Síbrotamaður fékk fimm ára fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Garðar Garðarson í fimm ára fangelsi fyrir ýmis brot. Maðurinn var dæmdur fyrir þjófnað, skjalafals, fjársvik, nytjastuld, brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlagabrot. Maðurinn rauf með brotum sínum skilorð.