Segir Baug hafa tapað 260 milljörðum 16. febrúar 2007 06:45 Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og Jón Ásgeir. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group og einn ákærðu í Baugsmálinu, sagði að Baugur hefði líklega tapað um 260 milljörðum króna vegna húsleitar ríkislögreglustjóra 28. ágúst 2002. Þessu hélt hann fram í skýrslutökum yfir sér fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en þeim lauk í gær. Hann sagði að 29. ágúst hefði átt að skrifa undir yfirtökusamning Baugs á verslunarkeðjunni Arcadia. Húsleitin hefði spillt yfirtökunni, og sá sem tók fyrirtækið að lokum yfir, kaupsýslumaðurinn Phillip Green, hefði hagnast um að andvirði 260 milljarða króna á tveimur árum vegna Arcadia-kaupanna. Fjallað var um síðasta ákæruliðinn sem Jón Ásgeir tengist þegar aðalmeðferð í málinu hélt áfram í réttarsalnum í gær. Þar eru þeir Jón Ásgeir og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, sakaðir um fjárdrátt með því að hafa látið Baug greiða samtals rúmlega 32 milljónir króna til að fjármagna eignarhlutdeild Fjárfestingarfélagsins Gaums í skemmtibátnum Thee Viking, og greiða kostnað vegna bátsins. Sækjandi spurði Jón Ásgeir náið út í kaupin á bátunum. Jón Ásgeir sagði ljóst að Jón Gerald Sullenberger, einn ákærðu, hefði átt bátinn, en Gaumur hefði lánað fé til að kaupa og reka bátinn. Á einhverjum tímapunkti hefði verið rætt um að Gaumur fengi hlutdeild í bátnum upp í skuldirnar, en af því hefði ekki orðið. Sækjandi vitnaði talsvert í skýrslu sem Jóhannes Jónsson, faðir Jóns Ásgeirs, gaf við réttarhöld í Bandaríkjunum, en þar sagði Jóhannes að Gaumur hefði greitt af bátum á Flórída, og þeir hefðu átt hlutdeild í þeim. Einnig vitnaði sækjandi í yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni, sem sagði að feðgarnir Jóhannes og Jón Ásgeir hefðu verið að kaupa bát með Jóni Gerald. Við það kannaðist Jón Ásgeir ekki. Jón Ásgeir sagði að skriflegir samningar hefðu verið gerðir vegna lánveitinga Gaums til bátakaupa Jóns Geralds, það hafi verið handsalað. Ekki hefði heldur verið innheimt fyrr en löngu eftir að bátarnir voru keyptir, árið 2002, en á móti hefðu hann og fjölskylda sín fengið að nota bátana. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, spurði umbjóðanda sinn út í samskipti hans við Jón Gerald, og hvernig upphaf Baugsmálsins væri tilkomið. Vitnaði hann meðal annars í fréttir Fréttablaðsins þar sem sagt var frá tölvupóstsamskiptum Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, og Jónínu Benediktsdóttur, þar sem rætt var að Jón Gerald væri illur út í Jón Ásgeir og Jóhannes, og „langaði mest að kála þeim". Gestur las upp úr tölvupósti frá Jóni Gerald til Jóns Ásgeirs frá byrjun júlí 2002, sem hann sagði hafa mikla þýðingu fyrir málið. Þar sakar Jón Gerald Jón Ásgeir um að hafa reynt að komast yfir eiginkonu sína. Jón Ásgeir svaraði og sagði viðskiptum þeirra lokið. Jón Ásgeir sagði að hann og Tryggvi hefðu talið að samningar hefðu náðst í byrjun júlí 2002 um að greiða Jóni Gerald fyrir það tjón sem hann sagðist hafa orðið fyrir vegna þess að Baugur hætti viðskiptum við hann. Í ljós hefði svo komið að á sama tíma hefði verið byrjað að leggja á ráðin um það sem Jón Ásgeir kallaði „aðförina að Baugi". Fréttir Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group og einn ákærðu í Baugsmálinu, sagði að Baugur hefði líklega tapað um 260 milljörðum króna vegna húsleitar ríkislögreglustjóra 28. ágúst 2002. Þessu hélt hann fram í skýrslutökum yfir sér fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en þeim lauk í gær. Hann sagði að 29. ágúst hefði átt að skrifa undir yfirtökusamning Baugs á verslunarkeðjunni Arcadia. Húsleitin hefði spillt yfirtökunni, og sá sem tók fyrirtækið að lokum yfir, kaupsýslumaðurinn Phillip Green, hefði hagnast um að andvirði 260 milljarða króna á tveimur árum vegna Arcadia-kaupanna. Fjallað var um síðasta ákæruliðinn sem Jón Ásgeir tengist þegar aðalmeðferð í málinu hélt áfram í réttarsalnum í gær. Þar eru þeir Jón Ásgeir og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, sakaðir um fjárdrátt með því að hafa látið Baug greiða samtals rúmlega 32 milljónir króna til að fjármagna eignarhlutdeild Fjárfestingarfélagsins Gaums í skemmtibátnum Thee Viking, og greiða kostnað vegna bátsins. Sækjandi spurði Jón Ásgeir náið út í kaupin á bátunum. Jón Ásgeir sagði ljóst að Jón Gerald Sullenberger, einn ákærðu, hefði átt bátinn, en Gaumur hefði lánað fé til að kaupa og reka bátinn. Á einhverjum tímapunkti hefði verið rætt um að Gaumur fengi hlutdeild í bátnum upp í skuldirnar, en af því hefði ekki orðið. Sækjandi vitnaði talsvert í skýrslu sem Jóhannes Jónsson, faðir Jóns Ásgeirs, gaf við réttarhöld í Bandaríkjunum, en þar sagði Jóhannes að Gaumur hefði greitt af bátum á Flórída, og þeir hefðu átt hlutdeild í þeim. Einnig vitnaði sækjandi í yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni, sem sagði að feðgarnir Jóhannes og Jón Ásgeir hefðu verið að kaupa bát með Jóni Gerald. Við það kannaðist Jón Ásgeir ekki. Jón Ásgeir sagði að skriflegir samningar hefðu verið gerðir vegna lánveitinga Gaums til bátakaupa Jóns Geralds, það hafi verið handsalað. Ekki hefði heldur verið innheimt fyrr en löngu eftir að bátarnir voru keyptir, árið 2002, en á móti hefðu hann og fjölskylda sín fengið að nota bátana. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, spurði umbjóðanda sinn út í samskipti hans við Jón Gerald, og hvernig upphaf Baugsmálsins væri tilkomið. Vitnaði hann meðal annars í fréttir Fréttablaðsins þar sem sagt var frá tölvupóstsamskiptum Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, og Jónínu Benediktsdóttur, þar sem rætt var að Jón Gerald væri illur út í Jón Ásgeir og Jóhannes, og „langaði mest að kála þeim". Gestur las upp úr tölvupósti frá Jóni Gerald til Jóns Ásgeirs frá byrjun júlí 2002, sem hann sagði hafa mikla þýðingu fyrir málið. Þar sakar Jón Gerald Jón Ásgeir um að hafa reynt að komast yfir eiginkonu sína. Jón Ásgeir svaraði og sagði viðskiptum þeirra lokið. Jón Ásgeir sagði að hann og Tryggvi hefðu talið að samningar hefðu náðst í byrjun júlí 2002 um að greiða Jóni Gerald fyrir það tjón sem hann sagðist hafa orðið fyrir vegna þess að Baugur hætti viðskiptum við hann. Í ljós hefði svo komið að á sama tíma hefði verið byrjað að leggja á ráðin um það sem Jón Ásgeir kallaði „aðförina að Baugi".
Fréttir Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira