Pursuit of Happyness - tvær stjörnur 21. febrúar 2007 00:01 Hugljúf en langdregin og einhæf froða. Lífsbarátta sölumannsins Chris Gardner sem er að reyna að vinna sig upp úr eymd og fátækt er langt frá því að vera léttvægt grín. Mestur hluti kvikmyndarinnar Pursuit of Happyness fjallar um sífelld vonbrigði hans og strögl við að verða verðbréfasali. Konan (Thandie Newton) fer frá honum, hann missir húsnæðið og endar á vergangi með strákinn sinn (Jaden Smith) en samt gefst hann ekki upp. Will Smith sýnir frábæran leik og litli strákurinn er mjög sjarmerandi en það er ekki nóg til að bera uppi alla myndina sem verður einhæf og langdregin fyrir vikið. Gardner er sýndur sem næsta gallalaus persóna á meðan fólkið í kringum hann er upp til hópa illa innrætt og fjandsamlegt. Þeir feðgar eru einir í heiminum með allan sinn vanda, meira að segja móðirin er svo veikgeðja að hún getur ekki hjálpað þeim. Fáar aukapersónur eru í myndinni og engin þeirra spennandi svo áhorfendur fylgjast nær einvörðungu með hugljúfu sambandi feðganna. Ekki aðeins eru persónurnar ósannfærandi og einfaldar heldur er gildismatið sem þessi mynd hampar fremur fyrirsjáanlegt – þetta er ameríski draumurinn með áherslu á einstaklingsframtakið. Áherslan er fyrst og fremst á hvernig peningarnir, verðbréfaviðskiptin, muni leysa vanda fjölskyldunnar, sagan endar þegar Gardner fær loksins vinnu og síðan birtist texti þess efnis að myndin sé byggð á sönnum atburðum og aðalpersónan sé nú milljóneri. Myndin gerist 1981 og er skemmtilega unnið með þá söguvitund í útliti myndarinnar auk þess sem músíkin er nokkuð hressandi í þessum eymdaraðstæðum. Annars er þetta óttaleg froða. Kristrún Heiða Hauksdóttir Mest lesið Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Lífið Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Lífið Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Lífið Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Lífið Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Lífið Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans Lífið 50+: Að festast ekki í leiðinlegri rútínu Áskorun Flytur til Sydney Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Lífsbarátta sölumannsins Chris Gardner sem er að reyna að vinna sig upp úr eymd og fátækt er langt frá því að vera léttvægt grín. Mestur hluti kvikmyndarinnar Pursuit of Happyness fjallar um sífelld vonbrigði hans og strögl við að verða verðbréfasali. Konan (Thandie Newton) fer frá honum, hann missir húsnæðið og endar á vergangi með strákinn sinn (Jaden Smith) en samt gefst hann ekki upp. Will Smith sýnir frábæran leik og litli strákurinn er mjög sjarmerandi en það er ekki nóg til að bera uppi alla myndina sem verður einhæf og langdregin fyrir vikið. Gardner er sýndur sem næsta gallalaus persóna á meðan fólkið í kringum hann er upp til hópa illa innrætt og fjandsamlegt. Þeir feðgar eru einir í heiminum með allan sinn vanda, meira að segja móðirin er svo veikgeðja að hún getur ekki hjálpað þeim. Fáar aukapersónur eru í myndinni og engin þeirra spennandi svo áhorfendur fylgjast nær einvörðungu með hugljúfu sambandi feðganna. Ekki aðeins eru persónurnar ósannfærandi og einfaldar heldur er gildismatið sem þessi mynd hampar fremur fyrirsjáanlegt – þetta er ameríski draumurinn með áherslu á einstaklingsframtakið. Áherslan er fyrst og fremst á hvernig peningarnir, verðbréfaviðskiptin, muni leysa vanda fjölskyldunnar, sagan endar þegar Gardner fær loksins vinnu og síðan birtist texti þess efnis að myndin sé byggð á sönnum atburðum og aðalpersónan sé nú milljóneri. Myndin gerist 1981 og er skemmtilega unnið með þá söguvitund í útliti myndarinnar auk þess sem músíkin er nokkuð hressandi í þessum eymdaraðstæðum. Annars er þetta óttaleg froða. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Mest lesið Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Lífið Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Lífið Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Lífið Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Lífið Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Lífið Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans Lífið 50+: Að festast ekki í leiðinlegri rútínu Áskorun Flytur til Sydney Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira