Völundarhús Pans - fimm stjörnur 16. febrúar 2007 00:01 Strax í sinni fyrstu mynd, Cronos frá árinu 1993, sýndi mexíkóski leikstjórinn Guillermo del Toro að hann er kvikmyndagerðarmaður með sérstaka og áhugaverða sýn. Þrátt fyrir glappaskotið Mimic árið 1997 hefur honum gengið ágætlega í Hollywood en nýtur sín þó óneitanlega betur á móðurmálinu, eins og Hornsteinn djöfulsins (El Espinazo del diablo) frá 2001 og nú Völundarhús Pans ber glögglega vitni um. Völundarhús Pans gerist á Spáni árið 1944 þegar fasistar hafa náð landinu á sitt vald en andspyrnuhreyfingin gerir þeim enn skráveifu í sveitunum. Þangað flytur Ófelía ásamt móður sinni, sem á von á barni með Vidal höfuðsmanni. Hin bókhneigða Ófelía hverfur auðveldlega á vit eigin hugarheims og meðan bardagar geisa milli hersins og skæruliða vitjar skógarpúki hennar kvöld eitt og felur henni þrjár þrautir til að leysa. Auk þess að leikstýra skrifar del Toro handritið að myndinni og er skemmst frá því að segja að þetta er hans langbesta mynd til þessa; áhrifamikið og ljúfsárt ævintýri fyrir fullorðna. Del Toro er framúrskarandi hryllingsmyndagerðarmaður og stíleinkenni hans eru á sínum stað (þar með talinn mikill áhugi hans á skordýrum). Töfraveröldin undursamleg og útfærð af mikilli hugvitssemi, hvort sem um ræðir skógarpúka, risakörtur eða forynjur sem éta börn og minnir á að klassísku ævintýrin voru upphaflega hrylllingssögur síns tíma. Leikstjórinn er ekki síður í essinu sínu þegar kemur að raunheimum og hryllingur stríðsins er nístandi; ofbeldið er mikið og dansar stundum á mörkum splattersins án þess þó að fara yfir strikið. Hin unga Ivana Baquero er frábær í hlutverki Ófelíu og Sergei Lopez er traustur að vanda í hlutverki Vidals höfuðsmanns; þar er líklega komið eitt eftirminnilegasta ómenni kvikmyndasögunnar. Með Völundarhúsi Pans hefur Guillermo del Toro mögulega gert sitt meistaraverk, að minnsta kosti reist sér veglegan bautastein og skipað sér í fremstu röð innan sinnar stéttar. Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Strax í sinni fyrstu mynd, Cronos frá árinu 1993, sýndi mexíkóski leikstjórinn Guillermo del Toro að hann er kvikmyndagerðarmaður með sérstaka og áhugaverða sýn. Þrátt fyrir glappaskotið Mimic árið 1997 hefur honum gengið ágætlega í Hollywood en nýtur sín þó óneitanlega betur á móðurmálinu, eins og Hornsteinn djöfulsins (El Espinazo del diablo) frá 2001 og nú Völundarhús Pans ber glögglega vitni um. Völundarhús Pans gerist á Spáni árið 1944 þegar fasistar hafa náð landinu á sitt vald en andspyrnuhreyfingin gerir þeim enn skráveifu í sveitunum. Þangað flytur Ófelía ásamt móður sinni, sem á von á barni með Vidal höfuðsmanni. Hin bókhneigða Ófelía hverfur auðveldlega á vit eigin hugarheims og meðan bardagar geisa milli hersins og skæruliða vitjar skógarpúki hennar kvöld eitt og felur henni þrjár þrautir til að leysa. Auk þess að leikstýra skrifar del Toro handritið að myndinni og er skemmst frá því að segja að þetta er hans langbesta mynd til þessa; áhrifamikið og ljúfsárt ævintýri fyrir fullorðna. Del Toro er framúrskarandi hryllingsmyndagerðarmaður og stíleinkenni hans eru á sínum stað (þar með talinn mikill áhugi hans á skordýrum). Töfraveröldin undursamleg og útfærð af mikilli hugvitssemi, hvort sem um ræðir skógarpúka, risakörtur eða forynjur sem éta börn og minnir á að klassísku ævintýrin voru upphaflega hrylllingssögur síns tíma. Leikstjórinn er ekki síður í essinu sínu þegar kemur að raunheimum og hryllingur stríðsins er nístandi; ofbeldið er mikið og dansar stundum á mörkum splattersins án þess þó að fara yfir strikið. Hin unga Ivana Baquero er frábær í hlutverki Ófelíu og Sergei Lopez er traustur að vanda í hlutverki Vidals höfuðsmanns; þar er líklega komið eitt eftirminnilegasta ómenni kvikmyndasögunnar. Með Völundarhúsi Pans hefur Guillermo del Toro mögulega gert sitt meistaraverk, að minnsta kosti reist sér veglegan bautastein og skipað sér í fremstu röð innan sinnar stéttar. Bergsteinn Sigurðsson
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira