Drottningin leiðir kapphlaupið 13. janúar 2007 11:00 Helen Mirren þykir eiga sigurinn vísan fyrir frammistöðu sína í The Queen. Kvikmyndin The Queen fékk tíu tilnefningar til bresku Bafta-verðlaunanna sem tilkynntar voru í gær. Helen Mirren þykir sigurstrangleg fyrir túlkun sína á Elísabetu drottningu í kvikmyndinni The Queen en auk hennar var Stephen Frears tilnefndur sem besti leikstjórinn. The Queen lýsir því á skemmtilegan hátt hvernig Elísabet tókst á við dauða Díönu og þá hálfgerðu múgæsingu sem blossaði upp í Bretlandi vegna þessa. Fast á hæla The Queen kemur James Bond-myndin Casino Royale með níu tilnefningar en Daniel Craig er tilnefndur fyrir besta leik í aðalhlutverki. Myndin hefur farið vel ofan í harða aðdáendur leyniþjónustumannsins og ljóst að Craig hefur blásið á allar gagnrýnisraddir sem sögðu hann óhæfan í hlutverkið. Fátt kemur á óvart hvað tilnefningarnar varðar ef undanskilið er gott gengi Casino Royale en Bond-myndirnar hafa hingað til ekki þótt mikill verðlaunamatur. Flestar af þeim kvikmyndum sem tilnefndar eru sem besta myndin hafa verið orðaðar við Óskarsverðlaunin, svo sem The Departed, Babel og United 93. Kvikmyndarýnirinn Mark Kermode segir að fátt hafi komið sér á óvart. „Þetta er mjög fjölbreytt og mér finnst gaman að því hversu mikla viðurkenningu Little Miss Sunshine fær,“ sagði Kermode í samtali við fréttavef BBC. „Annars virðist engin mynd ætla að tróna á toppnum og þetta verður mjög spennandi,“ bætti hann við. Bafta-verðlaunin verða afhent í Konunglega óperuhúsinu í Covent Garden 11. febrúar. Stephen Fry verður ekki kynnir í fyrsta sinn síðan árið 2000 en enn á eftir að finna eftirmann breska gamanleikarans sem hefur haldið um stjórnartaumana með miklum glæsibrag. Mest lesið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndin The Queen fékk tíu tilnefningar til bresku Bafta-verðlaunanna sem tilkynntar voru í gær. Helen Mirren þykir sigurstrangleg fyrir túlkun sína á Elísabetu drottningu í kvikmyndinni The Queen en auk hennar var Stephen Frears tilnefndur sem besti leikstjórinn. The Queen lýsir því á skemmtilegan hátt hvernig Elísabet tókst á við dauða Díönu og þá hálfgerðu múgæsingu sem blossaði upp í Bretlandi vegna þessa. Fast á hæla The Queen kemur James Bond-myndin Casino Royale með níu tilnefningar en Daniel Craig er tilnefndur fyrir besta leik í aðalhlutverki. Myndin hefur farið vel ofan í harða aðdáendur leyniþjónustumannsins og ljóst að Craig hefur blásið á allar gagnrýnisraddir sem sögðu hann óhæfan í hlutverkið. Fátt kemur á óvart hvað tilnefningarnar varðar ef undanskilið er gott gengi Casino Royale en Bond-myndirnar hafa hingað til ekki þótt mikill verðlaunamatur. Flestar af þeim kvikmyndum sem tilnefndar eru sem besta myndin hafa verið orðaðar við Óskarsverðlaunin, svo sem The Departed, Babel og United 93. Kvikmyndarýnirinn Mark Kermode segir að fátt hafi komið sér á óvart. „Þetta er mjög fjölbreytt og mér finnst gaman að því hversu mikla viðurkenningu Little Miss Sunshine fær,“ sagði Kermode í samtali við fréttavef BBC. „Annars virðist engin mynd ætla að tróna á toppnum og þetta verður mjög spennandi,“ bætti hann við. Bafta-verðlaunin verða afhent í Konunglega óperuhúsinu í Covent Garden 11. febrúar. Stephen Fry verður ekki kynnir í fyrsta sinn síðan árið 2000 en enn á eftir að finna eftirmann breska gamanleikarans sem hefur haldið um stjórnartaumana með miklum glæsibrag.
Mest lesið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira