla frá átjánda ákærulið ákærunnar, þar sem kærandi í málinu hafi gefið skýringar sem samrýmist ekki ákæru. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, lagði fram bókun frá honum og Jakobi R. Möller, verjanda Tryggva Jónssonar, þar sem þessi áskorun kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þá var fram haldið aðalmeðferð í þeim hluta Baugsmálsins sem nú er fyrir dómi. Í þeim ákærulið sem um ræðir eru þeir Jón Ásgeir og Tryggvi ákærðir fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið fé úr Baugi til Fjárfestingafélagsins Gaums, fjölskyldufyrirtækis Jóns Ásgeirs, til að fjármagna eignarhlutdeild Gaums í skemmtibátnum Thee Viking. Jón Gerald Sullenberger, einn ákærðu í málinu, lagði upphaflega fram kæru hjá lögreglu, en hann gaf skýrslu fyrir dómi á fimmtudag sem sakborningur, og kom fyrir dóminn aftur í gær sem sakborningur og vitni. Gestur vísaði í orð hans fyrir dómi þar sem hann sagði að Gaumur hafi aldrei átt hlut í bátum á Flórída, heldur hafi Jón Ásgeir og faðir hans, Jóhannes Jónsson, átt hluti á móti sér. Með þessu sagði Gestur botninn fallinn úr ákæruliðnum, og rétt að skora á sækjanda í málinu að falla frá honum. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, sagði ákæruna byggja á fleiru en framburði Jóns Geralds og ekki yrði fallið frá þessum ákærulið. Gestur spurði Jón Gerald út úr sem vitni í málinu, meðal annars um greiðslur frá Baugi til Nordica, fyrirtækis Jóns Geralds. Jón Ásgeir og Tryggvi halda því fram að Baugur hafi innt af hendi mánaðarlegar greiðslur til Nordica, en Jón Gerald segir fyrirtækið aðeins hafa fengið álagningu af vörum. Gestur benti á að Nordica hafi stefnt Baugi til að greiða 825 þúsund dali hér á landi vegna vanefnda á samningum árið 2003. Sú upphæð sé hærri en Nordica geti mögulega hafa haft út úr viðskiptum við Baug á árunum 1999 til 2002, sem hafi ekki getað verið hærri en um 600 þúsund dalir. Jón Gerald segir upphæðina sem stefnt var vegna hafa verið reiknaða út af endurskoðanda sínum. Gestur sagði ekki heila brú í tölunum frá Jóni Geraldi, og svaraði Jón Gerald því til að þeir yrðu þá bara sammála um að vera ósammála.
Fréttir Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira