Fordómar prófessorsins 6. febrúar 2007 05:00 Það er greinilegt að hinn mikli fjöldi fólks sem tók virkan þátt í flokksþingi Frjálslynda flokksins hefur vakið óhug með sjálfskipuðum varðhundum umræðunnar. Frjálslyndi flokkurinn hefur verið í fararbroddi við að ræða ýmis mál sem brenna á þjóðinni en sjálfskipaðir verðir umræðunnar hafa reynt að þagga hana niður, s.s. umræðu um útlendinga og kvótakerfið. Í fjölmiðlum hefur verið dregin upp mjög sérstök mynd af þeim nokkur hundruð Íslendingum sem tóku þátt í fundinum og samþykktu vandaða stjórnmálaáætlun flokksþingsins. Látið hefur verið að því liggja að þetta hafi verið samkoma sem hafi daðrað við hatur í garð fólks af erlendum uppruna. Það á ekki við nokkur einustu rök að styðjast og sýnir það að nauðvörn andstæðinga flokksins felst í að sverta samkomuna. Mikið hefur verið gert úr ringulreið sem skapaðist um skeið þegar stór hópur fólks streymdi til skráningar á þingið skömmu áður en kosning átti að hefjast. Morgunblaðið hefur gert mikið úr þeirri þvögu sem varð, sem starfsfólk þingsins greiddi farsællega úr þegar á leið. Og kosning fór fram eins og lög gerðu ráð fyrir. Ég vil nota tækifærið og hrósa því fólki sem vann óeigingjarnt starf á þinginu og réði fram úr ástandi sem ekki varð séð fyrir. Enginn gerði athugasemd við framkvæmd kosningarinnar nema sá frambjóðandi sem fór halloka í sjálfum kosningunum eftir að úrslit lágu fyrir og síðan komu helstu fylgismenn í kjölfarið. Frambjóðandinn sem um ræðir hafði stefnt leynt og ljóst að því að fara úr Frjálslynda flokknum ef hún næði ekki undirtökunum í flokknum. Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með því hvernig ýmsir reyna að sverta þann fjölda fólks sem tók þátt í lýðræðislegu starfi á vegum Frjálslynda flokksins. Þó tók steininn úr þegar Baldur Þórhallsson, sem starfar sem prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og á að stunda gagnrýnin vinnubrögð, gleypti í fréttatíma RÚV við öllum rangfærslum um framkvæmd kosninganna, miklaði þær og dró síðan í framhaldinu í efa trúverðugleika Frjálslynda flokksins. Ekki veit ég til þess að prófessorinn hafi haft nokkurt samband við þá valinkunnu heiðursmenn sem sáu um framkvæmd kosninganna til þess að kynna sér málavöxtu. Ég skora hér með á Baldur Þórhallsson, prófessor í Háskóla Íslands, að setja sig í samband við kjörnefnd Frjálslynda flokksins, setja sig inn málavöxtu og vera ekki að fella dóma sem byggðir eru á litaðri fréttamennsku flokksblaðs Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það er greinilegt að hinn mikli fjöldi fólks sem tók virkan þátt í flokksþingi Frjálslynda flokksins hefur vakið óhug með sjálfskipuðum varðhundum umræðunnar. Frjálslyndi flokkurinn hefur verið í fararbroddi við að ræða ýmis mál sem brenna á þjóðinni en sjálfskipaðir verðir umræðunnar hafa reynt að þagga hana niður, s.s. umræðu um útlendinga og kvótakerfið. Í fjölmiðlum hefur verið dregin upp mjög sérstök mynd af þeim nokkur hundruð Íslendingum sem tóku þátt í fundinum og samþykktu vandaða stjórnmálaáætlun flokksþingsins. Látið hefur verið að því liggja að þetta hafi verið samkoma sem hafi daðrað við hatur í garð fólks af erlendum uppruna. Það á ekki við nokkur einustu rök að styðjast og sýnir það að nauðvörn andstæðinga flokksins felst í að sverta samkomuna. Mikið hefur verið gert úr ringulreið sem skapaðist um skeið þegar stór hópur fólks streymdi til skráningar á þingið skömmu áður en kosning átti að hefjast. Morgunblaðið hefur gert mikið úr þeirri þvögu sem varð, sem starfsfólk þingsins greiddi farsællega úr þegar á leið. Og kosning fór fram eins og lög gerðu ráð fyrir. Ég vil nota tækifærið og hrósa því fólki sem vann óeigingjarnt starf á þinginu og réði fram úr ástandi sem ekki varð séð fyrir. Enginn gerði athugasemd við framkvæmd kosningarinnar nema sá frambjóðandi sem fór halloka í sjálfum kosningunum eftir að úrslit lágu fyrir og síðan komu helstu fylgismenn í kjölfarið. Frambjóðandinn sem um ræðir hafði stefnt leynt og ljóst að því að fara úr Frjálslynda flokknum ef hún næði ekki undirtökunum í flokknum. Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með því hvernig ýmsir reyna að sverta þann fjölda fólks sem tók þátt í lýðræðislegu starfi á vegum Frjálslynda flokksins. Þó tók steininn úr þegar Baldur Þórhallsson, sem starfar sem prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og á að stunda gagnrýnin vinnubrögð, gleypti í fréttatíma RÚV við öllum rangfærslum um framkvæmd kosninganna, miklaði þær og dró síðan í framhaldinu í efa trúverðugleika Frjálslynda flokksins. Ekki veit ég til þess að prófessorinn hafi haft nokkurt samband við þá valinkunnu heiðursmenn sem sáu um framkvæmd kosninganna til þess að kynna sér málavöxtu. Ég skora hér með á Baldur Þórhallsson, prófessor í Háskóla Íslands, að setja sig í samband við kjörnefnd Frjálslynda flokksins, setja sig inn málavöxtu og vera ekki að fella dóma sem byggðir eru á litaðri fréttamennsku flokksblaðs Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar