Nýtt stýrikerfi eftir tvö ár 14. febrúar 2007 00:01 Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft ætlar að setja nýtt stýrikerfi á markað eftir tæp tvö ár. Þetta sagði Ben Fathi, einn af framkvæmdastjórum þróunardeildar Microsoft, á ráðstefnu um tölvumál í San Francisco í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Windows Vista, nýjasta stýrikerfið frá hugbúnaðarrisanum kom á markað í lok síðasta mánaðar. Um sex ár liðu á milli nýrra stýrikerfa frá Microsoft en Windows XP kom á markað árið 2001. Allt frá þeim tíma birtust fréttir annað slagið þar sem var sagt að von væri á nýju stýrikerfi frá fyrirtækinu. Vinnuheiti þess var Longhorn en ekkert bólaði á útgáfunni. Fathi sagði Microsoft hafa getað sett nýtt stýrikerfi á markað miklu fyrr. Helsta ástæðan fyrir því hafi verið tíðir tölvuormar sem herjuðu á nettengdar tölvur árið 2003 sem leiddu til þess að menn hjá Microsoft hefðu ákveðið að snúa sér að veiruvörnum í auknum mæli. Því hafi áherslan verið lögð á stóra uppfærslupakkann fyrir Windows XP, sem kom út í ágúst fyrir tveimur og hálfu ári. „Gróflega talið líða tvö til tvö og hálft ár þar til nýtt stýrikerfi verður nauðsynlegt," sagði Fathi. Héðan og þaðan Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft ætlar að setja nýtt stýrikerfi á markað eftir tæp tvö ár. Þetta sagði Ben Fathi, einn af framkvæmdastjórum þróunardeildar Microsoft, á ráðstefnu um tölvumál í San Francisco í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Windows Vista, nýjasta stýrikerfið frá hugbúnaðarrisanum kom á markað í lok síðasta mánaðar. Um sex ár liðu á milli nýrra stýrikerfa frá Microsoft en Windows XP kom á markað árið 2001. Allt frá þeim tíma birtust fréttir annað slagið þar sem var sagt að von væri á nýju stýrikerfi frá fyrirtækinu. Vinnuheiti þess var Longhorn en ekkert bólaði á útgáfunni. Fathi sagði Microsoft hafa getað sett nýtt stýrikerfi á markað miklu fyrr. Helsta ástæðan fyrir því hafi verið tíðir tölvuormar sem herjuðu á nettengdar tölvur árið 2003 sem leiddu til þess að menn hjá Microsoft hefðu ákveðið að snúa sér að veiruvörnum í auknum mæli. Því hafi áherslan verið lögð á stóra uppfærslupakkann fyrir Windows XP, sem kom út í ágúst fyrir tveimur og hálfu ári. „Gróflega talið líða tvö til tvö og hálft ár þar til nýtt stýrikerfi verður nauðsynlegt," sagði Fathi.
Héðan og þaðan Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira