Bíó og sjónvarp

Sýna hjá Gorkí

Fyrsta íslenska millistjórnendadramað. Leikritið Eilíf hamingja hefur fengið fínar viðtökur og ferðast brátt til Berlínar.
Fyrsta íslenska millistjórnendadramað. Leikritið Eilíf hamingja hefur fengið fínar viðtökur og ferðast brátt til Berlínar.

Íslenskt leikhúsfólk gerir það ekki endasleppt þessa dagana – í London er uppfærsla Þjóðleikhússins á Pétri Gaut að fara á svið í Barbican-leikhúsinu og nú berast fregnir þess að Hið lifandi leikhús hyggist gera strandhögg í Berlín.

Nýtt leikrit Andra Snæs Magnasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar verður sýnt í hinu virta Maxim Gorkí-leikhúsi í Berlín í næstu viku. Verður íslenska sýningin önnur tveggja gestasýninga þar í ár og því mikill heiður fyrir aðstandendur þess að fá svo gott boð.

Verkið, Eilíf hamingja, í leikstjórn Þorleifs Arnar, hefur hlotið gríðargóðar viðtökur á Íslandi. Uppselt hefur verið á allar sýningar til þessa og hafa gagnrýnendur keppst við að lofa það og uppfærslu þess á litla sviði Borgarleikhússins. Síðustu sýningar á Eilífri hamingju á Íslandi fyrir ferðina út verða nú um helgina en þær munu svo halda áfram að ferðalaginu loknu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×