Veðjum á raunveruleg verðmæti 31. janúar 2007 00:01 Það fór eins og Aurasálina grunaði. Þjónustugjöldin hafa skilað bönkunum ævintýralegum hagnaði enn eitt árið. Allir bankarnir nema Seðlabankinn tilkynna nú um frámunalega mikinn hagnað af starfsemi sinni. Stóru bankarnir þrír græddu 163 milljarða á síðasta ári í þjónustugjöldum. Ef við gerum ráð fyrir að fjöldi heimila í landinu sé um hundrað þúsund þá eru þetta hvorki meira né minna en 1,6 milljónir á hvert heimili - eða 135 þúsund tæpar á mánuði. Þetta þýðir í raun og veru að hver fjölskylda þarf eina fyrirvinnu, á 200 þúsund á mánuði, bara til þess að vinna fyrir þjónustugjaldagróðanum. Heyr á endemi! En gróðasveinana í bönkunum munar vitaskuld ekkert um svoleiðis smámuni enda fá þeir annað eins í morgunbónus á hverjum degi þar sem þeir sitja á Saga Class og drekka kampavín og hlusta á Elton John í Bose heyrnartækjunum sínum á meðan þeir bíða eftir að verða uppvartaðir á veitingastaðamat á meðan þeir leika sér að því að slá inn stjarnfræðilegar vaxtaokurtölur inn í Excel líkönin sín - eða hlæja að þeim framúrskarandi vöxtum sem þeir sjálfir greiða í erlendri mynt á meðan alþýða þessa lands kvelst undan vaxtaokrinu. Annars heyrði Aurasálin ákaflega fyndið sjónarmið hjá einum gamaldags vini sínum um daginn. Sá er umhverfisverndarfrík og hefur nú bitið það í sig að fiskveiðar séu óréttlætanlegar út frá siðferðislegu tilliti. Hann benti á að árlega veiði Íslendingar tvær milljónir tonna af fiski - en samt búa hér aðeins um þrjú hundruð þúsund manns. Þessi blessaði maður hélt því fram að þar með þyrfti hver Íslendingur að innbyrða sem svaraði tæplega sjö tonnum af fiski á ári - eða 18 kíló á dag! Þvílík fásinna. Fiskurinn er að sjálfsögðu mestanpart seldur til útlendinga, og það skapar hin raunverulegu verðmæti. Fyrir fiskinn getum við svo keypt bíla og dósamat - jafnvel dósakók úr áli sem framleitt er í hinum umhverfistæru álverksmiðjum víða um land. Þannig virkar hið raunverulega hagkerfi. Það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að við Íslendingar þurfum að éta allan fiskinn sem við veiðum eða nýta allt álið sem við bræðum - allt má þetta nota til vöruskipta um heim allan og útskýrir dugnaður okkar við ál- og fiskframleiðslu þá miklu velmegun sem hér ríkir, þótt bankarnir hafi verið duglegir við að stinga því í eigin vasa. Þetta eru undarlegir tómlætistímar. En það er á hreinu að löngu eftir að pappírsgróði fjármálafyrirtækjanna mun gufa upp í veður og vind standa eftir blómleg álver og fiskihjallar til marks um hina raunverulegu undirstöðu íslenskrar velmegunar sem bjargráðastefna Framsóknarflokksins hefur alltaf verið. Héðan og þaðan Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Það fór eins og Aurasálina grunaði. Þjónustugjöldin hafa skilað bönkunum ævintýralegum hagnaði enn eitt árið. Allir bankarnir nema Seðlabankinn tilkynna nú um frámunalega mikinn hagnað af starfsemi sinni. Stóru bankarnir þrír græddu 163 milljarða á síðasta ári í þjónustugjöldum. Ef við gerum ráð fyrir að fjöldi heimila í landinu sé um hundrað þúsund þá eru þetta hvorki meira né minna en 1,6 milljónir á hvert heimili - eða 135 þúsund tæpar á mánuði. Þetta þýðir í raun og veru að hver fjölskylda þarf eina fyrirvinnu, á 200 þúsund á mánuði, bara til þess að vinna fyrir þjónustugjaldagróðanum. Heyr á endemi! En gróðasveinana í bönkunum munar vitaskuld ekkert um svoleiðis smámuni enda fá þeir annað eins í morgunbónus á hverjum degi þar sem þeir sitja á Saga Class og drekka kampavín og hlusta á Elton John í Bose heyrnartækjunum sínum á meðan þeir bíða eftir að verða uppvartaðir á veitingastaðamat á meðan þeir leika sér að því að slá inn stjarnfræðilegar vaxtaokurtölur inn í Excel líkönin sín - eða hlæja að þeim framúrskarandi vöxtum sem þeir sjálfir greiða í erlendri mynt á meðan alþýða þessa lands kvelst undan vaxtaokrinu. Annars heyrði Aurasálin ákaflega fyndið sjónarmið hjá einum gamaldags vini sínum um daginn. Sá er umhverfisverndarfrík og hefur nú bitið það í sig að fiskveiðar séu óréttlætanlegar út frá siðferðislegu tilliti. Hann benti á að árlega veiði Íslendingar tvær milljónir tonna af fiski - en samt búa hér aðeins um þrjú hundruð þúsund manns. Þessi blessaði maður hélt því fram að þar með þyrfti hver Íslendingur að innbyrða sem svaraði tæplega sjö tonnum af fiski á ári - eða 18 kíló á dag! Þvílík fásinna. Fiskurinn er að sjálfsögðu mestanpart seldur til útlendinga, og það skapar hin raunverulegu verðmæti. Fyrir fiskinn getum við svo keypt bíla og dósamat - jafnvel dósakók úr áli sem framleitt er í hinum umhverfistæru álverksmiðjum víða um land. Þannig virkar hið raunverulega hagkerfi. Það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að við Íslendingar þurfum að éta allan fiskinn sem við veiðum eða nýta allt álið sem við bræðum - allt má þetta nota til vöruskipta um heim allan og útskýrir dugnaður okkar við ál- og fiskframleiðslu þá miklu velmegun sem hér ríkir, þótt bankarnir hafi verið duglegir við að stinga því í eigin vasa. Þetta eru undarlegir tómlætistímar. En það er á hreinu að löngu eftir að pappírsgróði fjármálafyrirtækjanna mun gufa upp í veður og vind standa eftir blómleg álver og fiskihjallar til marks um hina raunverulegu undirstöðu íslenskrar velmegunar sem bjargráðastefna Framsóknarflokksins hefur alltaf verið.
Héðan og þaðan Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira