16 ára piltur dæmdur fyrir hættulega líkamsárás 20. desember 2006 15:59 Frá Hafnargötu í Keflavík þar sem skemmtistaðurinn Traffic er. MYND/Víkurfréttir Sextán ára piltur var dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Keflavík í desember í fyrra. Hann var ákærður fyrir að hafa á skemmtistaðnum Traffic slegið glerglasi í höfuðið á öðrum manni þannig að hann hlaut nokkra djúpa skurði á höfði og á gagnaugasvæði, sem leiddi til þess að slagæð fór í sundur og maðurinn missti einn og hálfan til tvo lítra af blóði og komst í „sjokkástand" eins og segir í dómnum. Pilturinn játaði að hafa rekið glasið í andlit mannsins en sagði hins vegar um óhapp að ræða og neitaði á þeim grunni sök í málinu. Út frá framburði vitna og þeim skrifum ákærða á heimasíðu sína að hann hefði asnast til að þruma bjórglasi í andlitið á einhverjum manni þótti dóminum sannað að hann hefði brotið af sér. Segir orðrétt í dómnum: „Verður þessi lýsing trauðla skilin á þann veg að með henni sé verið að greina frá slysi eða óhappatilviki, en hana lét ákærði uppi á vettvangi sem telja má líklegt að hann hafi ekki búist við að myndi koma til skoðunar í tengslum við rannsókn málsins. Má að nokkru horfa til þessa við sakarmat." Segir í dómnum að árás piltsins hafi verið hrottafengin og tilviljun ein hafi ráðið því að fórnarlambið varð ekki fyrir alvarlegra líkamstjóni en raun ber vitni, en stórkostleg líkamsmeiðsl og örkuml hefðu hæglega getað hlotist af verknaði ákærða. Hins vegar var litið til þess hve ungur pilturinn var og var hann því dæmdur í hálfs árs fangelsi sem er skilorðsbundið til fjögurra ára. Skaðabótakröfu fórnarlambsins upp á tæpar 700 þúsund krónur var hins vegar vísað frá þar sem henni var beint að piltinum sem er ófjárráða en ekki lögráðamanni hans. Dómsmál Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Sextán ára piltur var dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Keflavík í desember í fyrra. Hann var ákærður fyrir að hafa á skemmtistaðnum Traffic slegið glerglasi í höfuðið á öðrum manni þannig að hann hlaut nokkra djúpa skurði á höfði og á gagnaugasvæði, sem leiddi til þess að slagæð fór í sundur og maðurinn missti einn og hálfan til tvo lítra af blóði og komst í „sjokkástand" eins og segir í dómnum. Pilturinn játaði að hafa rekið glasið í andlit mannsins en sagði hins vegar um óhapp að ræða og neitaði á þeim grunni sök í málinu. Út frá framburði vitna og þeim skrifum ákærða á heimasíðu sína að hann hefði asnast til að þruma bjórglasi í andlitið á einhverjum manni þótti dóminum sannað að hann hefði brotið af sér. Segir orðrétt í dómnum: „Verður þessi lýsing trauðla skilin á þann veg að með henni sé verið að greina frá slysi eða óhappatilviki, en hana lét ákærði uppi á vettvangi sem telja má líklegt að hann hafi ekki búist við að myndi koma til skoðunar í tengslum við rannsókn málsins. Má að nokkru horfa til þessa við sakarmat." Segir í dómnum að árás piltsins hafi verið hrottafengin og tilviljun ein hafi ráðið því að fórnarlambið varð ekki fyrir alvarlegra líkamstjóni en raun ber vitni, en stórkostleg líkamsmeiðsl og örkuml hefðu hæglega getað hlotist af verknaði ákærða. Hins vegar var litið til þess hve ungur pilturinn var og var hann því dæmdur í hálfs árs fangelsi sem er skilorðsbundið til fjögurra ára. Skaðabótakröfu fórnarlambsins upp á tæpar 700 þúsund krónur var hins vegar vísað frá þar sem henni var beint að piltinum sem er ófjárráða en ekki lögráðamanni hans.
Dómsmál Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira