Raunsætt frjálslyndi Sigurjón Þórðarson skrifar 21. febrúar 2007 05:00 Varla er hægt að ímynda sér ömurlegra hlutskipti en að verða þræll fíkniefna og mikið hlýtur sú sálarangist að vera sár og slítandi að eiga barn í slíkri ánauð. Sem betur fer þekkja fæst okkar þann hrylling af eigin raun og vissulega eiga fórnarlömbin alla okkar samúð. Skipulagðri glæpastarfsemi sem miðar að því að hlekkja fjölda ungmenna við eitur má að sjálfsögðu jafna við hryðjuverk. Frjálslyndi flokkurinn hefur frá upphafi litið á það sem skyldu sína að berjast af alefli gegn þessari vá. Ég þakka Davíð Þór Jónssyni, fyrrum ritstjóra, fyrir að vekja athygli á þessu í bakþönkum sínum á baksíðu Fréttablaðsins þann 18. febrúar sl. Ég treysti því að Davíð sé í meginatriðum sammála okkur í Frjálslynda flokknum í þessu efni. Að vísu gætir dálítillar ónákvæmni hjá honum um stefnu Frjálslynda flokksins sem greinilega stafar af misskilningi. Þannig fordæmir hann frjálslynda vegna þess að hann telur að þeir líti á fíkla sem hryðjuverkamenn. Þetta er ekki rétt. Frjálslyndir líta á fíkla sem sjúklinga og vilja rétta þeim og aðstandendum þeirra hjálparhönd með öllum þeim ráðum sem tiltæk eru. Í greininni fordæmdi Davíð Þór Jónsson enn fremur meinta refsigleði frjálslyndra og taldi þá vilja þyngja dóma. Frjálslyndir eru sammála Davíð í því að þyngri dómar hafa ekki skilað neinum árangri í baráttu við fíkniefni, þess vegna hafa þeir aldrei lagt til þyngri refsingar í þeim málaflokki. Misskilningur Davíðs liggur greinilega í því að Frjálslyndi flokkurinn vill efla forvarnir gegn fíkniefnum, vill t.d. að gengið verði úr skugga um sakaferil manna sem hingað koma til lengri dvalar. Aðrar þjóðir fara fram á slíkar upplýsingar. Reynsla okkar Íslendinga er á þann veg að þessa gerist þörf hér líka, því miður. Að lokum fagna ég því að Davíð Þór Jónsson skuli sýna málflutningi frjálslyndra áhuga og hvet hann eindregið til að halda áfram að kynna sér stefnu flokksins. Geri hann það vænti ég þess að hann muni verða skeleggur talsmaður flokksins. Höfundur er alþingismaður. Þannig fordæmir hann frjálslynda vegna þess að hann telur að þeir líti á fíkla sem hryðjuverkamenn. Þetta er ekki rétt. Frjálslyndir líta á fíkla sem sjúklinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Varla er hægt að ímynda sér ömurlegra hlutskipti en að verða þræll fíkniefna og mikið hlýtur sú sálarangist að vera sár og slítandi að eiga barn í slíkri ánauð. Sem betur fer þekkja fæst okkar þann hrylling af eigin raun og vissulega eiga fórnarlömbin alla okkar samúð. Skipulagðri glæpastarfsemi sem miðar að því að hlekkja fjölda ungmenna við eitur má að sjálfsögðu jafna við hryðjuverk. Frjálslyndi flokkurinn hefur frá upphafi litið á það sem skyldu sína að berjast af alefli gegn þessari vá. Ég þakka Davíð Þór Jónssyni, fyrrum ritstjóra, fyrir að vekja athygli á þessu í bakþönkum sínum á baksíðu Fréttablaðsins þann 18. febrúar sl. Ég treysti því að Davíð sé í meginatriðum sammála okkur í Frjálslynda flokknum í þessu efni. Að vísu gætir dálítillar ónákvæmni hjá honum um stefnu Frjálslynda flokksins sem greinilega stafar af misskilningi. Þannig fordæmir hann frjálslynda vegna þess að hann telur að þeir líti á fíkla sem hryðjuverkamenn. Þetta er ekki rétt. Frjálslyndir líta á fíkla sem sjúklinga og vilja rétta þeim og aðstandendum þeirra hjálparhönd með öllum þeim ráðum sem tiltæk eru. Í greininni fordæmdi Davíð Þór Jónsson enn fremur meinta refsigleði frjálslyndra og taldi þá vilja þyngja dóma. Frjálslyndir eru sammála Davíð í því að þyngri dómar hafa ekki skilað neinum árangri í baráttu við fíkniefni, þess vegna hafa þeir aldrei lagt til þyngri refsingar í þeim málaflokki. Misskilningur Davíðs liggur greinilega í því að Frjálslyndi flokkurinn vill efla forvarnir gegn fíkniefnum, vill t.d. að gengið verði úr skugga um sakaferil manna sem hingað koma til lengri dvalar. Aðrar þjóðir fara fram á slíkar upplýsingar. Reynsla okkar Íslendinga er á þann veg að þessa gerist þörf hér líka, því miður. Að lokum fagna ég því að Davíð Þór Jónsson skuli sýna málflutningi frjálslyndra áhuga og hvet hann eindregið til að halda áfram að kynna sér stefnu flokksins. Geri hann það vænti ég þess að hann muni verða skeleggur talsmaður flokksins. Höfundur er alþingismaður. Þannig fordæmir hann frjálslynda vegna þess að hann telur að þeir líti á fíkla sem hryðjuverkamenn. Þetta er ekki rétt. Frjálslyndir líta á fíkla sem sjúklinga
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun