Afdrifaríkur undirbúningur 15. janúar 2007 06:15 Hvernig lukkast hið fullkomna stefnumót? Halldóra Malin Pétursdóttir sýnir verk um mátt ástarinnar í Austurbæ. MYND/GVA Í Silfurtunglinu er ung kona að undirbúa stefnumót við mikilvægasta mann í heimi – manninn sem hún ætlar að elska til æviloka. Þá er jú vissara að vera búin að æfa sig aðeins. Halldóra Malin Pétursdóttir er ung leikkona og leikskáld en húnfrumflutti verk sitt „Power of Love (Hið fullkomna deit)“ í Austurbæ í gær. „Þetta er einleikur um konu sem er að skipuleggja mikilvægasta kvöld lífsins. Hún þarf að æfa sig svo ekkert fari úrskeiðis og hún fer yfir það í smáatriðum hvernig hún ætlar að bera sig að, hreyfa sig og setja stút á munninn,“ segir Halldóra. „Hún er mjög stressuð þegar maðurinn mætir á svæðið svo undirbúningurinn fer svolítið mikið fyrir bí. Það gerist stundum þegar fólk ætlar sér um of.“ Halldóra Malin útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands í fyrra. Síðan þá hefur hún sett upp eigin einleik á Borgarfirði eystri og stofnað leikfélagið Frú Normu. Hún vann enn fremur til tvennra verðlauna í síðustu dansleikhússamkeppni Borgarleikhússins fyrir verkið Tomma og Jenna sem hún samdi í félagi við Stefán Hall Stefánsson leikara. Nýverið stofnaði Halldóra Malin leikhópinn Brilljantín og er Power of Love fyrsta verkefni hans. „Ég flyt verkið þar til maðurinn mætir á svæðið – ef hann mætir þá,“ útskýrir Halldóra og vill ekkert láta uppi um örlög blessaðrar konunnar. Verkið er án orða og höfundurinn setur það undir dansleikhúshattinn enda er það „opið og fínt hugtak á íslensku“. Hún viðurkennir að slík verk og vinna séu henni hugleikin. „Ég smitaðist dálítið af þeim áhuga í skólanum þegar Hafdís leikfimikennari kynnti mann fyrir Pinu Bausch. Ég fæ raunar mesta innblásturinn minn í leikhúsinu þegar ég fer á danssýningar, til dæmis á Íslenska dansflokkinn,“ segir Halldóra og nefnir aukinheldur að meistari Chaplin sé einnig gnægtarbrunnur að sækja í og að sitt leiklistaruppeldi hafi hún fengið hjá Guðjóni Sigvaldasyni, leikstjóra og leikara, sem sé mikill áhugamaður um dansleikhús. Guðjón er einmitt stofnfélagi Halldóru í leikhópnum Frú Normu ásamt Stefáni Vilhelmssyni leiklistarnema og eru þau í óðaönn að undirbúa sýningar sumarins sem fara á fjalir fyrir austan enda er varnarþing Normu á Egilsstöðum. Höfundurinn þarf einnig að undirbúa ferðalag því sýningunni „Power of Love“ hefur verið boðið í leikferð um Króatíu og Slóveníu í febrúar. Halldóra kveðst vön að vera að stússa sitthvað upp á eigin spýtur en hún hefur átt hauka í hornum víða við undirbúning þessarar sýningar. „Ég leikstýri verkinu líka en hef fengið vini og vandamenn til að kíkja við, peppa mig upp og segja mér hvað betur mætti fara. Það er fátt sem kemur manni á óvart í svona „einsmannsvinnu“ en reynslan frá því í sumar nýtist mér vel. Síðan metur maður það mikils að hafa stóran og fríðan flokk í kringum sig þegar maður er líka vanur að vinna einn.“ Verkið verður sýnt fimm sinnum til viðbótar út þessa viku, á efri hæð Austurbæjar, í Silfurtunglinu, og er hægt að nálgast miða þar eða á heimasíðunni www.midi.is. Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Í Silfurtunglinu er ung kona að undirbúa stefnumót við mikilvægasta mann í heimi – manninn sem hún ætlar að elska til æviloka. Þá er jú vissara að vera búin að æfa sig aðeins. Halldóra Malin Pétursdóttir er ung leikkona og leikskáld en húnfrumflutti verk sitt „Power of Love (Hið fullkomna deit)“ í Austurbæ í gær. „Þetta er einleikur um konu sem er að skipuleggja mikilvægasta kvöld lífsins. Hún þarf að æfa sig svo ekkert fari úrskeiðis og hún fer yfir það í smáatriðum hvernig hún ætlar að bera sig að, hreyfa sig og setja stút á munninn,“ segir Halldóra. „Hún er mjög stressuð þegar maðurinn mætir á svæðið svo undirbúningurinn fer svolítið mikið fyrir bí. Það gerist stundum þegar fólk ætlar sér um of.“ Halldóra Malin útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands í fyrra. Síðan þá hefur hún sett upp eigin einleik á Borgarfirði eystri og stofnað leikfélagið Frú Normu. Hún vann enn fremur til tvennra verðlauna í síðustu dansleikhússamkeppni Borgarleikhússins fyrir verkið Tomma og Jenna sem hún samdi í félagi við Stefán Hall Stefánsson leikara. Nýverið stofnaði Halldóra Malin leikhópinn Brilljantín og er Power of Love fyrsta verkefni hans. „Ég flyt verkið þar til maðurinn mætir á svæðið – ef hann mætir þá,“ útskýrir Halldóra og vill ekkert láta uppi um örlög blessaðrar konunnar. Verkið er án orða og höfundurinn setur það undir dansleikhúshattinn enda er það „opið og fínt hugtak á íslensku“. Hún viðurkennir að slík verk og vinna séu henni hugleikin. „Ég smitaðist dálítið af þeim áhuga í skólanum þegar Hafdís leikfimikennari kynnti mann fyrir Pinu Bausch. Ég fæ raunar mesta innblásturinn minn í leikhúsinu þegar ég fer á danssýningar, til dæmis á Íslenska dansflokkinn,“ segir Halldóra og nefnir aukinheldur að meistari Chaplin sé einnig gnægtarbrunnur að sækja í og að sitt leiklistaruppeldi hafi hún fengið hjá Guðjóni Sigvaldasyni, leikstjóra og leikara, sem sé mikill áhugamaður um dansleikhús. Guðjón er einmitt stofnfélagi Halldóru í leikhópnum Frú Normu ásamt Stefáni Vilhelmssyni leiklistarnema og eru þau í óðaönn að undirbúa sýningar sumarins sem fara á fjalir fyrir austan enda er varnarþing Normu á Egilsstöðum. Höfundurinn þarf einnig að undirbúa ferðalag því sýningunni „Power of Love“ hefur verið boðið í leikferð um Króatíu og Slóveníu í febrúar. Halldóra kveðst vön að vera að stússa sitthvað upp á eigin spýtur en hún hefur átt hauka í hornum víða við undirbúning þessarar sýningar. „Ég leikstýri verkinu líka en hef fengið vini og vandamenn til að kíkja við, peppa mig upp og segja mér hvað betur mætti fara. Það er fátt sem kemur manni á óvart í svona „einsmannsvinnu“ en reynslan frá því í sumar nýtist mér vel. Síðan metur maður það mikils að hafa stóran og fríðan flokk í kringum sig þegar maður er líka vanur að vinna einn.“ Verkið verður sýnt fimm sinnum til viðbótar út þessa viku, á efri hæð Austurbæjar, í Silfurtunglinu, og er hægt að nálgast miða þar eða á heimasíðunni www.midi.is.
Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira