Grætt á friði og spekt 7. febrúar 2007 00:01 Janúar var eins og draumur í dós. Allt heppnaðist sem hugsast gat og maður bara farinn að undirbúa fríið í Florida með forstjórunum sem hópa sig eins og gæsir að hausti eftir ársuppgjörin og Viðskiptaþingið. Það verða áhyggjulausar stundir á sundlaugarbarminum meðan maður sýgur í sig D-vítamínið úr sólinni og gengur aðeins og B-vítamínið með sötrinu. Þetta eru dásamlegir tímar. Bankarnir allir búnir að skila toppuppgjörum og svo kaupir Glitnir fyrirtæki í Finnlandi. Með kaupunum opnar bankinn austurgluggann og fær starfstöð í Moskvu. Þetta finnska apparat var ekki gefið, en mun skila sér með því að bankinn nýti samböndin til að byggja ofan á, auk þess sem það má alltaf gera bisness með þessu ríka eignastýringarliði sem fylgir með í kaupunum. Sennilega er allt fullt af Nokia-Finnum í stokknum sem hafa ekkert vit á peningum, en unnu í finnska þjóðarhappdrættinu þegar Nokia steig upp úr stígvélunum og fór að framleiða farsíma. Það bjó til alveg hrúgu af ríkum Finnum. Sama og hér hefur gerst með Actavis, Bakkavör og bankana sem hafa búið til íslenska milljónamæringa, eins og mig. Ég hef alltaf kunnað vel við Finna og verið þeirrar skoðunar að það sé gott fyrir Íslendinga að gera bisness með þeim. Þeir eru stóískir eins og við. Vita að „alt går åt helvete til slut“ og eru ekkert að kippa sér upp yfir smáatriðum. Svo kunna þeir að drekka og taka það með svipuðu trompi og við. Þetta er hið besta mál og þar við bætist að þegar Glitnir er búinn að kaupa, þá rísa væntingarnar á markaðnum um að næstu taki til óspilltra málanna. Ég spái því að Straumur taki næst til hendinni. Uppgjörið kom á óvart og var miklu betra, en búast mátti við. Greinilega á betri leið en ég hélt og með hrikalega mikið ónýtt eigið fé sem þeir hljóta að koma í betri vinnu á næstunni. Sennilega eigum við samt eftir að fá krónuna í veikingu á árinu, þannig að það er vissara að vera á vaktinni, en ég get örugglega slappað af í blíðunni hjá Bush sem vonandi hættir þessari vitleysu með Íran. Það eru alltaf einhverjir sem græða á stríði, en það er miklu skemmtilegra að græða á friði og spekt. Svona er maður nú siðferðilega innstilltur þrátt fyrir allt. Ég nennti til dæmis ekki að láta Steve Forbes trufla meltinguna hjá mér undir einhverjum dýrindis málsverðinum. Ég átti meira en svo fyrir því, en mér fannst bara einhvern veginn betra að dekra við sjálfan mig heima við. Opna dýrindis rauðvín og spegla mig í aðdáunarfullum augum konunnar meðan spekin rann upp úr mér. Forbes gat ómögulega toppað það. Svo var það líka miklu ódýrara. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Janúar var eins og draumur í dós. Allt heppnaðist sem hugsast gat og maður bara farinn að undirbúa fríið í Florida með forstjórunum sem hópa sig eins og gæsir að hausti eftir ársuppgjörin og Viðskiptaþingið. Það verða áhyggjulausar stundir á sundlaugarbarminum meðan maður sýgur í sig D-vítamínið úr sólinni og gengur aðeins og B-vítamínið með sötrinu. Þetta eru dásamlegir tímar. Bankarnir allir búnir að skila toppuppgjörum og svo kaupir Glitnir fyrirtæki í Finnlandi. Með kaupunum opnar bankinn austurgluggann og fær starfstöð í Moskvu. Þetta finnska apparat var ekki gefið, en mun skila sér með því að bankinn nýti samböndin til að byggja ofan á, auk þess sem það má alltaf gera bisness með þessu ríka eignastýringarliði sem fylgir með í kaupunum. Sennilega er allt fullt af Nokia-Finnum í stokknum sem hafa ekkert vit á peningum, en unnu í finnska þjóðarhappdrættinu þegar Nokia steig upp úr stígvélunum og fór að framleiða farsíma. Það bjó til alveg hrúgu af ríkum Finnum. Sama og hér hefur gerst með Actavis, Bakkavör og bankana sem hafa búið til íslenska milljónamæringa, eins og mig. Ég hef alltaf kunnað vel við Finna og verið þeirrar skoðunar að það sé gott fyrir Íslendinga að gera bisness með þeim. Þeir eru stóískir eins og við. Vita að „alt går åt helvete til slut“ og eru ekkert að kippa sér upp yfir smáatriðum. Svo kunna þeir að drekka og taka það með svipuðu trompi og við. Þetta er hið besta mál og þar við bætist að þegar Glitnir er búinn að kaupa, þá rísa væntingarnar á markaðnum um að næstu taki til óspilltra málanna. Ég spái því að Straumur taki næst til hendinni. Uppgjörið kom á óvart og var miklu betra, en búast mátti við. Greinilega á betri leið en ég hélt og með hrikalega mikið ónýtt eigið fé sem þeir hljóta að koma í betri vinnu á næstunni. Sennilega eigum við samt eftir að fá krónuna í veikingu á árinu, þannig að það er vissara að vera á vaktinni, en ég get örugglega slappað af í blíðunni hjá Bush sem vonandi hættir þessari vitleysu með Íran. Það eru alltaf einhverjir sem græða á stríði, en það er miklu skemmtilegra að græða á friði og spekt. Svona er maður nú siðferðilega innstilltur þrátt fyrir allt. Ég nennti til dæmis ekki að láta Steve Forbes trufla meltinguna hjá mér undir einhverjum dýrindis málsverðinum. Ég átti meira en svo fyrir því, en mér fannst bara einhvern veginn betra að dekra við sjálfan mig heima við. Opna dýrindis rauðvín og spegla mig í aðdáunarfullum augum konunnar meðan spekin rann upp úr mér. Forbes gat ómögulega toppað það. Svo var það líka miklu ódýrara. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun