Tónlist

Lay Low fær afhenta gullplötu í dag

MYND/cod.is

Tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, fær afhenta gullplötu til marks um sölu á 5.000 eintökum af frumburði hennar "Please Don´t Hate Me". Afhending gullplötunnar fer fram á vinnustað hennar í Skífunni á Laugavegi kl. 17:00 í dag.

Það er Helgi Pjetur Jóhannsson útgáfustjóri hjá COD, sem er útgáfufyrirtæki Lay Low, sem mun afhenda Lovísu og Magnúsi Árna Öder Kristinssyni sem sá um upptökustjórn á plötunni sitthvort eintakið af gullplötunni kærkomnu.

Lay Low mun ásamt fleirum koma fram á árlegum X-mas styrktartónleikum sem haldnir eru á vegum X-ins 97.7 á Nasa í kveld og mun ágóði tónleikana renna til BUGL - Barna og unglingageðdeildar Landspítalans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×