Uppsögn á Landspítala ekki ólögmæt 14. desember 2006 16:46 MYND/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Landspítalann af kröfu Salmanns Tamimi, formanns Félags múslíma á Íslandi, um að ákvörðun Landspítalans að segja honum upp störfum í lok septemer í ár verði felld úr gildi. Salmann var í hópi fimm manna sem sagt var upp á upplýsingatæknisviði spítalans þegar skipulagsbreytingar voru gerðar í haust. Fyrir dómi hélt Salmann því fram að honum hefði verið sagt upp vegna trúarbragða sinna og kynþáttar, en hann væri eini starfsmaðurinn af arabískum uppruna og eini músliminn sem starfi hjá upplýsingatæknisviði. Þá hafi hann verið eini tölvumenntaði starfsmaður sviðsins sem sagt hafi verið upp störfum í nafni skipulagsbreytingannna. Taldi hann að meðalhófsreglu, rannsóknarreglu, réttmætisreglu og jafnræðisreglu hefði ekki verið gætt við uppsögnina. Benti Salmannn enn fremur á fyrir dómi að hann hefði hvað lengstan starfsaldur allra starfsmanna upplýsingatæknisviðs og verulega mikið lengri en fjölmargir starfsmenn sem ekki hefi verið sagt upp störfum. Landspítalinn hélt því hins vegar fram að lögmætt hefði verið að leggja niður starf Salmanns og segja honum upp vegna skipulagsbreytinganna en þær fólu meðal annars í sér að þrjár hugbúnaðardeildir voru sameinaðar í eina og ákveðið var að úthýsa sérfræðiverkefnum. Verkefni Salmanns hafi með þessu dregist saman. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekkert bendi til að trúarbrögð eða uppruni stefnanda hafi haft áhrif á mat stjórnenda Landspítalans þegar þeir ákváðu að segja Salmann upp. Hins vegar hafi því verið lýst að verkefni hans hafi dregist saman og hverjar ástæðurnar voru fyrir því. Var því ekki fallist á að jafnræðisregla hefði verið brotin við uppsögnina og á endanum ekki fallist á að uppsögn Salmanns hefði verið ólögmæt og að hana bæri að fella úr gildi af þeim sökum. Var því Landsspítalinn sýknaður af kröfu Salmanns. Dómsmál Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Fleiri fréttir Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Landspítalann af kröfu Salmanns Tamimi, formanns Félags múslíma á Íslandi, um að ákvörðun Landspítalans að segja honum upp störfum í lok septemer í ár verði felld úr gildi. Salmann var í hópi fimm manna sem sagt var upp á upplýsingatæknisviði spítalans þegar skipulagsbreytingar voru gerðar í haust. Fyrir dómi hélt Salmann því fram að honum hefði verið sagt upp vegna trúarbragða sinna og kynþáttar, en hann væri eini starfsmaðurinn af arabískum uppruna og eini músliminn sem starfi hjá upplýsingatæknisviði. Þá hafi hann verið eini tölvumenntaði starfsmaður sviðsins sem sagt hafi verið upp störfum í nafni skipulagsbreytingannna. Taldi hann að meðalhófsreglu, rannsóknarreglu, réttmætisreglu og jafnræðisreglu hefði ekki verið gætt við uppsögnina. Benti Salmannn enn fremur á fyrir dómi að hann hefði hvað lengstan starfsaldur allra starfsmanna upplýsingatæknisviðs og verulega mikið lengri en fjölmargir starfsmenn sem ekki hefi verið sagt upp störfum. Landspítalinn hélt því hins vegar fram að lögmætt hefði verið að leggja niður starf Salmanns og segja honum upp vegna skipulagsbreytinganna en þær fólu meðal annars í sér að þrjár hugbúnaðardeildir voru sameinaðar í eina og ákveðið var að úthýsa sérfræðiverkefnum. Verkefni Salmanns hafi með þessu dregist saman. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekkert bendi til að trúarbrögð eða uppruni stefnanda hafi haft áhrif á mat stjórnenda Landspítalans þegar þeir ákváðu að segja Salmann upp. Hins vegar hafi því verið lýst að verkefni hans hafi dregist saman og hverjar ástæðurnar voru fyrir því. Var því ekki fallist á að jafnræðisregla hefði verið brotin við uppsögnina og á endanum ekki fallist á að uppsögn Salmanns hefði verið ólögmæt og að hana bæri að fella úr gildi af þeim sökum. Var því Landsspítalinn sýknaður af kröfu Salmanns.
Dómsmál Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Fleiri fréttir Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu Sjá meira