Hafði fregnir af sköpunargleði og náttúrufegurð 21. febrúar 2007 03:15 Lisa leggur áherslu á orð sín í Salnum í Kópavogi í gær, en þar ræddi hún kauphegðun kvenna og hvernig best væri að koma skilaboðum til kvenna. Hún segir konur kröfuharðari en karla og því skipti miklu að vel takist upp í auglýsingum eigi þær að grípa hug þeirra. MYND/Pjetur Konur eru kröfuharðari markhópur og þess vegna borgar sig að miða markaðssetningu við þær. „Vörumerkin verða ekki kvenlegri fyrir vikið heldur sterkari," segir Lisa Johnsons, frumkvöðull í markaðsrannsóknum og annar höfunda metsölubókarinnar „Don't Think Pink". Lisa hélt fyrirlestur í Salnum í Kópavogi í gær. Hún er bandarísk og var hér í sinni fyrstu heimsókn. Aukinheldur segir Lisa að vegna þess að konur stýri oft innkaupum bæði á heimilum og í fyrirtækjum borgi sig að höfða til þeirra í auglýsingum. „Oft á tíðum eru konur ekki bara að kaupa fyrir sjálfar sig, heldur líka fyrir börnin, eiginmanninn og aldraða foreldra. Svo er það líka oft þannig að þótt fólk ákveði innkaupin sameiginlega sér konan um að kanna kostina og vinsa úr lokavalkosti." Vel sóttur fyrirlestur. Salurinn var þétt setinn á fyrirlestri Lisu Johnson í Salnum í Kópavogi í gær. Samtök verslunar og þjónustu og Félag kvenna í atvinnurekstri stóðu fyrir samkomunni. MYND/Pjetur Að sögn Lisu standa mörg fyrirtæki sig mun betur en áður í því að höfða til kvenna með auglýsingum sínum. „Sérstaklega hefur orðið þar breyting á síðustu fimm árin eða svo. Almennt séð hafa stærstu mistökin ekki verið að auglýsingar hafi verið niðrandi eða móðgandi, þótt ekki sé hægt að neita því að dæmi eru um slíkt, heldur hafa þær bara verið svo leiðinlegar. Hvar er tónlistin, kímnigáfan og skilaboðin sem hjálpa konum að samsama sig þessum auglýsingum," segir hún og nefnir snyrtivörufyrirtækið Dove sérstaklega sem dæmi um fyrirtæki sem tekist hafi vel upp í að fanga hug og hjörtu kvenna, til dæmis með „Real beauty" auglýsingaherferð sinni. Lisa segist afar ánægð yfir að hafa fengið tækifæri til að sækja landið heim og hafi hlakkað mikið til fararinnar. „Eftir að ég tók að skipuleggja för mína hingað sendi ég svona fyrirspurnir út í tengslanetið hjá mér og ræddi við vini og samstarfsfólk sem hingað hafði komið. Mér var þá sagt frá einstakri náttúrufegurð sem hér væri að finna og af tískumeðvitund fólksins. Eins var oft talað um sköpunargleðina sem einkenndi Íslendinga. Ég er þess fullviss að ferð mín til Íslands verður bæði fróðleg og lærdómsrík, bæði hvað störf mín varðar og eins persónulega." Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Konur eru kröfuharðari markhópur og þess vegna borgar sig að miða markaðssetningu við þær. „Vörumerkin verða ekki kvenlegri fyrir vikið heldur sterkari," segir Lisa Johnsons, frumkvöðull í markaðsrannsóknum og annar höfunda metsölubókarinnar „Don't Think Pink". Lisa hélt fyrirlestur í Salnum í Kópavogi í gær. Hún er bandarísk og var hér í sinni fyrstu heimsókn. Aukinheldur segir Lisa að vegna þess að konur stýri oft innkaupum bæði á heimilum og í fyrirtækjum borgi sig að höfða til þeirra í auglýsingum. „Oft á tíðum eru konur ekki bara að kaupa fyrir sjálfar sig, heldur líka fyrir börnin, eiginmanninn og aldraða foreldra. Svo er það líka oft þannig að þótt fólk ákveði innkaupin sameiginlega sér konan um að kanna kostina og vinsa úr lokavalkosti." Vel sóttur fyrirlestur. Salurinn var þétt setinn á fyrirlestri Lisu Johnson í Salnum í Kópavogi í gær. Samtök verslunar og þjónustu og Félag kvenna í atvinnurekstri stóðu fyrir samkomunni. MYND/Pjetur Að sögn Lisu standa mörg fyrirtæki sig mun betur en áður í því að höfða til kvenna með auglýsingum sínum. „Sérstaklega hefur orðið þar breyting á síðustu fimm árin eða svo. Almennt séð hafa stærstu mistökin ekki verið að auglýsingar hafi verið niðrandi eða móðgandi, þótt ekki sé hægt að neita því að dæmi eru um slíkt, heldur hafa þær bara verið svo leiðinlegar. Hvar er tónlistin, kímnigáfan og skilaboðin sem hjálpa konum að samsama sig þessum auglýsingum," segir hún og nefnir snyrtivörufyrirtækið Dove sérstaklega sem dæmi um fyrirtæki sem tekist hafi vel upp í að fanga hug og hjörtu kvenna, til dæmis með „Real beauty" auglýsingaherferð sinni. Lisa segist afar ánægð yfir að hafa fengið tækifæri til að sækja landið heim og hafi hlakkað mikið til fararinnar. „Eftir að ég tók að skipuleggja för mína hingað sendi ég svona fyrirspurnir út í tengslanetið hjá mér og ræddi við vini og samstarfsfólk sem hingað hafði komið. Mér var þá sagt frá einstakri náttúrufegurð sem hér væri að finna og af tískumeðvitund fólksins. Eins var oft talað um sköpunargleðina sem einkenndi Íslendinga. Ég er þess fullviss að ferð mín til Íslands verður bæði fróðleg og lærdómsrík, bæði hvað störf mín varðar og eins persónulega."
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira