Tónlist

Troðfullt á jólatónleikum í Dalvíkurkirkju

Hátt í 400 manns troðfylltu Dalvíkurkirkju í gærkvöldi á jólatónleikum sem Sparisjóður Svarfdæla bauð til. Á tónleikunum söng Dalvíkingurinn Friðrik Ómar, ásamt hljómsveit og söngkonunni Regínu Ósk. Efnisskráin var prýdd í bland efni af nýútkomnum hljómdiskum þeirra Friðriks Ómars og Regínu Óskar, auk jólaefnis.

Óhætt er að fullyrða að aldrei áður hafi verið efnt til tónleika á Dalvík með öðru eins hljóð- og ljósakerfi. Eins og áður segir voru tónleikarnir öllum opnir og kostaðir af Sparisjóði Svarfdæla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×