Syngja meðan heilsan leyfir 11. janúar 2007 14:30 Aldursforsetinn Ólöf Sigurrós Ólafsdóttir mætir reglulega á söngvökur og segir tónlistina vera dýrð. MYND/Valli Hin níutíu og sex ára gamla Ólöf Sigurrós Ólafsdóttir, kölluð Sigurrós, lætur háan aldur ekki aftra sér og mætir reglulega á hálfsmánaðarlegar söngvökur hjá Félagi eldri borgara ásamt Bergdísi Kristjánsdóttur, heimsóknavini Sigurrósar frá Rauða krossinum. Söngur hefur lengi verið hugðarefni Sigurrósar, sem segist mikið hafa verið í kórum áður fyrr. „Söngurinn er bara svo mikið líf. Að geta sungið og hljómlistin og allt sem því fylgir er alveg hreint dýrð, finnst mér," sagði hún. Sigurrós varð nýlega fyrir slysi og missti við það röddina að einhverju leyti. „Það er að lagast núna. Bergdís segir að ég sé ekki fölsk," sagði Sigurrós hlæjandi. „Ég er fyrst og fremst ánægð að vera með og geta þetta," bætti hún við. Þær Bergdís og Sigurrós segjast ætla að halda áfram að stunda söngvökurnar. „Þegar maður er orðinn svona gamall veit maður ekki hversu lengi maður getur eitt eða annað. En á meðan heilsan leyfir, já," sagði Sigurrós. Helgi Seljan segir sönginn vera afar frjálsan, og þeir sem söngvökurnar sæki syngi allir með sínu nefi. Halldóra H. Kristjánsdóttir og Svanlaug Magnúsdóttir hafa stundað vökurnar lengst söngfuglanna, og segir Halldóra að þeir sem komi einu sinni snúi alltaf aftur. Söngur hefur alltaf verið hluti af lífi þeirra, þó þær hafi hvorugar sungið í kór. „Sem krakki og unglingur söng maður mikið, og alltaf þegar unga fólkið kom saman," sagði Svanlaug, sem sagðist jafnvel syngja þegar hún ryksugar eða fer út að ganga. „Þetta veitir manni útrás, eins og að dansa. Maður er svo frjáls," sagði Svanlaug. Halldóra var henni sammála. „Ef maður er í leiðu skapi og fer að syngja, þá er bara eins og losni um allt og það hverfur," sagði hún. Þeir Helgi Seljan, fyrrverandi alþingismaður, og Sigurður Jónsson, píanóleikari og tannlæknir, hafa leitt samkomurnar frá haustinu 2005, þegar þeir tóku við af Sigurbjörgu Hólmgrímsdóttur. Að sögn Helga er frelsi í söngnum haft að leiðarljósi. „Hér syngur hver með sínu nefi og nýtur þess að vera hérna." Sjálfur segist Helgi hafa sungið sig vitlausan alla tíð. „Á sínum tíma röktum við Karvel Pálmason, fyrrverandi alþingismaður, bæði sjúkrastofnanir og elliheimili og sungum saman ásamt Sigurði. Það var mjög gaman, og varð eiginlega kveikjan að þessu," sagði Helgi. „Ég hef óskaplega ánægju af þessu," bætti hann við. Mest lesið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hin níutíu og sex ára gamla Ólöf Sigurrós Ólafsdóttir, kölluð Sigurrós, lætur háan aldur ekki aftra sér og mætir reglulega á hálfsmánaðarlegar söngvökur hjá Félagi eldri borgara ásamt Bergdísi Kristjánsdóttur, heimsóknavini Sigurrósar frá Rauða krossinum. Söngur hefur lengi verið hugðarefni Sigurrósar, sem segist mikið hafa verið í kórum áður fyrr. „Söngurinn er bara svo mikið líf. Að geta sungið og hljómlistin og allt sem því fylgir er alveg hreint dýrð, finnst mér," sagði hún. Sigurrós varð nýlega fyrir slysi og missti við það röddina að einhverju leyti. „Það er að lagast núna. Bergdís segir að ég sé ekki fölsk," sagði Sigurrós hlæjandi. „Ég er fyrst og fremst ánægð að vera með og geta þetta," bætti hún við. Þær Bergdís og Sigurrós segjast ætla að halda áfram að stunda söngvökurnar. „Þegar maður er orðinn svona gamall veit maður ekki hversu lengi maður getur eitt eða annað. En á meðan heilsan leyfir, já," sagði Sigurrós. Helgi Seljan segir sönginn vera afar frjálsan, og þeir sem söngvökurnar sæki syngi allir með sínu nefi. Halldóra H. Kristjánsdóttir og Svanlaug Magnúsdóttir hafa stundað vökurnar lengst söngfuglanna, og segir Halldóra að þeir sem komi einu sinni snúi alltaf aftur. Söngur hefur alltaf verið hluti af lífi þeirra, þó þær hafi hvorugar sungið í kór. „Sem krakki og unglingur söng maður mikið, og alltaf þegar unga fólkið kom saman," sagði Svanlaug, sem sagðist jafnvel syngja þegar hún ryksugar eða fer út að ganga. „Þetta veitir manni útrás, eins og að dansa. Maður er svo frjáls," sagði Svanlaug. Halldóra var henni sammála. „Ef maður er í leiðu skapi og fer að syngja, þá er bara eins og losni um allt og það hverfur," sagði hún. Þeir Helgi Seljan, fyrrverandi alþingismaður, og Sigurður Jónsson, píanóleikari og tannlæknir, hafa leitt samkomurnar frá haustinu 2005, þegar þeir tóku við af Sigurbjörgu Hólmgrímsdóttur. Að sögn Helga er frelsi í söngnum haft að leiðarljósi. „Hér syngur hver með sínu nefi og nýtur þess að vera hérna." Sjálfur segist Helgi hafa sungið sig vitlausan alla tíð. „Á sínum tíma röktum við Karvel Pálmason, fyrrverandi alþingismaður, bæði sjúkrastofnanir og elliheimili og sungum saman ásamt Sigurði. Það var mjög gaman, og varð eiginlega kveikjan að þessu," sagði Helgi. „Ég hef óskaplega ánægju af þessu," bætti hann við.
Mest lesið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið