Hafði fregnir af sköpunargleði og náttúrufegurð 21. febrúar 2007 03:15 Lisa leggur áherslu á orð sín í Salnum í Kópavogi í gær, en þar ræddi hún kauphegðun kvenna og hvernig best væri að koma skilaboðum til kvenna. Hún segir konur kröfuharðari en karla og því skipti miklu að vel takist upp í auglýsingum eigi þær að grípa hug þeirra. MYND/Pjetur Konur eru kröfuharðari markhópur og þess vegna borgar sig að miða markaðssetningu við þær. „Vörumerkin verða ekki kvenlegri fyrir vikið heldur sterkari," segir Lisa Johnsons, frumkvöðull í markaðsrannsóknum og annar höfunda metsölubókarinnar „Don't Think Pink". Lisa hélt fyrirlestur í Salnum í Kópavogi í gær. Hún er bandarísk og var hér í sinni fyrstu heimsókn. Aukinheldur segir Lisa að vegna þess að konur stýri oft innkaupum bæði á heimilum og í fyrirtækjum borgi sig að höfða til þeirra í auglýsingum. „Oft á tíðum eru konur ekki bara að kaupa fyrir sjálfar sig, heldur líka fyrir börnin, eiginmanninn og aldraða foreldra. Svo er það líka oft þannig að þótt fólk ákveði innkaupin sameiginlega sér konan um að kanna kostina og vinsa úr lokavalkosti." Vel sóttur fyrirlestur. Salurinn var þétt setinn á fyrirlestri Lisu Johnson í Salnum í Kópavogi í gær. Samtök verslunar og þjónustu og Félag kvenna í atvinnurekstri stóðu fyrir samkomunni. MYND/Pjetur Að sögn Lisu standa mörg fyrirtæki sig mun betur en áður í því að höfða til kvenna með auglýsingum sínum. „Sérstaklega hefur orðið þar breyting á síðustu fimm árin eða svo. Almennt séð hafa stærstu mistökin ekki verið að auglýsingar hafi verið niðrandi eða móðgandi, þótt ekki sé hægt að neita því að dæmi eru um slíkt, heldur hafa þær bara verið svo leiðinlegar. Hvar er tónlistin, kímnigáfan og skilaboðin sem hjálpa konum að samsama sig þessum auglýsingum," segir hún og nefnir snyrtivörufyrirtækið Dove sérstaklega sem dæmi um fyrirtæki sem tekist hafi vel upp í að fanga hug og hjörtu kvenna, til dæmis með „Real beauty" auglýsingaherferð sinni. Lisa segist afar ánægð yfir að hafa fengið tækifæri til að sækja landið heim og hafi hlakkað mikið til fararinnar. „Eftir að ég tók að skipuleggja för mína hingað sendi ég svona fyrirspurnir út í tengslanetið hjá mér og ræddi við vini og samstarfsfólk sem hingað hafði komið. Mér var þá sagt frá einstakri náttúrufegurð sem hér væri að finna og af tískumeðvitund fólksins. Eins var oft talað um sköpunargleðina sem einkenndi Íslendinga. Ég er þess fullviss að ferð mín til Íslands verður bæði fróðleg og lærdómsrík, bæði hvað störf mín varðar og eins persónulega." Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Konur eru kröfuharðari markhópur og þess vegna borgar sig að miða markaðssetningu við þær. „Vörumerkin verða ekki kvenlegri fyrir vikið heldur sterkari," segir Lisa Johnsons, frumkvöðull í markaðsrannsóknum og annar höfunda metsölubókarinnar „Don't Think Pink". Lisa hélt fyrirlestur í Salnum í Kópavogi í gær. Hún er bandarísk og var hér í sinni fyrstu heimsókn. Aukinheldur segir Lisa að vegna þess að konur stýri oft innkaupum bæði á heimilum og í fyrirtækjum borgi sig að höfða til þeirra í auglýsingum. „Oft á tíðum eru konur ekki bara að kaupa fyrir sjálfar sig, heldur líka fyrir börnin, eiginmanninn og aldraða foreldra. Svo er það líka oft þannig að þótt fólk ákveði innkaupin sameiginlega sér konan um að kanna kostina og vinsa úr lokavalkosti." Vel sóttur fyrirlestur. Salurinn var þétt setinn á fyrirlestri Lisu Johnson í Salnum í Kópavogi í gær. Samtök verslunar og þjónustu og Félag kvenna í atvinnurekstri stóðu fyrir samkomunni. MYND/Pjetur Að sögn Lisu standa mörg fyrirtæki sig mun betur en áður í því að höfða til kvenna með auglýsingum sínum. „Sérstaklega hefur orðið þar breyting á síðustu fimm árin eða svo. Almennt séð hafa stærstu mistökin ekki verið að auglýsingar hafi verið niðrandi eða móðgandi, þótt ekki sé hægt að neita því að dæmi eru um slíkt, heldur hafa þær bara verið svo leiðinlegar. Hvar er tónlistin, kímnigáfan og skilaboðin sem hjálpa konum að samsama sig þessum auglýsingum," segir hún og nefnir snyrtivörufyrirtækið Dove sérstaklega sem dæmi um fyrirtæki sem tekist hafi vel upp í að fanga hug og hjörtu kvenna, til dæmis með „Real beauty" auglýsingaherferð sinni. Lisa segist afar ánægð yfir að hafa fengið tækifæri til að sækja landið heim og hafi hlakkað mikið til fararinnar. „Eftir að ég tók að skipuleggja för mína hingað sendi ég svona fyrirspurnir út í tengslanetið hjá mér og ræddi við vini og samstarfsfólk sem hingað hafði komið. Mér var þá sagt frá einstakri náttúrufegurð sem hér væri að finna og af tískumeðvitund fólksins. Eins var oft talað um sköpunargleðina sem einkenndi Íslendinga. Ég er þess fullviss að ferð mín til Íslands verður bæði fróðleg og lærdómsrík, bæði hvað störf mín varðar og eins persónulega."
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira