Tónlist

Hitar upp í Höllinni

Rokksveitin Mínus hitar upp fyrir Incubus hinn 3. mars.
Rokksveitin Mínus hitar upp fyrir Incubus hinn 3. mars.

Rokkararnir í Mínus hita upp fyrir bandarísku hljómsveitina Incubus sem spilar í Laugardalshöll 3. mars.

Þetta verða fyrstu tónleikar Mínus hér á landi síðan sveitin spilaði á Iceland Airwaves-hátíðinni síðasta haust. Mínus, sem hefur áður hitað upp fyrir Metallica, Foo Fighters og Queens of the Stone Age, mun kynna efni af væntanlegri plötu sem var nýlega tekin upp í Los Angeles.

Uppselt er í stúku á tónleikana í Höllinni en enn eru til miðar í stæði.

Miðasala fer m.a. fram á midi.is. Miðaverð er 4.500 kr. í stæði og 5.500 í sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×