Jackson gerir ekki Hobbit 12. janúar 2007 10:00 Peter Jackson þykir miður að mál hans og New Line Cinema sé orðið persónulegt. Deilurnar milli Peter Jackson og kvikmyndafyrirtækisins New Line Cinema hafa blossað upp að nýju eftir ummæli forstjóra fyrirtækisins í sjónvarpsþætti. „Jackson gerir ekki Hobbitann, ekki á meðan ég ræð ríkjum," sagði Bob Shaye, forstjóri New Line Cinema, í samtali við kvikmyndaþáttinn Sci-Fi. Shaye vandaði nýsjálenska leikstjóranum ekki kveðjurnar í sjónvarpsþættinum og sakaði leikstjórann um græðgi og yfirgang. „Hann fékk mörg hundruð milljarða í greiðslur frá okkur og með réttu," sagði Shaye. „En svo snýr hann bara baki við okkur og vill ekki ræða málin heldur fer bara í mál og neitar að hefja samningaviðræður án þess að fyrirtækið láti undan kröfum hans," bætti Shaye við og sagðist aldrei ætla að vinna með Jackson á ný. „Af hverju ætti ég að vilja það? Hann gerir aldrei kvikmynd hjá New Line Cinema aftur, ekki svo lengi sem ég er hér," lýsti Bob Shaye yfir. Jackson er í málaferlum út af greiðslum vegna Hringadróttinssögu við New Line Cinema en hann hafði lýst yfir miklum áhuga á að gera kvikmynd byggða á Hobbitanum eftir J.R.R. Tolkien. New Line Cinema á kvikmyndaréttinn en hún segir frá því hvernig Bilbo Baggins komst yfir hringinn og varðveitti hann í nokkur ár. Lengi vel leit út fyrir að þessi draumur Jacksons yrði ekki að veruleika þar sem New Line Cinema hafði lýst því yfir að Jackson kæmi ekki nálægt verkefninu vegna málaferlanna. Aðdáendur leikstjórans tóku sig í kjölfarið saman og mótmæltu þessari ákvörðun harðlega á vefsíðum sem lauk með því að Jackson og New Line Cinema sömdu vopnahlé en það hefur nú augljóslega verið rofið. Peter Jackson brást strax við ummælunum og sagði í samtali við kvikmyndatímaritið Variety að honum þætti miður að málið væri orðið persónulegt. Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Deilurnar milli Peter Jackson og kvikmyndafyrirtækisins New Line Cinema hafa blossað upp að nýju eftir ummæli forstjóra fyrirtækisins í sjónvarpsþætti. „Jackson gerir ekki Hobbitann, ekki á meðan ég ræð ríkjum," sagði Bob Shaye, forstjóri New Line Cinema, í samtali við kvikmyndaþáttinn Sci-Fi. Shaye vandaði nýsjálenska leikstjóranum ekki kveðjurnar í sjónvarpsþættinum og sakaði leikstjórann um græðgi og yfirgang. „Hann fékk mörg hundruð milljarða í greiðslur frá okkur og með réttu," sagði Shaye. „En svo snýr hann bara baki við okkur og vill ekki ræða málin heldur fer bara í mál og neitar að hefja samningaviðræður án þess að fyrirtækið láti undan kröfum hans," bætti Shaye við og sagðist aldrei ætla að vinna með Jackson á ný. „Af hverju ætti ég að vilja það? Hann gerir aldrei kvikmynd hjá New Line Cinema aftur, ekki svo lengi sem ég er hér," lýsti Bob Shaye yfir. Jackson er í málaferlum út af greiðslum vegna Hringadróttinssögu við New Line Cinema en hann hafði lýst yfir miklum áhuga á að gera kvikmynd byggða á Hobbitanum eftir J.R.R. Tolkien. New Line Cinema á kvikmyndaréttinn en hún segir frá því hvernig Bilbo Baggins komst yfir hringinn og varðveitti hann í nokkur ár. Lengi vel leit út fyrir að þessi draumur Jacksons yrði ekki að veruleika þar sem New Line Cinema hafði lýst því yfir að Jackson kæmi ekki nálægt verkefninu vegna málaferlanna. Aðdáendur leikstjórans tóku sig í kjölfarið saman og mótmæltu þessari ákvörðun harðlega á vefsíðum sem lauk með því að Jackson og New Line Cinema sömdu vopnahlé en það hefur nú augljóslega verið rofið. Peter Jackson brást strax við ummælunum og sagði í samtali við kvikmyndatímaritið Variety að honum þætti miður að málið væri orðið persónulegt.
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira