Tónlist

Franskt útvarp FM 89.0

Franskt útvarp. Hljómsveitin Air heyrist væntanlega þar
Franskt útvarp. Hljómsveitin Air heyrist væntanlega þar

Radio France Internationale hóf útsendingar hér á landi í fyrsta sinn um síðustu helgi og útvarpar allan sólarhringinn og alla daga vikunnar á tíðninni FM89,0. Útsendingin er til eins árs í senn og nær yfir allt höfuðborgarsvæðið.

Útvarpsrásin fer í loftið hérlendis samhliða hinni umfangsmiklu frönsku menningarhátíð, „Pourquoi-Pas? Franskt vor á Íslandi“, sem hefst 22. febrúar.

(http://www.pourquoipas.is).

Radio France Internationale er frönsk opinber útvarpsrás rekin af utanríkisráðuneyti Frakklands sem útvarpar á um 20 mismunandi tungumálum. Fjöldi áheyrenda nemur 44 milljónum, þar af eru 25 milljónir í Afríku. Í Evrópu er fjöldi áheyrenda um 2 milljónir. Rásin er með 150 senda víða um heim og er í samstarfi við 340 mismunandi útvarpsrásir, sem útvarpa dagskrá RFI í heild sinni eða að hluta. Rásin flytur fréttir á hálftíma fresti með áherslur á alþjóðamál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×