Umhverfisstjórnun fær ISO-vottun hjá Actavis 14. febrúar 2007 00:01 Frá ISO 14001 vottuninni Leó Sigurðsson, deildarstjóri öryggis- og umhverfiseftirlits Actavis á Íslandi, Jón Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóri Actavis á Íslandi, Róbert Wessman forstjóri, Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra og Hákon Jóhannesson, fulltrúi SGS á Íslandi. MYND/GVA Actavis á Íslandi hefur fengið afhent viðurkenningarskjal til staðfestingar á ISO 14001 vottun umhverfisstjórnunarkerfis fyrirtækisins. Jón Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóri Actavis á Íslandi, segir fyrirtækið hafa einsett sér að vera í fararbroddi í umhverfis- og öryggismálum. Skjalið var afhent með viðhöfn í síðustu viku, en umhverfisstjórnunarkerfið hefur þegar verið innleitt eftir eins árs innleiðingarferli. Actavis er áttunda fyrirtækið hér sem fær ISO 14001 vottun. Ráðgjafarfyrirtækið SGS (Société Générale de Surveillance) United Kingdom Ltd. gerði úttekt á umhverfisstjórnunarkerfinu. „ISO 14001 er alþjóðlegur staðall þar sem tilgreindar eru kröfur sem gera eiga fyrirtækjum kleift að þróa og innleiða stefnu og markmið í umhverfismálum með hliðsjón af umhverfisþáttum, lagalegum kröfum svo og öðrum þeim kröfum sem við kunna að eiga. Þegar fyrirtækin hafa uppfyllt öll skilyrði staðalsins er hægt að öðlast vottun óháðs aðila á umhverfisstjórnunarkerfinu í samræmi við kröfur ISO 14001,“ segir í tilkynningu. Merki ISO vottunarinnar Í tilefni áfangans hjá Actavis var Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra og Lúðvík Geirssyni, bæjarstjóra í Hafnarfirði, boðið í formlega heimsókn til Actavis og þeim kynnt starfsemi fyrirtækisins. Í lok heimsóknarinnar var svo viðurkenningarskjalið afhent. „Við erum afar stolt af því að vera fyrirtæki sem kemur fram á ábyrgan hátt gagnvart umhverfinu,“ er haft eftir Jóni Gunnari. „Við teljum að ávinningur umhverfisstjórnunar sé mikill og muni koma fram í aukinni hagkvæmni, betri stjórn á umhverfisþáttum og áhættu í rekstri samfara jákvæðari ímynd og meiri samkeppnishæfni.“ Héðan og þaðan Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Actavis á Íslandi hefur fengið afhent viðurkenningarskjal til staðfestingar á ISO 14001 vottun umhverfisstjórnunarkerfis fyrirtækisins. Jón Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóri Actavis á Íslandi, segir fyrirtækið hafa einsett sér að vera í fararbroddi í umhverfis- og öryggismálum. Skjalið var afhent með viðhöfn í síðustu viku, en umhverfisstjórnunarkerfið hefur þegar verið innleitt eftir eins árs innleiðingarferli. Actavis er áttunda fyrirtækið hér sem fær ISO 14001 vottun. Ráðgjafarfyrirtækið SGS (Société Générale de Surveillance) United Kingdom Ltd. gerði úttekt á umhverfisstjórnunarkerfinu. „ISO 14001 er alþjóðlegur staðall þar sem tilgreindar eru kröfur sem gera eiga fyrirtækjum kleift að þróa og innleiða stefnu og markmið í umhverfismálum með hliðsjón af umhverfisþáttum, lagalegum kröfum svo og öðrum þeim kröfum sem við kunna að eiga. Þegar fyrirtækin hafa uppfyllt öll skilyrði staðalsins er hægt að öðlast vottun óháðs aðila á umhverfisstjórnunarkerfinu í samræmi við kröfur ISO 14001,“ segir í tilkynningu. Merki ISO vottunarinnar Í tilefni áfangans hjá Actavis var Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra og Lúðvík Geirssyni, bæjarstjóra í Hafnarfirði, boðið í formlega heimsókn til Actavis og þeim kynnt starfsemi fyrirtækisins. Í lok heimsóknarinnar var svo viðurkenningarskjalið afhent. „Við erum afar stolt af því að vera fyrirtæki sem kemur fram á ábyrgan hátt gagnvart umhverfinu,“ er haft eftir Jóni Gunnari. „Við teljum að ávinningur umhverfisstjórnunar sé mikill og muni koma fram í aukinni hagkvæmni, betri stjórn á umhverfisþáttum og áhættu í rekstri samfara jákvæðari ímynd og meiri samkeppnishæfni.“
Héðan og þaðan Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira