Bíður dóms vegna ruslpóst 14. febrúar 2007 00:01 Tveir menn eiga yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsisdóm og tugmilljóna króna sekt fyrir að senda milljónir ruslpóstskeyta á netinu. 27 ára maður að nafni Joshua Eveloff á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi og sekt upp á jafnvirði allt að 17 milljónum íslenskra króna í Bandaríkjunum fyrir að senda margar milljónir af ruslpósti árið 2004. Tilgangurinn með póstsendingunum var að auglýsa hugbúnað sem gat stolið aðgangsorðum úr nettengdum tölvum. Eveloff játaði fyrir rétti í Iowa-ríki í Bandaríkjunum fyrir réttri viku að auk þess að bera ábyrgð á tölvupóstsendingunum þá hafi hann hagað upplýsingum í tölvuskeytunum þannig að ekki var að sjá að þau hefðu komið frá honum. Með athæfinu þykir Eveloff hafa brotið alríkislög í Bandaríkjunum, sem mæla gegn sendingu ruslpósta. Þá benti rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar til þess að maðurinn hefði brotist inn í tölvukerfi fyrirtækis í Flórída og notað tölvur þess til að senda áfram að minnsta kosti 1,5 milljónir tölvuskeyta með auglýsingum af þessu tagi í sex klukkustundir. Dómur fellur í máli Eveloffs í apríl næstkomandi. Maður sem var í vitorði með honum verður dæmdur á sama tíma en hann á yfir höfði sér álíka dóm fyrir athæfið. Héðan og þaðan Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
27 ára maður að nafni Joshua Eveloff á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi og sekt upp á jafnvirði allt að 17 milljónum íslenskra króna í Bandaríkjunum fyrir að senda margar milljónir af ruslpósti árið 2004. Tilgangurinn með póstsendingunum var að auglýsa hugbúnað sem gat stolið aðgangsorðum úr nettengdum tölvum. Eveloff játaði fyrir rétti í Iowa-ríki í Bandaríkjunum fyrir réttri viku að auk þess að bera ábyrgð á tölvupóstsendingunum þá hafi hann hagað upplýsingum í tölvuskeytunum þannig að ekki var að sjá að þau hefðu komið frá honum. Með athæfinu þykir Eveloff hafa brotið alríkislög í Bandaríkjunum, sem mæla gegn sendingu ruslpósta. Þá benti rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar til þess að maðurinn hefði brotist inn í tölvukerfi fyrirtækis í Flórída og notað tölvur þess til að senda áfram að minnsta kosti 1,5 milljónir tölvuskeyta með auglýsingum af þessu tagi í sex klukkustundir. Dómur fellur í máli Eveloffs í apríl næstkomandi. Maður sem var í vitorði með honum verður dæmdur á sama tíma en hann á yfir höfði sér álíka dóm fyrir athæfið.
Héðan og þaðan Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira