Tottenham - Dinamo Búkarest í beinni í kvöld

Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá leik Tottenham og Dinamo Búkarest í Evrópukeppni félagsliða í kvöld og hefst útsending klukkan 19:40. Tottenham nægir jafntefli á heimavelli sínum til að tryggja sér efsta sætið í riðlinum og losnar þar með við að mæta liði sem féll úr riðlakeppni Meistaradeildar í 32-liða úrslitum.