Staðgreitt himnaskraut 3. janúar 2007 07:30 Þið hefðuð átt að sjá svipinn á nágrannanum þegar ég opnaði bílskúrinn á gamlárskvöld. Hann varð grænn af öfund þegar velsmurð bílskúrshurðin opnaðist, þar sem ég hélt á fjarstýringunni og góðum Kúbuvindli. Við blasti skraut á himnafestinguna fyrir vel á aðra milljón. Hann varð svo stúmm að ég spurði hvort hann væri ekki til í að hjálpa mér við að dúndra einhverju af þessu á loft. Þetta væri varla eins manns verk. Svo skemmtum við okkur konunglega við að skreyta himininn yfir borginni, enda seint sagt um mig að ég leyfi ekki öðrum að gleðjast með mér yfir árangrinum. Ég kom vel út úr þessu ári. Sigraði vísitölurnar hverja af annarri og uppskeran eftir því. Einn bílskúr af púðri segir lítið í árangur síðasta árs. Fram undan er spennandi ár. Ég reikna með að stóru aðilarnir verði í stuði, en rassvasaverktakar og yfirdráttarliðið súpi seyðið af fyrirhyggjuleysi og eyðslugleði. Allt sem ég sprengdi í loft upp á gamlárskvöld var staðgreitt og bara brot af auðlegðinni. Ég hef nefnilega aldrei lifað um efni fram og nú er auðvitað svo komið að ég eiginlega get ekki lifað um efni fram nema að fara út í einhverja hreina vitleysu. Þota eða snekkja myndi kannski vera leiðin til að lifa um efni fram. Ég er mátulega bjartsýnn og ætla að nýta tækifærin vel á árinu. Enn sem fyrr verða það fjármálafyrirtækin sem eru spennandi. Það kæmi mér ekki á óvart ef áður en árið er liðið, þá verði erlendur banki búinn að kaupa íslenskt fjármálafyrirtæki. Það held ég að væri gott fyrir markaðinn og myndi losa peninga í önnur félög. Íslensku útlendingarnir verða málið á árinu. Það verður fullt að gerast hjá alþjóðafyrirtækjunum, en þeir sem eru á innanlandsmarkaði eingöngu munu þurfa að hægja á sér. Ég er löngu búinn að selja allar fasteignirnar mínar og býst ekki við að fara í þann pakka hér á landi á næstunni. Nú á maður bara fasteignir í Berlín. Ég býst við að það verði spennandi að fylgjast með FL Group og Straumi á árinu. FL mun fjárfesta á fullu og ég býst við að margt eigi eftir að breytast í Straumi á árinu. Hlutabréfamarkaðurinn verður viðkvæmur og maður mun fara mjög varlega inn á hann. Stutt bakslag gæti verið fínt innkomutækifæri. Ævintýrið er rétt að byrja, en hvað maður fær út úr því ræðst af hvernig maður tímasetur innkomuna. Þolinmæði verður líklega mikilvægasta dyggðin á árinu. Ég veðja á að ég sprengi ekki minna á þessu ári en því sem nú er liðið. Vonandi verð ég ekki einn um það. Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Þið hefðuð átt að sjá svipinn á nágrannanum þegar ég opnaði bílskúrinn á gamlárskvöld. Hann varð grænn af öfund þegar velsmurð bílskúrshurðin opnaðist, þar sem ég hélt á fjarstýringunni og góðum Kúbuvindli. Við blasti skraut á himnafestinguna fyrir vel á aðra milljón. Hann varð svo stúmm að ég spurði hvort hann væri ekki til í að hjálpa mér við að dúndra einhverju af þessu á loft. Þetta væri varla eins manns verk. Svo skemmtum við okkur konunglega við að skreyta himininn yfir borginni, enda seint sagt um mig að ég leyfi ekki öðrum að gleðjast með mér yfir árangrinum. Ég kom vel út úr þessu ári. Sigraði vísitölurnar hverja af annarri og uppskeran eftir því. Einn bílskúr af púðri segir lítið í árangur síðasta árs. Fram undan er spennandi ár. Ég reikna með að stóru aðilarnir verði í stuði, en rassvasaverktakar og yfirdráttarliðið súpi seyðið af fyrirhyggjuleysi og eyðslugleði. Allt sem ég sprengdi í loft upp á gamlárskvöld var staðgreitt og bara brot af auðlegðinni. Ég hef nefnilega aldrei lifað um efni fram og nú er auðvitað svo komið að ég eiginlega get ekki lifað um efni fram nema að fara út í einhverja hreina vitleysu. Þota eða snekkja myndi kannski vera leiðin til að lifa um efni fram. Ég er mátulega bjartsýnn og ætla að nýta tækifærin vel á árinu. Enn sem fyrr verða það fjármálafyrirtækin sem eru spennandi. Það kæmi mér ekki á óvart ef áður en árið er liðið, þá verði erlendur banki búinn að kaupa íslenskt fjármálafyrirtæki. Það held ég að væri gott fyrir markaðinn og myndi losa peninga í önnur félög. Íslensku útlendingarnir verða málið á árinu. Það verður fullt að gerast hjá alþjóðafyrirtækjunum, en þeir sem eru á innanlandsmarkaði eingöngu munu þurfa að hægja á sér. Ég er löngu búinn að selja allar fasteignirnar mínar og býst ekki við að fara í þann pakka hér á landi á næstunni. Nú á maður bara fasteignir í Berlín. Ég býst við að það verði spennandi að fylgjast með FL Group og Straumi á árinu. FL mun fjárfesta á fullu og ég býst við að margt eigi eftir að breytast í Straumi á árinu. Hlutabréfamarkaðurinn verður viðkvæmur og maður mun fara mjög varlega inn á hann. Stutt bakslag gæti verið fínt innkomutækifæri. Ævintýrið er rétt að byrja, en hvað maður fær út úr því ræðst af hvernig maður tímasetur innkomuna. Þolinmæði verður líklega mikilvægasta dyggðin á árinu. Ég veðja á að ég sprengi ekki minna á þessu ári en því sem nú er liðið. Vonandi verð ég ekki einn um það.
Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira